Fylkir - 01.01.1927, Page 58

Fylkir - 01.01.1927, Page 58
60 Steinkol geyma 80% kolefni og 7600 hitaeiningar í hverju kg. Brúnkol geyma skv. sama riti aðeins 40% kolefnis; hitamagn þeirra er aðeins 3600 hitaeiningar. — Hitamagn steinkola er bersýnilega of hátt reiknað, samkv. ofanritaðri reikningsreglu, en brúnkol aftur á móti talin alt of fátæk af kolefni, og alt of hitalítil. Aðeins nákvæmar athuganir og efnagreiningar, geta skorið úr, hvaða hitamagn, eitt eða annað eldsneyti geymir, og hve mikið kemur að notum, þegar því er brennt. Einn er þó galli á þessari gjöf Njarðar, n.l. á kolum og mó, sem eldsneyti, þó dýrmæt hafi þótt og þyki enn, sem hitalind og sem orku- gjafi og þó gefið hafi þau ýmsum Evrópu-þjóðum mikil völd og auð- legð, svo sem Bretum, Þjóðverjum, Belgum og Frök"kum, einnig öðr- um þjóðum austan hafs og vestan. Kol og mór, í hverri mynd, sem þau eru brend, eyða meir en jafnvigt sinni af lífsloftinu oxygen og mynda um leið gastegundina kolsýru, fyrst einsýringinn, sem er baneitrað gas, síðan tvísýringinn, vanalega kolsýru, sem gerir tvitugfalt sína vigt af andrúmslopti óhæfa til innöndunar. Eins og áður er sagt, er atom vigt kolefnis 12, en oxygens 16. Þegar kolum eða mó er brent, sameinast 12 kg. kolefnis við 16 kg. oxygens og mynda fyrst einsýrings-kolsýru 28 kg. að vigt, nærri eins þétta og loptið, rúml. 21 ten.m., síðan sameinast kolefnið (12 kg.) öðrum 16 kg. af oxygen og myndar 44 kg. af kolatvísýringi, vanal. kolsýru. Þann- ig hafa þessi 12 kg. kolefnis framleitt 44 kg. kolsýru, þ. e. ellefu ' þriðja = 3% vigtar sinnar af óhóllu gasi, (sem er h. u. b. 1% sinnum þyngra en lopt, svo að hver tén. m. af því vegur 2 kg. Við brenslu 12 kg. kolefnis myndast því 22 ten. m. kolsýru (COa). En það gas gerir tvítugfalt sína vigt af andrúmslopti, óhæft til innöndunar. Hver 5 kg. kola sem geyma 60%kolefnis, þ. e. 3 kg. kolefnis alls, eyða því, fyrst 4 kg. lífslopts og mynda um leið 7 kg. eða 7 ten.m. kolaeinsýrings (CO) eiturgas og síðan, ef nóg lopt er til, öðrum 4 kg. lífslopts og mynda um leið 11 kg. kolatvisýringsins (CO2), sem er eins og þegar er sagt hálfu öðru sinni þyngra en lopt og leitar því niður til jarðar úti, en gólfs inni, og gerir samkvæmt trúverðra lækna áliti 20 falt sína vigt af andrúmslopti, óhæft til innöndunar. En 20 sinnum 11 kg. eru 220 kg. sem svarar til 166 ten. m. andrúmslopts. 10 kg. sömu kolategundar eyða auðvitað tvöfalt meira lífslopti, n.l. 16 kg. lífslopts og mynda 22 kg. kolsýru sem gerir tvítugfalt sína vigt þ. e. 440 kg. eða 330 ten. m. andrúmslopts óhæft til innöndunar. Með öðrum orðum hvert kg. kola, sem geymir 60% kolefnis, eyðir 1,6 kg. af lífslopti og framleiðir 2,2 kg. af kolsýru (CO2) og gerir 33 ten. m. andrúmslopts óhæfa til innöndunar. Hver smálest sömu kola, sem brend er, gerir auð- vitað 1000 sinnum betur, eyðir 1600 kg. eða nærri jafn mörgum ten. m. /

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.