Fylkir - 01.01.1927, Page 61

Fylkir - 01.01.1927, Page 61
63 íslandi er a. m. k. 800 millim. á ári til jafnaðar. 1,2—1,3 m. sunnan- lands og tæpir 400 cm. þar, sem minst úrkoma er hér norðanlands. Annars eru þær mælingar altof ónákvæmar, t. d. er enginn regnmælii til hér á Akureyri! þrátt fyrir alt gumið um framkvæmdir Veður- athugunar-stofunnar og allar hinar háu fjárveitingar til hennar, 20—40 þús. kr. á ári! Gerandi ráð fyrir að úrkoman sé 0,8 m. á ári til jafnaðar, allt úit á strandabrúnir landsins, um 5—6 hundruð metra yfir sjávarmál, eða á % landsins (rúml. 80 þús. ferkm.), þá gerir það á hverju ári 64 millionir ten.m. vatns, en á hverri sek. h. u. b. 2000 ten.m. eða tonn metra, sem falla til jafnaðar 400—600 m., segjum 500 m. hæð á leið sinni til sjávar. Sé 50% af þeirri orku virkjanlegt, gerir það h. u. b. 5 millionir túrbínuhestöfl, en úr þeim fást, þó leiðslur séu nokkuð langar, sé vel um búið, U milliónir árshestöfl rafmagns, eða 3 milli- ónir kílóvatt til afnota á heimilum, eða sem nægir handa 3 milliónum landsbúa, ætlandi 1 kílóvatt á mann. Meiri orku þarf ekki til hitunar, suðu, ljósa og iðnaðar í almennings þarfir, ef húsin eru af nokkru viti bygð. Sem orkulind í samanburði við kol og steinolíu, gefur hver hestafls- stund rafmagns hvort sem vill, 600 hitaeiningar til hitunar, eða 700 kertaljósa birtu, séu wattlampar notaðir. Er það ljósmagn, sem svarar 1(4 kg. steinoiíu, þ. e. 60 aura virði, þegar steinolían selst á 40 aura kg. En til hitunar gilda 600 hitaeiningar ávið % kg kola, sem gefa til afnota 3000 he. hvert kg. Það er 1 eyris virði, þegar kol seljast á 50 kr. smál., en Vs meira, ef þau seljast á 60 kr. Sé orkan notuð 6250 kl.st. á ári, gildir hvert hestafl rafmagns til hitunar á við 1250 kg. kola, þ. e. 1!4 smál., sem á 60 kr. smál. kostar 75 kr. Fjórar milliónir rafmagnshestöfl gilda því til hitunar og iðnaðar, aflið notað eins og hér er sagt, 6250 kl.st. á ári hvert hestafl, á við 5 milliónir stnál. af kolum. En það vörumagn á 40 kr. smál. gerir 200 milliónir kr. á ári; en seljist kol á 60 kr. smálestin, er raforkan 300 millión fcr. virði á hverju ári. — Sé orkan seld, eins og áður er sagt, hverjum notanda, hestafiið á 100 kr. á ári, og geti menn notað aflið alt við þvi verði, þá gildir orkan ca. U00 milliónir kr. á ári. — Því ekki nota þessa orku í stað kola og annars eldsneytis, ólíkt meir en gert er? Aðeins rúml. 2000 túrbínu hestöfl eru ennþá notuð. Þar af rúmi. 1000 í Reykjavík og 300 á Akureyri, aðeins tæplega einn tvöþúsund- asti hluti þeirrar orku, sem til er í landinu. — Er það vegna peninga- leysis að ekki er meir notað? Hve háa peningaupphæð þyrfti til að rafhita og raflýsa hvert einasta íbúðarhús á landinu? Með álíka kostnaði og vanalegt var á raforkuverum fyrir heimsófriðinn, nl. 200 kr. hvert túrbín-hestaíl við orkuverin, þyrfti nægileg orka til að

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.