Fylkir - 01.01.1927, Page 78
80
um núverandi fjárm.ráðh. efna illa loforð sín, að leysa landið úr skuld-
um og sumir íhaldsmenn eru ekki alveg ánægðir með fyrirætluð störf
sem seinna lánið á að styrkja. En Framsóknarflokkurinn hefir ekki
verið nógu sterkur til að hafna frumvarpi Stjórnarinnar um leyfi
handa Landsbankanum til að taka 9 millión kr. lán vestan hafs. í
Neðri Deild hafði sá flokkur þó, að jafnaðarmönnum meðtöldum, fleiri
atkvæði, en sat af sér tækifærið og feldi ekki stjórnarfrv., sem með
4% millión kr. láninu nærri tvöfaldar skuldir ríkisins um leið og það
er tekið.
Hverjar eru helztu orsakir fjárhagsvandræðanna?
Fyrst og fremst gengishæklcun krónunnar á árunum 1924 og 1925,.
segja Tímamennirnir, leiðtogar Framsóknarflokksins (sbr. Tímann s.
L vetur).
Þeirri kenningu hefur fjárm.ráðh. rækilega mótmælt í grein sinni
Gengi og fjárhagur, sem birtist s. 1. Febr. í bl. Vörður. í þeirri grein,
segir fjárm.ráðh., núverandi fjárkreppu stafa að nokkru leyti af rýrn-
un útfl. sjávarafurða, en mestmegnis af lágu verði á íslenzkum afurð-
um. Allar kreppur, segir fjárm.ráðh., sem yfir ísland hafa gengið á
þessari öld, stafa af einni og sömu orsök, lágu verði af ísí. afurðum í
samanburði við alment vöruverð í heiminum, eða á þeim vörum sem vér
flytjum til landsins (sbr. 5. tbl. Varðar þ. á.).
Hér er ekki rúm til að rökræða staðhæfingar Tímans né röksemdir
fjármálaráðherrans; en svo mikið er víst að bæði hann og andstæð-
ingar stjórnarinnar gengu næstum þegjandi fram hjá tveimur megin
orsökum núverandi fjárkreppu, jafnt sem þeirra, sem á undan henni
hafa gengið síðan 1914.
Megin orsök þeirra allra hefur verið gífurleg innkaup útlendra vara
sem engin vissa var fyrir að útfluttar ísl. afurðir gxtu borgað • þau
innkaup,mcs tmegnis til að halda áfram alt of djarfri sjávarútgerð og
um leið fullnægja sívaxandi kröfum og þurftum sí-fjölgandi kaupstaða-
lýðs, sem sat þar nauðugur viljugur, með meir og minna sviknar vonir,
Önnur orsök fjárhags vandræðanna var dæma-fá eyðslusemi á því nær
öllum sviðum þjóðlífsins, nema, ef til vill, í afdölum og fjalla-bygðum
landsins.
Sannanir fyrir þessu eru gefnar í II. til IX. árg Fylkis. Af skýrslum
þeim, er þar eru birtar, einkum II. III. VII. og IX. árg., má sjá hví-
líkum feikna upphæðum landsbúar hafa fleygt út fyrir munaðar og ó-
þarfar vörur og hve ógurlegar upphæðir hafa farið til sjávarútvegsins.
í samanburði við það, sem varið hefur verið til landbúnaðarins, sem þó
hefur framfært fullt helming ef ei % allra landsbúa. Einnig sýna þær
að eyðslan fyrir munaðarvörur hefur næstum tvöfaldast á þessari öld.
Hver eru bjargráðin? Stýfa krónuna og breyta um stjórn, segja