Verkamaðurinn - 24.11.1968, Blaðsíða 33
FLETT BLÖÐUM —
Afkoma og efnahagur.
ÞaS má bæta því hér við, að
um þessi áramót hefur verið rætt
allmikið um ástand og efnahag
á Akureyri, og segir m. a.:
„Hver einasti verkamaður þarf
að hafa sig allan vicf til að geta
haft 1800 til 2000 krónur í árs-
laun. En það er minnzt á and-
stæðuna. Skattþegarnir í bœn-
um höfðu 1928 verið taldir
1061. Og samtals eru skattskyld-
ar eignir þeirra taldar kr.
6.282.334,00. Af þessu eru 16
menn taldir eiga krónur
2.576.300.00, eða 1.5% af skatt-
þegnunum á 41% af skattskyld-
um eignum. Af þessum 16 mönn
um eru 6 útgerðarmenn og 7
kaupmenn, 3 iðnaðar- og fram-
leiðslufyrirtœki. Undir þessa fáu
menn á meirihluti verkalýðsins
alla atvinnu sína að sœkja.”
Eftir áramótin birtist í blað-
inu saga, sem hét Bálförin. —
Virðist hafa farið í taugarnar á
einhverjum fínum frúm í bæn-
um, sem annast góðgerðastarf-
semi. Og þar sem sagan hafði
verið nafnlaus, en getsakir
uppi, hver hafi skrifað, þá lýsir
Halldór Friðjónsson sig vera
höfundinn.
í fyrsta tölublaði 1930 er
rætt um Söltunarfélag verkalýðs
ins. Það eru í þessu félagi 29
karlar og 12 konur, og starfsem-
in hefur gengið það vel, að þau
geta borgað 10% uppbót á laun,
þegar allt er gert upp. Hagnaður
varð af rekstri félagsins. Þetta
þykir benda til þess, að almenn-
ingur ætti að geta haft meira upp
úr vinnu sinni, ef allt kæmi til
skila.
í öðru tölublaði er sagt frá
því, að það sé búið að kjósa á
Norðfirði, Siglufirði og Vest-
mannaeyjum, og kosningarnar
hafa gengið vel, því Alþýðu-
flokkurinn á Norðfirði hefur
fengið 220 atkvæði, og 4 full-
trúa, íhaldið 160 atkvæði og 3
fulltrúa og Framsókn 91 at-
kvæði og 1 fulltrúa. — Á Siglu-
firði hefur Alþýðuflokkurinn
fengið 384 atkvæði og 5 full-
trúa, íhaldið 181 atkvæði og 2
fulltrúa, Framsókn 162 atkvæði
og 2 fulltrúa. — f Vestmannaeyj
um hefur Alþýðuflokkurinn
fengið 222 atkvæði, einn full-
trúa, íhaldið 830, 6 fulltrúa,
sprengilisti 381 atkvæði, 2 full-
trúa.
Ihöldin hrósa sigri.
f þriðja tölublaðinu er verið
að tala um kosningarnar, talað
um, að þær séu mjög þýðingar-
miklar, einskonar prófkosningar
fyrir verðandi Alþingiskosning-
ar.
Það er ekki fyrr en í 8. tölu-
blaði, 18. janúar, sem hægt er
að segja frá úrslitum bæjar-
stjórnarkosninganna 1930. B-
listinn, listi Alþýðuflokksins,
sem þá er farið að kalla lista
kommúnista að nokkru af and-
stæðingum, fékk 488 atkvæði og
kom að þremur mönnum, vant-
aði 9 atkvæði til að koma þeim
4. að. Framsókn kemur að þrem
ur og borgaraflokkurinn (eins
og hann er kallaður hér) kemur
að 5 mönnum. Og Verkamaður-
inn segir: „íhöldin hrósa sigri í
bráð.”
25. janúar er farið að tala um
alvarlegt mál: „Á ísland að
ganga í Þjóðabandalagið? Vilja
íslendingar tilheyra hernaðar-
bandalagi og gefa upp hlutleysi
sitt?“
í fréttum er ekki mikið, utan
hvað blágrár köttur, lítill, hef-
ur tapazt. Ingvar Guðjónsson
vantar handfæramenn á vélskip-
ið Hrönn. En svo er hér, allt í
einu, komin merkileg aðvörun:
Eftirtekt bifreiðaeigenda skal
vakin á því, að samkvæmt lög-
um nr. 56 frá 1929 eru þeir
skyldir til að kaupa tryggingu
fyrir bifreiðar sínar, að upphæð
kr. tíu þúsund fyrir hverja og
kr. 5 þúsund fyrir bifhjól, hjá
vátryggingafélagi, er ríkisstjórn
in hefur viðurkennt. Og það eru
vátryggingafélögin Danske
Lloyd og Baltic, sem eru viður-
kennd af ríkisstjórninni.
