Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.11.1968, Blaðsíða 17

Verkamaðurinn - 24.11.1968, Blaðsíða 17
FLETT BLÖÐUM fjörSinn reis afar há flóðbylgja, er skall á vesturströndinni með því feiknaafli, að ekkert stóðst fyrir. Gekk sjórinn upp undir aðalgötu bæjarins neðan við Alalœkinn. Sópuðust sumar bryggjurnar alveg burt, en aðr- ar skekktust og brotnuðu meira eða minna. Skip, sem lágu við bryggjurnar innan á Tanganum löskuðust, og eitt skip, sem stóð uppi á landi austan við síldar- verksmiðju Goos, hrökk af skorð um og brotnaði. Stór mótorbát- ur, sem lá við stjóra upp við Roalds-bryggjur, tókst á loft og kom niður á hvolfi aftur. Stœrsta húsið, sem snjóflóðið féíl yfir, var síldarverksmiðja Evangers. Var þar geysimikið geymt af tunnum og salti. Hin húsin voru lítil og stóðu í nánd við verksmiðjuna og eitt útofan frá Neðri-Skútum. Umsjónar- maður verksmiðjunnar, Norð- maðurinn Sæter að nafni, bjó með konu og börnum í litlu húsi rétt við verksmiðjuna og öldruð hjón í öðru húsi lítið sunnar. Um hitt fólkið er blaðinu ókunn ugt enn. Um miðjan daginn í gœr, þeg ár blaðið hafði síðast fréttir af Siglufirði, voru þrjú lík fund- in: Sæters, Benedikts Gabríels Jónssonar og konu hans, hjón- anna, sem áður er getið. Annars hefur verið erfitt aðstöðu við leitina, því að bœði var illviðri á Siglufirði þar til um miðjan dag í fyrradag og hœttulegt að hafast við á snjóflóðasvœðinu stundu lengur og svo er krapa- hellan svo mikil í firðinum, að ómögulegt er að komast um hann. Tíðindamaður Verkamanns- ins á Siglufirði kvað óálitlegt að horfa suðaustur yfir fjörðinn, ávöl snjóbreiðan hátt upp ofan úr fjalli og fram á fjörð og þar fyrir framan krapið krökt af tunnum. Hefur þessi atburður slegið miklum óhug á Siglufjarð arbúa, eins og von er. Fjártjón- ið er ekki metið að fullu enn, en það hleypur sjálfsagt á milljón- um. Um 1850—60 hljóp stórt snjó flóð á sama stað og þetta. Það var sagt, að flóðbylgjan hefði gengið yfir aUa Siglufjarðar- eyri, en þá var þar sama og eng- in byggð. Síðustu fréttir: Bœrinn Engi- dalur, vestanvert við Siglufjörð, hefur farizt í snjóflóðinu með manneskjum og öttum búpen- ingi. Bœrinn er afskekktur og því óvíst um hvernig þetta gerðist. Bátur, sem fór framhjá í gær varð þessa fyrst var. Verið er að grafa í snjódyngjunni í dag. Aldrei hefur fallið þarna snjó- flóð fyrr, svo menn viti." Stórhugur bænda. Og síðan er farið að ræða um, hvað sé að óttast í sambandi við Alþýðuflokkinn. Hann hef- ur ekki boðað neina byltingu. Og Guðmundur skáld Friðjóns- son, bróðir bræðranna, sem núna eru að berjast fyrir jafn- aðarmennskunni, er á móti þeim. Um íslenzka bændur seg- ir hann, að þeir verði að snúast á sveifina til að vera íhaldsmenn í þjóðmálum. „Á aðalfundi Kaupfélags Ey- firðinga, sem haldinn var fyrir skemmstu samþykktu eyfirzkir bændur að leggja 100 þúsund krónur í kaup á flutningaskipi og 10 þúsund krónur œtla þeir að leggja til sjúkrahússbygging- ar fyrir berklaveika menn á Norðurlandi." „Suður-Þingeyingar hafa ákveðið að kaupa frá Ameríku mótorplóg, sem mun kosta um 14 þúsund krónur. Plóginn á að nota til stórfettdra jarðabóta. Skyldi það áreiðanlega vera hyggindaskortur, sem hefur kippt nefndum bœndum svona langt frá íheldninni hans Guð- mundar?" Fyrsti-maí dagurinn rennur í lífi þessa blaðs. Það er ekkert minnzt á hann sérstaklega. Hins vegar fæst góð ofnsverta og skó- sverta hjá Jóhanni Jónssyni, skó smið. Flugferðir. Það er farið að ræða flug- ferðir. Það er verið að stofna flugfélag í höfuðborginni. Þetta er merkilegt samgöngumál. „Það virðist liggja í augum uppi, að ef flugið hefur nokkurt verkefni að leysa, þá er það einkum í landi eins og