Fylkir - 01.01.1927, Page 46
48’
sóda; verður þá að gleri. Leysist ekki upp í neinni sýru, nema flú-
orsýru.
Til þessarar tegundar teljast hér á íslandi: holtaþór, bergkrystallur
glerhallar, eldtinna, ópal, jaspis, ednnig hverahrúður og »viðarsteinn«
(steindur viður).
Holtaþ&r er hvítleit tinna, eða kvarts-tegund, ógreinilega krystali-
seruð; algeng hér á landi í holtum og klettasprungum. — Erlendis
finst kvarts ýmislega litað, jafnvel dökkt á lit, vegna aðkomuefna.
Duftið hvítt.
Bergkrystallur, er hreint silica, þ. e. silicium-tvíoxyd. Er tær, gljá-
andi, glansandi og gagnsær. Krystaliserast í sex-strendinga með sex-
hliða toppum; bráðnar ekki fyrir lp., nema blandaður sé sóda; leysist
ekki upp, nema í flúorsýru. Finst hér á landi aðeins í smáum kryst-
öllum, þeir oft í þyrpingum í holtum og klettasprungum. Stórir berg-
krystallar finnast erlendis, t. d. í Sviss og Kanada. Glansandi og glær,
telst hann til gimsteina, svo einnig, ef litaður er fögrum litum af að-
komuefnum. Fjólublár nefnist hann ameþyst, blár nefnist hann saphir,
skýaður og með svörtum og hvítum rákum, nefnist hann agat eða
ónyx; hárauður, kameol; en gulur, grænn eða rauður, hálfgegnsær,
eða ógagnsær, nefnist hann jaspis. Er algengur hér á fslandi. Dulgljá-
andi, afbrigði nefnast einu nafni chalcedon. — Saphir, ef glansandi, er
mikils metinn gimsteinn. — Ópai er mjallhvítur hálfgagnsær, linari en
bergkrystallur, h. 6, þ. 2, oft með fögrum litbrigðum, og er þá talinn
gimsteinn. Springur ef hitaður fyrir lp., vegna vatns, sem í honum er.
Finst í klettasprungum og nálægt hverum. (G. G. B.). Beztu gler-
tegundir eru unnar úr góðu kvartsi og alkalí efnum; lakari glertegund-
ir úr lakari og ódýrari tinnu-tegundum, og öðrum efnum.
Sýnish. nr. 17 í ofanritaðri töblu, fundið á Glerárdal, sumarið 1918,
er grænleitt hálf-gagnsætt, harðara en gler.
Sýnish. nr. 50 er sex-sterendur krystalmoli með sexhliða toppum, tær
og gljáandi, harðari en gler; tekinn á Austfjörðum sumarið 1919.
Davíð Þorvaldsson safnaði og sendi mér. (Sbr. 2. og 3. bls., V. árg.
Fylkis).
Silica, sameinað við alumína (þ. e. kísilsúrt aluminíum), hvortveggja
sameinað við alkalí-efnin, kalk, kalí og natron einnig við magnesía,
mangan o. fl., myndar fjölda steintegunda, sem eru meginviðir fjalla
og jarðarskorpunnar. Sjálft er silica þeirra mest að vexti. Nefn-
ast þær steintegundir allar einu nafni feldspat (þýzkt orð.
E. felspar). Þær steintegundir krysaliserast allar meira eða
minna, og eru kleyfar í þunnar flísar, þar af er nafnið feldspat dreg-
ið. Flestar af þeim mynda rhombiska krystalla, sumar svonefnda ein-
halla, aðrar þríhalla. Þeir einhöllu eru kleyfir í vinkil; hinir ekki. Kali-