Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.11.1968, Blaðsíða 6

Verkamaðurinn - 24.11.1968, Blaðsíða 6
Yrði að okkar ráðum farið í þessum efnum og fleirum álít ég, að með tímabundinni launa- jöfnim og ströngum ákvæðum um hámark launa og gróða, a. m. k. meðan við erum að feta okk- ur út úr bráðasta vandanum, væri vel fært, þrátt fyrir allt, að halda almennum launakjörum verkalýðsstéttarinnar óskertum. Ef að ráðamönnum er það alvara, að þjóðin öll verði að bera byrðarnar hefði það óneitan- lega verkað sannfærandi ef t. d. ráðherrarnir og efnahagsspekingarnir hefðu gengið á undan og skert laun sín niður í segjum bara 250 þús- und krónur og kratar og aðrir á ríkisjötunni af- salað sér launum af bitlingum yfir því marki. En ég tel það bæði skömm og hneyksli, að skerða kjör almennra verkamanna, sem hafa lít- ið yfir 100 þúsund krónu árstekjur miðað við fulla atvinnu meðan fastlaunaðir hátekjumenn, braskarar og bitlingalýður hirða í laun marg- faldar og jafnvel tugfaldar þær tekjur. ★ — Hvað um atvinnumálin? — Ég held, að flestum sé nú ljóst, um ástand og horfur í atvinnumálum, að við ekkert verður jafnað, nema upphaf kreppunnar á árunum milli stríða, og er þar ekki síður um mikilvægt baráttumál verkalýðsins að ræða, en sjálf launa- kjörin í þrengstu merkingu. En ekki verður betur séð en ríkisstjórnar- flokkarnir hyggist ekki að sinni gera neitt í þeim málum til úrbóta, annað en bíða eftir því, hvernig „tilraunastarfseminni“ við gengisfell- inguna reiðir af, þrátt fyrir allt sitt tal og há- stemmdar yfirlýsingar um nauðsyn þess, að tryggja öllum vinnufúsum höndum verk að vinna og enda þótt atvinnuleysisvofan standi nú í dyragættinni. Ég hef beitt mér fyrir því í viðræðum stjórn- málaflokkanna, að tafarlaust verði sett á lagg- irnar stofnun með aðild verkalýðshreyfingar og vinnuveitenda, sem hefði það hlutverk, að fram' kvæma allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að full atvinna væri tryggð í landinu, og að þessari stofnun væri fengið nægilegt fjármagn til umráða. Ég hef ástæðu til að ætla, að slíkt fjármagn væri fáanlegt bæði á Norðurlöndum og e. t. v. í Vestur-Þýzkalandi. Þessar tillögur hafa ekki mætt neinum skilningi. Það verður því hlutverk verkalýðssamtakanna að knýja slíkar eða hlið- stæðar ráðstafnir fram og tel ég ekkert sam- komulag um kjaramálin almennt hugsanlegt án þess. ★ — Hvernig telur þú að verkalýðshreyfingin sé undir það búin skipulags- og fjárhagslega að heyja erfiða baráttu nú og næstu ár? — Ég álít að í þeim efnum sé hún vanbúin til stórræða. Skipulagið er að ýrnsu leyti úrelt eftir að hafa staðið óbreytt frá frumbýlingsár- um samtakanna. í skipulagsmálum standa nú fyrir dyrum nokkrar breytingar. Þar er þó að- eins um byrjun að ræða en enga endanlega lausn, og raunar formbreytingar einar, sem engum úrslitum ráða um afl hreyfingarinnar eða samtakamátt. Fjárhagslega er hreyfingin illa í stakk búin og tel ég það höfuðatriði að í þeim 8 — Verkamaðurinn 50 ára efnum verði alger umbylting á næstu árum. Ég er á þeirri skoðun að verkalýðshreyfingin geti ekki og megi ekki einskorða starfsemi sína við þrengstu svið kjaramálanna, heldur þurfi að láta til sín taka sífellt fleiri svið þjóðlífs og þjóðmála; að hún þurfi að vera virkari á fjölda mörgum sviðum annarra hagsmunamála, en launakjaranna. Ég tel, að í rétta átt hafi miðað í þessum efnum á síðustu árum undir forystu Hannibals Valdimarssonar og vil ég þá t. d. nefna stofnun Sparisjóðs alþýðu (sem ég tel að eigi að verða vísir að stórauknu fjármálavaldi verkalýðshreyfingarinnar), og sömuleiðis hið glæsilega upphaf að byggingu orlofsheimila sunnnlands og norðan. Þá hafa verkalýðsfélög- in filjað upp á góðri byrjun á sviði trygginga- málanna með stofnun sjúkrasjóðanna. Ég tel að þessar framkvæmdir með öðru hafi á síðustu árum glætt svo skilning verkafólks á víðtækri málefnalegri samstöðu ofar pólitískum flokka- dráttum, að nú sé jarðvegurinn undirbúinn und- ir miklu stærri átök á þessum sviðum. Allra næstu verkefni, sem ég tel að verkalýðshreyfing- unni beri að snúa sér að og víkka með því út starfssvið sitt eru: Stofnun verkalýðsskóla, sem geti tryggt verka lýðshreyfingunni marga og hæfa forystumenn og starfsmenn, myndun hagstofnunar fyrir verka lýðshreyfinguna; og stóraukin afskipti af trygg- ingamálum og verzlunarmálum í samstöðu við samvinnuhreyfinguna. Þá tel ég að þurfi að gera sérstakar nýjar ráð- stafanir til að gera