Alþingi hefur verið sett þann
17. janúar, og það gerðist nú,
þegar kosnir' voru forsetar að
Ásgeir Ásgeirsson var kosinn
forseti með 19 atkvæðum. Magn
úsi Torfasyni sparkað. Jafnað-
armenn kusu Jón Baldvinsson.
Sfalín fimmfugur.
Þess er ekki minnzt í Verka-
manninum fyrr en 1. febrúar, að
Stalín hafi orðið fimmtugur 21.
desember síðastliðinn. Nú er
þetta sá maður, sem að sögn
blaðsins, hefur hlotið þann heið-
ur að verða mest hataður og of-
sóttur allra manna, sem þá eru
uppi, af andstæðingum sínum.
Maður, sem hefur sagt við fé-
laga sína þar austurfrá: Þið
þurfið ekki að efast um það, að
ég er einnig í framtíðinni reiðu-
búinn til að fórna öllum kröft-
um mínum og dugnaði mínum
og, ef nauðsyn krefur blóði
mínu dropa fyrir dropa,
fyrir málstað verkalýðs-
ins, fyrir byltingu öreiganna og
I '
fyrir heimskommúnismann. —
Þar að auki hefur maðurinn
skrifað margar og merkar bæk-
ur.
Ingólfur Jónsson lögfræðing-
ur hefur verið kosinn bæjar-
stjóri á Isafirði, en í Hafnar-
firði hlaut kosningu Emil Jóns-
son, verkfræðingur.
Það er fróðlegt að líta yfir at-
kvæðatölur flokkanna þriggja,
sem 1930 störfuðu hér, og út-
koman verður sú, að Alþýðu-
flokkurinn hefur 7235 atkvæði,
yfir allt landið (kaupstaðina)
og Framsóknarflokkur 2066 og
íhaldsflokkur 9029. Og það
kemur fram, að Alþýðuflokkur-
inn hefur 36 fulltrúa í bæjar-
stjórnum og íhaldsflokkurinn
hefur einnig 36 og Framsóknar-
flokkurinn 8.
Þoð var mikill Ijómi af nafni Sfalins
ó órunum kringum 1930.
íslandsbanka lokað.
Og þá hefur íslandsbanka ver
ið lokað. „Bankastjórnin lýsir
ófœrt að halda bankanum áfram
nema ríkið ábyrgist. Ábyrgð
neitað. Fjárhagur bankans í
öngþveiti.“
Þá er brotizt inn í skrifstofur
KEA og stolið 700 krónum.
„Þetta er í þriðja sinn, sem fé-
laginu er gerður þessi glenning-
ur í vetur.“
Því skal nú skotið inn hér áð-
ur en lengra er haldið, að um
áramótin 1927 til 8 lét Halldór
Friðjónsson af starfi sem rit-
stjóri blaðsins og starfsmaður,
og tók stjórn Verkalýðssam-
bands Nórðurlands þá við rit-
stjórninni og var Erlingur Frið-
jónsson ábyrgðarmaður blaðs-
ins. Afgreiðslu þess annaðist þá
Jóhann Kroyer. í stjórn sam-
bandsins voru auk Erlings þeir
Einar Olgeirsson og Jón Guð-
mann. Verkalýðssamtökin voru
þá sterk hér og Erlingur kosinn
á þing 1927. Þeir Einar og Er-
lingur stjórnuðu svo blaðinu
framyfir áramótin 1930 til 31.
Fyrri hluta ársins 1930 eru
íslandsbankamálin mjög á döf-
inni og taka upp nokkurt rúm.
Bæjarstjórn Akureyrar hafði
raunar samþykkt að kaupa svo-
nefnd forgangshlutabréf í bank-
anum. Ritstjóm Verkamannsins
lýst ekki á það fyrirtæki.
Hér höfum við kauptaxta
Múrarafélags Akureyrar. Kaup
þeirra er frá 1. janúar til 15.
apríl 1930 krónur 1.40 um tím-
ann. Frá 15. apríl til 15. okt. kr.
1.50, en lækkar þá aftur í 1.40.
í marz er verið að tala um
kúabú fyrir Akureyrarkaupstað,
og talið vandræðaástand, að
það skuli þurfa að flóa mjólk-
ina, sem notuð er til heimilis-
þarfa almennings af ótta við
það, að annárs kunni hún að
færa eitthvert banvæni inn á
heimilin. Það mun einnig al-
mennings dómur, að sú mjólk,
sem þannig er meðhöndluð sé
lakari til manneldis, enda hefur
heyrzt, að læknar teldu hana
ekki hæfa sem barnafæðu, og
fer þá að sneyðast um kosti
hennar.
