Fylkir - 01.01.1927, Page 51

Fylkir - 01.01.1927, Page 51
53 rauður steinn frá Akureyri. Öll þessi sýnishom voru tekin sumarið ,1920 og send efnarannsóknastofunni í Rvík það sama ár (sbr. 80. bls. VI. árg. Fylkis). Sýnishorn nr. 117 rauður steinn úr Brekkunni á Akureyri, tekinn sumarið 1923 og sendur til Rvíkur um haustið sama ár. Var, fyrir mín tilmæli, efnagreindur og geymir, samkvæmt þeirri efnagreiningu 56,2% af jámoxyd og aluminíumoxyd, annara málma ekki getið (sbr. 20. og 21. bls. IX. árg. Fylkis). Af þeim steini er nóg til hér í grend við Akureyri. Mætti því líklega vinna bæði járn og aluminíum úr honum, ef bræðsluofn væri hér til og rafmagn nægilegt og nógu ódýrt. Sýnishom nr. 22 kýsilhnúður (pyrites) frá Amarstapa í Ljósa- vatnsskarði, ætti að teljast í þessum hóp, en er talið með sýnish. af brennisteini. Sýnishorn nr. 40 í framanritaðri steinaskrá mætti einnig teljast hér, en var aldrei rækilega efnagreint. VIII. fl. Brennisteinn og kol (Sulphur and Coal). Brennisteinn og kolefni (carbon) hafa það sameiginlegt að þau em ómálmar; sameinast hvort um sig við oxygen, sem myndar sýringa með þeim; með hinu fyrtalda, tvísýringinn SO2 og þrísýringinn SO3; en með hinu síðartalda einsýringinn CO og tvisýringinn CO2, alt meir og minna eiturkendar gastegundir. Ennfremur sameinast brennisteinn og kolefni hvort um sig við hydrogen (vætki) og myndar eldfima gastegund, hið fymefnda, gasið SH2, sem er illþolandi, og hið síðamefnda, gasið CH«, svonefnt mýra- gas, sem stundum logar yfir mýrum eða fenjum (»mýraljós«). Brennisteinn (sulphur) hefur atom vigtina 32, er oftast gulur eða bleikgulur á lit, stimdum rauðleitur, einnig ljósgrænn. Krystaliserast í rhombiskw, ferstrendar pyramídur, sem tvær og tvær gera átthliða kristalla. Stundum er hann ókrystaliseraður (amorph), duft eða þéttur, hefur vaxgljáa, h. 2, þ. 2, er gagnsær ef hreinn og krystali- seraður. E:- oftast blandaður leir og öðrum efnum. Bráönar í 108° C. hita, brennur við 270° C. hita með bláum loga. Ef hitaður til 265° C., eða svo ekki logi á honum, og látinn þá kólna, verður hann rauðleitur á lit. Brennisteinn verður að geymast þannig að lopt komist ekki að honum. Er eitt hið merkasta og nytsamasta frumefnanna. Sambönd hans við ýmsa málma, t. d. jám, zink o. fl. vemda þá 4*

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.