verkalýðshreyfinguna alla og einstaka meðlimi hennar virkari í starfi og tengdari þeim verkefnum, sem vinna þarf að á hverjum tíma. Kemur þar margt til greina, en sérstaklega vildi ég nefna það, að ég tel það óhæft, að verkalýðssamtökin hafi ekki yfir myndarlegu málgagni að ráða, en neyðist til að túlka málefni sín og kynna þau eingöngu á fá- mennum félagsfundum eða gegnum blöð stjórn- málaflokkanna./ ★ -— Hvernig mundi hægt að tryggja þelta fjárhagslega? I dag eru fjármál samtakanna eingöngu byggð á tiltölulega mjög lágum árgjöldum, sem jafnvel komast niður í 200 krónur á ári. Mega allir sjá hversu öruggur grundvöllur það er fyrir öfluga starfsemi! Hefur það í bezta falli dugað hjá stærstu fé- lögunum til að tryggja ofhlöðnum starfsmanni eða mönnum sultarlaun fyrir langan vinnutíma án þess að þau eða sérgreinasamböndin né heild- arsamtökin hafi getað veitt þá þjónustu sem tímamir gera kröfu tiL Ég álít að gerbreyta þurfi gjaldakerfi félag' anna, t. d. með því að breyta félagsgjöldunum í vikuleg gjöld eða prósentu af launum sem inn- heimt séu vikulega. í mínu stéttarfélagi hefur sú nýbreytni verið reynd síðustu 2 árin að innheimt er vikulega ákveðinn hundraðshluti af greiddum vinnulaun- um, en auk þess greiða félagsmenn lágt, fast ár- gjald. Þessi nýbreytni hefur reynzt mjög vinsæl og hefur breytt fjárhagsgrundvelli þessa stéttar- félags mjög mikið til batnaðar og þar að auki reynzt mjög auðveld í framkvæmd. Ég held að þessi tilhögun geti a. m. k. að ein- hverju leyti orðið fyrirmynd fyrir önnur stétt- arfélög í landinu. ★ — Að lokum, Björn, hvaða lærdóma viltu draga af hálfrar aldar afmæli „VERKA- MANNSINS“. Saga Verkamannsins í hálfa öld er merkileg saga og útúr henni má í raun lesa alla megin- drættina í þróun pólitískrar og faglegrar verka- lýðshreyfingar, og lífsbaráttu alþýðu á þessu tímabili. Ekki aðeins á Norðurlndi heldur um landið allt. Sögu um baráttu, um sigra og ósigra, miklar vonir og sár vonbrigði, djarfar fyrirætl- anir, samheldni og sundrungu, stóra áfanga og örlagarík mistök. Sjálf tilvera blaðsins óslitin allan þennan langa tíma er óbrotinn minnisvarði um það, að þrátt fyrir allt varð þráðurinn aldrei slítinn og að ávallt reyndist sú fáliðasveit, sem stundum stóð ein og einangruð að útgáfu þess, nægilega sterk til þess að halda kyndli barátt- unnar fyrir málstað verkalýðshreyfingarinnar á lofti, hverjir stormar, sem að honum blésu. Verkamaðurinn hefur verið mitt blað í meira en þriðjung aldar og ég var víst ekki nema 16 eða 17 ára þegar ég gerðist sjálfboðaliði við að skrifa smágreinar og þýða erlendar fréttir fyr- ir blaðið. Síðar urðu tengsl mín við blaðið nán- ari og um nokkur ár var ég ritstjóri þess í hjá- verkum. Sá tími varð mér ómetanlegur skóli, sem veitti mér dýrmæta reynslu, og marga vini, sem ávallt reyndust mér því betri og ráð- hollari, sem meira reyndi á. Og þó er því ekki að leyna að „Blaðið“ hefur oft, þótt aldið sé að árum, verið brekabarn. Bæði undir minni ritstjórn og annarra hefur það oft sætt harðri gagnrýni bæði stuðningsmanna og mótherja og vafalaust átt hana skilið að meira eða minna leyti, en það hefur ekki og mun ekki heldur nú verða því að falli, rneðan meginstefna þess á sér grundvöll í baráttuhug verkalýðsstéttarinnar fyrir betri tíð og það sæk‘ ir til hennar þrótt og þrek. Og sízt mundi ég óska blaðinu þess á hálfrar aldar afmælinu að logn- molla og stöðnun yrðu einkenni þess, heldur miklu fremur þess, að um það héldu áfram að leika stormar nýrra hugmynda og nýrra tíma. Ó. H. Nýr flokkur Réff óður en þessar síður fóru i prentun lauk ó Al- þingi umræðum og atkvæðagreiðslu um vantraust ó ríkisstjórnina vegna gengisfellingarinnar og róðleysis í efnahags- og atvinnumólum. Var vantraustð fellt með öllum atkvæðum stjórnarliðsins (32) gegn at- kvæðum stjórnarandstæðinga (28). En við atkvæðagreiðsluna gerðist só sögulegi at- burður, að Björn Jónsson gerði grein fyrir otkvæði sinu og boðaði um leið, að hann og fleiri þingmenn Alþýðubandalagsins myndu fljótlega segja endan- lega skilið við þó fylkingu og gera róðstafanir til að þeir fengju sem aðrir tækifæri til að túlka sinar skoð- anir innan þings og utan. Er óstæða til að ætla, að þessi yfirlýsing sé upphaf þess að senn rætist þær vonir, sem oð undanförnu hafa verið lótnar i Ijós hér i blaðinu, að upp risi nýr, öflugur flokkur vinstri manna og verkalýðshreyfingar ó Islandi. Þ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.