Það er eins og fyrri daginn,
að Framsókn og íhald eru á
móti Verkamanninum í þessum
málum, hafa ekki áhuga fyrir
kúabúi.
Drengir í snjó.
í blaðinu 1. apríl er sagt í
dálkinum „Ur bæ og byggð“:
„Einkennilegt atvik, sem nœr
hafði vatdið slysi, kom fyrir í
Innbænum á laugardaginn. Þrír
drengir voru að leika sér að því
að klífa upp snjóhengju framan
í brekkunni, en er minnst varði
sprakk hengjan fram og grófust
tveir drengirnir algerlega í snjó,
en einn þeirra stóð upp úr og
gat kallað á hjálp. Kom fólk að,
og voru drengirnir mokaðir
upp. Var annar þeirra orðinn
meðvitundarlítill, en hann náð-
ist. Snjóhengjur sprungu víðar
fram úr brekkunni, þó ekki yrði
að slysi.“
Drengirnir, sem lentu í þessu
slysi, í apríl 1930, eru enn við
lýði hér í bænum, ef ég veit rétt.
Þá hefur farið fram athugun
á fólksfjölda í bænum, og íbú-
arnir um síðustu áramót reynd-
ust vera 3613. „Það fœddust 129
börn árið sem leið, 49 dóu og
49 hjón voru gefin saman.
Fólksflestu göturnar í bœnum
eru þá Hafnarstrœti, með 492
íbúa, Aðalstrœti 484, Strandgata
340, Brekkugata 328 og Norður-
gata 317.“ Það hefur, að manni
sýnist, orðið allmikil breyting á
byggðaskipun bæjarins.
Átta tíma vinnudagur.
Á forsíðu blaðsins 5. apríl er
grein, sem heitir Átta tíma vinnu
dagurinn. „Frumvarp til laga
liggur fyrir yfirstandandi Al-
þingi um að lögfesta átta stunda
vinnudag í verksmiðjum. Hér
er á ferðinni eitt hið allra mesta
hagsbóta og menningarmál
verkalýðsins, sem enn hefur ver-
ið borið fram á Alþingi. Hverj-
um þeim verkamanni, sem vinn-
ur minnsta kosti sína 10 tíma
hvern vinnudag, er bezt kunnugt
um, hve þreyttur og sljór hann
er þá orðinn.
--------Með tíu tíma vinnu-
dag árið út og árið inn verður
œfin einn óslitinn þrœldómur,
líf verkamannsins eintómt strit
Jokob Árnason
var raunverulegur ritstjóri Verka-
mannsins ó annon tug óra, enda
þótt hann væri ekki nema lítið af
þeim tíma skróður ritstjóri og ó-
byrgðarmenn blaðsins voru ýmist
Þóroddur Guðmundsson eða Stein-
grimur Aðalsteinsson.
til að skapa gœði menningarinn-
ar án nokkurra tómstunda til að
njóta þeirra.“
Það er raunar eins og manni
finnist þessi grein hafi verið
skrifuð nú á þessum dögum, en
það er einkennilegt, að það er
rétt, sem segir einhvers staðar:
Sagan endurtekur sig.
Alþýðuflokkurinn hefur nú
lagt fram landskj örlista, og
hann verður A-listi. Á honum
eru þessi fulltrúaefni: Haraldur
Guðmundsson, ritstjóri, Erling-
ur Friðjónsson ritstjóri, Davíð
Kristjánsson bæjarfulltrúi Hafn
arfirði, Elísábet Eiríksdóttir
kennslukona Akureyri, Gunn-
laugur Jónsson bæjarfulltrúi
Seyðisfirði, Gunnar Jónsson
póstmeistari ísafirði.
Það kemur nú í ljós þann 19.
apríl, að það er kominn „haus“
á blaðið allt í einu, upplýsingar
um útkomu þess. Segir: Útgef-
andi Verkalýðssambnd Norður-
lands. Ritstjórn stjórn verka-
lýðssambandsins. Ábyrgðar-
maður forseti sambandsins Er-
lingur Friðjónsson. Afgreiðslu-
maður Halldór Friðjónsson.
Blaðið kemur út tvisvar á viku.
Árgangur kostar 5 krónur. Aug-
lýsingum sé skilað til stjórnar-
meðlima. Erlingur Friðjónsson,
Einar Olgeirsson og Jón G.
Guðmann.
Fyrsti maí er nú orðinn sjálf-
sagður hátíðisdagur, og þeir
hafa stækkað blaðið aðeins
þann dag. Það hefst á kvæði, er
heitir Það dagar, eftir Óskar
Magnússon frá Tungunesi. Það
er hvatningarkvæði, og endar
þannig:
Rennur nú dagur og roðar
himin
almúgans andvarp er orðið að
hrópi,
Framhald á bls. 37.
Verkamaðurinn 50 óra — 35