Islandi, því að þœr stytta attar vegalengdir að minnsta kosti tífalt. Má svo að orði kveða, að þær breyti dag- leiðum í klukkutímaferðir og minna, ef miðað er við hinar erfiðu landferðir vorar. Á flug- vél, sem ekki er af hraðfleygari tegund, tekur ferðin til ísafjarð- ar tæpa tvo tíma, til Akureyrar rúma tvo tíma, til Húsavíkur rúma tvo og hálfan tíma, út á Langanes þrjá og hálfan, til Seyðisfjarðar tæpa þrjá og hálf- an, til Hornafjarðar tvo og þrjá fjórðu, til Víkur einn og hqlfan, til Vestmannaeyja eina klukku- stund og til Þingvatta 20 mínút- ur. Þetta er attt miðað við, að farið sé beint, og hraðfleygustu FRÍMANN B. ARNGRIMSSON barðisr lengi með lirlum sruðningi fyrir virkjun rallvarna. vélar fara þessar leiðir á helm- ingi skemmri tíma." Það má líka telja til frétta, að „Jóhann Sigurjónsson, skáld, kom með Sterling síðast, hélt hann áfram með skipinu lil Sauð árkróks, en kemur hingað bráð- lega aftur og dvelur hérna fram á nœstu mánaðamót. Ekki er blaðinu kunnugt um, hvort hann œtlar að lofa Akureyringum að hlusta á sig eina kvöldstund, en það myndi margur kjósa." Kosningar á Siglufirði. Siglfirðingar hafa kosið í bæjarstjórn. „A laugardag fyr- ir hvítasunnu kusu Siglfirðing- ar fyrstuf bœjarstjórn sína. Kjósa átti sex fulltrúa, og komu fram tveir listar: A-listi frá Verzlun- ar- og kaupmannafélaginu, og voru á honum Helgi Hafliðason kaupmaður, Sigurður Kristjáns- son kaupmaður, Guðmundur .Th. Arngrímsson læknir og séra Bjarni Þorsteinsson, Jón Guð- mundsson verzlunarstjóri og Stefán Sveinsson kennari. — B- Usti frá Verkamannafélaginu, og voru á honum séra Bjarni Þorsteinsson, Flóvent Jóhannes- son verkstjóri, Friðbjörn Níels- son kaupmaður, Hannes Jónas- son verkstjóri, Maron Sölvason trésmiður og Kjartan Jónsson trésmiður." Þarna sést nú, að það hefur sami maður verið á báðum list- um, enda komst hann að. „Kosningunni lauk svo, að B- listinn fékk 90 atkvæði gild og A-listinn 87. 20 atkvœðaseðlar voru ógildir. A kjörskrá voru 433 kjósendur, en vegna þess að verkamenn voru margir til sjós og kvenfólki var sama sem bann- að að sœkja kosninguna, þar sem hún fór fram þennan dag, var þátttakan ekki betri en þetta. Þrír efstu fulltfúar á hvorum lista hlutu kosningu, og skipa þessir þá nýju bœjarstjórnina: Séra Bjarni Þorsteinsson, Frið- bjórn Níelsson, Flóvent Jóhann- esson, Guðmundur lœknir, Helgi Hafliðason og Sigurður Krist- jánsson, auk hins nýskipaða l'óg reglustjóra, sem er sjálfkjörinn oddamaður bœjarstjórnarinn- ar. Og það er rætt um Lenin og verkefni hans og bolsevikkanna. Það er fylgzt með. Það er ekk- ert undarlegt. Hvaðan sem frétt- ir berast af starfsemi verka mannafélaga og kaupfélaga er sama sagan: Meiri mannúð, meiri samhjálp, betri efnahagur. Þeir skrifa frá Stykkishólmi 6. maí 1919, að það hafi orðið mikill árangur af starfsemi verkamanna þar, kaupgjaldið sé 80 aurar til króna í dagvinnu og 1.50 í næturvinnu og helgidaga- vinnu, og þeir hafi komið á hjá sér kaupfélagi, vísi til samvhmu- félagsskapar á Snæfellsnesi. Og 17. júní var haldinn há- tíðlegur hér í bænum að tilhlut- un U.M.F.A. Fánar blöktu, Hekla lék, lúðraflokkurinn, leik- völlurinn var fánum skreyttur og Matthías Jochumsson mælti fyrir Minni Islands, Júlíus Haf- stein fyrir Minni Jóns Sigurðs- sonar og Jón Sigurðsson á Dag- verðareyri flutti kvæði. Þá voru íþróttir, hlaup og stökk og knatt- spark. Um kvöldið dansskemmt- un í Samkomuhúsinu. Þetta var ánægjulegur dagur. Flogið yfir Atlantshaf. I útlendum fréttum er mark- vert, að á laugardagsnóttina var flogið yfir Atlantshaf, frá Ný- fundnalandi til Irlands og voru 16 tíma og 12 mínútur. í blaðinu 10. júlí 1919 er áberandi á forsíðu auglýsing: „Höfðavatn. Þeir, sem hafa tal- að við mig, að þeir hefðu í huga að festa sér pláss við fyr- irhugaða höfn við Höfðavatn austan Skagafjarðar, ákveði sig nú þegar. Akureyri 10. júlí 1919. Lúðvík Sigurjónsson." Þetta gæti verið í sambandi við ferð Jóhanns Sigurjónsson- ar, sem sagt var frá fyrir skömmu. Það átti ekki af Siglufirði að ganga: „Bruni á Siglufirði. Á mánudagskvöldið var brunnu húseignir H. Sjöstadts síldar- kaupmanns á Siglufirði til kaldra kola. Skaðinn er afar mikill. Slökkviáhöld voru í mesta ólagi og komu ekki að gagni. H. Sjöstad var einn af fyrstu norsku útgerðarmönnun- um, sem tóku sér bólfestu á Siglu firði og einn af stærstu síldar- útvegsmönnunum. En eldurinn breytti hans margra ára starfi í ösku." <. Og 17. júní er rætt um stjórn- arfrumvörp, meðal annars um kosningarétt og kjörgengi. Kosn ingaréttur og kjörgengi til óhlut- bundinna kosninga er 25 ár, til hlutbundinna kosninga 35 ár, jafnt fyrir karla og konur. Tölu þingmanna má breyta með ein- földum lögum. Laun embættismanna. Þá er talað um laun embættis- manna. Skrifstofustjórum í stjórnarráðinu á að greiða 5000 krónur, sem hækkar upp í sex þúsund, bæjarfógeti í Reykja- vík 5000—6000, bæjarfógetum á Akureyri, Isafirði og Seyðis- firði 4.600—5.600, landlækni 5000 til 6000, skógræktarstjóra i 200 til 4.400, biskupi 6000 til 7000, sóknarprestum 2000 til 3000, og auk hinna föstu launa fá allir embættis og sýslunar- menn landsins dýrtíðaruppbót miðað við verðhækkun á helztu nauðsynjum. Laun barnakenn- ara: kennarar, sem starfa við barnaskóla eða farskóla 6 mán- uði ársins skulu hafa í árslaun: Forstöðumenn barnaskóla í kaupstöðum 2000 krónur auk ókeypis húsnæðis, kennarar við kaupstaðaskóla 1500 krónur, for stöðumenn barnaskóla utan kaupstaða 1500 krónur og kenn- arar við þá skóla 1200 krónur. Forstöðumenn þessara skóla skulu einnig hafa ókeypis hús- næði, ljós og hita. Farskólakenn- arar skulu hafa 300 krónur, auk ókeypis húsnæðis, Ijóss, hita og þjónustu í sex mánuði eða jafn- gildi þessara hlunninda í pening um. Þeir fá dýrtíðaruppbót líka þessir. Og í fyrstu viku ágúst skeði þetta á Akureyri: „Tveir höfð- ingjar sáust fyrir skemmstu í faðmlögum á götunni. Var ann- ar bœjarfutttrúi en hinn útgerð- armaður. Vita menn ekki hvert verið hefur œttjarðarást, hjú- skaparást eða brennivínsást, sem felldi hugi þessara ágœtismanna saman í hjartnœm og grátklökk faðmlög á alfaravegi." Kjör sjómanna. Blaðið hefur rækt skyldur sín ar við sjómannastéttina ekki síð- ur en þá? sem í landi vinna, og sjómenn hafa skrifað í blaðið allt árið. Strax í 4. tölublaði er ávarp: „Hásetar. Þið stofnuðuð hásetafélagið síðastliðið ár. Sá félagsskapur hefur hingað til ekki verið nema nafnið tómt. Reynslan œtti þó að vera búin að sannfœra ykkur um það, að þið þurfið að hafa öflugan fé- lagsskap með ykkur. Kjör há- seta siðan dýrtíðin hófst hafa verið svo frámunalega léleg, að það gegnir stórfurðu, að útgerð armenn sJadi hafa getað smalað m'ónnum á skip sín fyrir sttk hungurlaun að upphæðinni til, og þar á ofan óviss. Utkoman er ttkp, attt annað en glœsileg, fjöldi manna ekki matvinnung- ar um hásumarið. Má nœrri geta hvernig heimilisástæður þeirra fjölskyldufeðra eru, sem koma heim á haustin með tvœr hendur tómar. Utlit barna þeirra margra hverra er líka þegjandi vottur þess, að þau lifa ekki sældarlífi. Nú hefur heyrzt, að útgerðarmenn hér séu setztir á rökstóla og farnir að skammta hásetum til nœsta árs. Er það ekki frámunalegt, svo að ekki verður með orðum lýst, að vinnukaupendur setji há- mark á vinnu þeirra manna, sem Framhald á bls. 21. Verkamaðurinn 50 ára — l^w
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.