Fylkir - 01.01.1927, Page 68

Fylkir - 01.01.1927, Page 68
70 tólg til ljósa, eins og siður var fyrir 40—50 árum síðan, og lofa Bret- um að eiga kolin sín og steinolíuna líka á meðan heims ófriðurinn varaði. Þegar styrjöld er fyrir dyrum, sæmir fólki ekki að ganga í silki og purpura, eða skemta sér á dansleikjum, lifa í vellystingum og eyða fé til óþarfa. Bretar hefðu varla sett íslendingum neina afarkosti, ef ís- lendingar hefðu ekki haft nein viðskifti við hinar stríðandi þjóðir, með- an á ófriðnum stóð, og þeir hefðu virt íslenzkar vörur meir, ef Islend- ingar hefðu ekki þurft neitt til þeirra að sækja. Einnig máttu fslend- ingar vita, að þegar eftir ófarir Þjóðverja, yrði sér og öllum Skandi- növum hætta búin. Því heimsófriðurinn átti aðal upptök sín í ógurlegri eyðslu, ofvexti borc/anna, eyðingu landsbygðanna og sívaxandi atvinnu- ieysi, álögum og þjóðskuldum, sem stöðvuðu flestar arðberandi fram- kvæmdir og friðsamlega stjóm. — Nýlendu-þrætan og verzlunar- þrætan voru afleiðing af þeim vandræðum, en ekki þeirra orsök. Hagskýrslur fslands á árunum 1914—1918, sýna glögt og greinilega, einkum yfir árin 1914—1916, hve mikið landsbúar fluttu inn árlega af varningi, sem þeir gátu án verið og sem óráðlegt var að kaupa meðan ófriður stóð fyrir dyrum. Um 9% af verðh. aðfl. vara, var munaðar- vörur, svonefndar nýlenduvörur; um 12%, vefnaðar vörur; 5%, trjá- viður og Cement; 16% aðfl. eldsneyti og ljósmeti; 24—30% veiðarfæri o. fl. til sjávarútvegs; en aðeins um 23% aðfl. matvörur (sbr. 28. og 29. bls. VII. árg. Fylkis). Meðan tveir-þriðju hlutar mannkynsins fómuðu tug-milliónum sinna hraustustu sona til að minka örbyrgðina, fækka iðjuleysingjun- um í stórborgunum og kenna hinum, sem ekki fóm út á vígvöllinn, að lifa spart og vinna fyrir sér, sóuðu íslendingar tug-milliónum króna fyrir munaðarvömr, klæddu sig í silki og skemtu sér við samspil og bíó, og settu sig í skuldir heldur en að neita sér um það alt. í því var kaupstaðafólkið fremst. — Eini rétti vegurinn var sá, að halda sér al- veg fyrir utan stríðið og ekki skifta við neina hinna stríðandi þ'jóða. En það var því aðeins mögulegt, að landsbúar lifðu af landbúnaðinum einum. En það því aðeins hægt að gamia búskparlagið væri almennt. Með því lagi má verjast hafísum og heims ófriði nokkur ár. — Það er því ekki neinum sérstökum stjómmálaflokki að kenna, né kaupstöðun- um eingöngu, að þjóðin ber nú þunga skuld á baki. — Það er breyttum lifnaðarháttum og landsmönnum sjálfum að kenna. Ei heldur er það al- veg rétt hermt, sem einn háttvirtur þingmður gaf í skyn fyrir 2—3 ár- um síðan, nl. að kafbátahemaður og yfirgangur ófriðarþjóðanna og þar af leiðandi verzlunar-erfiðleikar, hafi verið aðal örsök í því, að útgjöld landsins hækkuðu svo gífurlega á stríðsárunum. Orsökin var hjá landsmönnum sjálfum, nl. sú, að leyfa Bretum að setja sér nokkra afarkosti og kaupa nokkuð af þeim með ránsverði. Grænlendingar og J

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.