Fylkir - 01.01.1927, Side 87
89
aðar tillögur í þá átt, birtar í þessu riti fyrir nokkru síðan og í skrifum
til alþingis.
þess skal og getið að síðastliðið ár og árið 1925 samdi útgefandi Fylkis
yfirlit yfir mælingar og útreikninga, gerða á síðustu 10—11 árum, fimtán
vatnsorku-svæða, sem til orða hefur komið að rafvirkja í þarfir almennings.
Hafa þau til samans nóga orku til að framleiða 60—70 þúsund kilow. En
það er tvöfalt sú orka, sem nægir til aimennrar herbergjahitunar, Ijósa og
iðnaðar í þarfir almennings, þó Norðurland telji nálægt 30 þúsundir
manns, eða 4 til 5 þúsundum flefri en Norðurland telur nú. Verður þessa
yfirlits getið nánar svo fljótt, sem kringumstæður leyfa.
Önnur erindi hefur útgefandi þessa rits ekki að flytja nú, en hann hef-
ur þegar minst á og jafnvei rökrætt í fyrri útgáfum þessa rits og ýmsum
blöðum h'T norðanlands og sunnan, þar á meðal járnbrautarmálið, n. I.
lagning járnbrautar um suðurland, endurvakið fyrir 12 árum síðan, til
sællar minningar; sömuleiðis virkjun helsta vatnsfalls íslands, Þjórsár o.
fI., til að koma upp »stóriðnaði« hér á landi með auðmanna starfsfé, út-
lendu, að nafninu til, en í raun og veru upp á landsmanna eigin ábyrgð
og kostnað.
Þess skal einnig getið, að útgefandi Fylkis hefur á síðustu 9 árum þegið
af oplnberu fé 8200 kr. ísl. þ. e. sem svarar 900 kr. á ári til jafnaðar, eða
tæpt 1 eyrir á hvern landsbúa. Upphæð þessi er að vísu aðeins einn átján-
þúsundasti þeirrar upphæðar, sem farið hefur til opinberra gjalda íslands
á síðustu 12 árum, n. I síðan 1915, þegar höf. þessara lína byrjaði at-
huganir sínar og rannsóknatilraunir hér norðanlands; en hún er alt of há,
ef steinasöfnun og jarðtegundarannsóknir hans hafa verið óþarfar og starfið
gagnlaust verk, eða ekki vert ofangreindrar upphæðar. Þessvegna vill sami
elcki þiggja neinn styrk af almannafé til nýnefndra rannsókna, nema nyt-
semi þeirra sé viðurkend og sú upphæð nægi honum til lífeyris og við-
unanlegra framkvæmda. En þær eru því aðeins mögulegar, að hentugri
rannsóknarstofu sé komið upp hér norðanlands með tilheyrandi áhöldum,
þó hún og þau kosti alls fimtíu þúsundir gullkróna eða rúmlega tvær
krónur gulls á hvern Norðlending. — Treystandi því, að Norðlendingar
sjái ekki eftir svo lítilli upphæð, né Akureyri sjálf eftir helmingi hennar
(25 þús. kr. gulls, þ. e. um 30 þús. kr. ísl ), sem er aðeins 'U þess, sem
farið hefur til bíósýninga og opinberra skemtana á síðastliðnum vetri,
sendir útgefandi Fylkis Norðlendingum kveðju sína og óskar þeim góðs
og heillaríks sumars.
Akureyri, 10. Mai, 1927.
F. B. >1.