Fylkir - 01.01.1927, Page 70
72
annarar meiri, eins og raun varð á. Stjóm íslands var þá þegar komin
út á hina hálu og hættulegu braut lántaka erlendis og það á meðan
sjálfstæði og fullveldi hins íslenzka þjóðfélags var talið þess æðsta tak-
mark. Því lánsfé var ekki varið til að virkja orkuvötn fslands og um
leið rafhita og raflýsa híbýli almennings, né til að vinna áburð úr lopt-
inu, svo nauðsynlegan til arðberandi jarðræktar, né til að vinna málma
úr bergtegundum landsins. Fé landsmanna fór mest til sjávarútvegs-
ins, til kola og munaðarvöru-kaupa og til ýmiskonar tildurs og hégóma,
og lánsféð fór stundum til að afstýra tekjuhalla og gjaldþurð vegna
sívaxandi útgjalda.
Þegar svo heims-ófriðurinn skall á, voru landsmenn alveg óviðbúnir,
áttu hvorki nóg eldsneyti til að hita heimili sín, né matárbirgðir til
næsta árs, né klæðnað til hversdags og hátíða, né efni til að endur-
reisa hrörleg hús og bæi. Fráfærur og skyrgerð höfðu lagst niður víð-
ast hvar, vegna fólkseklu til sveita, svo einnig tóvinna og heimilis-iðn-
aður sveitafólks. Stúlkurnar og piltarnir flestir komnir til kaupstað-
anna til að vinna við fisk og síld á sumrum, en skemta sér, menta sig
pxmta sig á vetrum. Allt eða því nær allt þurfti að kaupa frá útlönd-
um, fæði, klæði, skófatnað, eldsneyti og Ijósmeti, ofna, lampa, lampa-
kveiki, steinolíu og húsavið, títuprjóna og hárnælur. — Það gekk
fyrsta ófriðarárið, en árið 1916 kom snurða á örlagaþráð íslands. —
Bretar, hinir hákristnu og voldugu Bretar, létu það boð út ganga
snemma árs 1916, að íslendingar hér á landi mættu alls ekki verzla
við Þjóðverja né aðra stríðs aðila en sig, meðan ófriðurinn varaði,
annars fengju fslendingar engin kol, né steinolíu né aðrar nauðsynja-
Vörur hjá sér, og sömuleiðis yrðu íslendingar að selja vörur sínar við
því verði, sem Bretum sýndist hæfilegt, og kaupa Brezkar vörur við
því verði, sem Bretar ákvæðu.
Næsta ár, 1917, varð nær H millión króna verzlunarhalli. Fyrir út-
fluttar vörur fengust 29% millión króna, en verðhæð aðfluttra vara
nam 43 milliónum kr. Um leið varð skuld landssjóðs næstum 14 milli-
ónir króna. í lok næsta árs (1918), er þjóðskuldin orðin 19% millión
króna. Þá var ísland opinberlega viðurkent sem sjálfstætt or/ full-
valda ríki. Þá fengu fslendingar fult frelsi til að liggja undir ógur-
iegri skuldabyrði eða afborga hana sem fyrst, ellegar í þriðja lagi,
drepast og gefa betri mönnum land sitt til eignar og ábúðar. Þeir
höfðu eins og frændurnir fótalausu bitið á öngulinn og Jón Boli kippti
að sér færinu og innbyrti þorskinn.
Af töblu, sem birtist á 55. bls. III. árg. Fylkis, má sjá hvernig tekj-
ur og útgjöld margfölduðust á árunum frá 1876—1913. Á fyrstu 17 ár-
unum þrefaldast gjöldin en tekjunjiar aðeins tvöfaldast. Arið 1901 eru
tekjumar þrefalt hærri en 25 árum áður, en gjöldin ferfalt hærri. Ár-