Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.11.1968, Blaðsíða 61

Verkamaðurinn - 24.11.1968, Blaðsíða 61
 RITSTJÓRARABB Blaðið okkar er orðið fimmtíu ára. Allan þann tíma hef- ur það verið lítill, en sannur og stundum áhrifamikill, speg- ill verkalýðsbaráttunnar og þjóðmálaátakanna á íslandi. Það hóf göngu sína skörnmu eftir að verkalýðsfélögin tóku að gerast áhrifamikið afl í þjóðfélaginu og fastmótuð flokka- skipun komst á í stjórnmálunum. Verkamaðurinn hefur ver ið baráttutæki í mestu átökum verkalýðsins við valdastéttir þjóðfélagsins og hann hefur verið málgagn ákveðinna flokka í þjóðmálabaráttunni. Langtímum saman hefur honum ver- ið ritstýrt af stjórnmálamönnum og verkalýðsleiðtogum í fremstu röð, mönnum, sem þekkt hafa vald pennans og kunn- að að notfæra sér það. Þessvegna hafa áhrif þessa litla blaðs orðið mikil, og takist því áfram að halda því, sem löngum hefur verið aðall þess, hreinskilnin og heiðarleik- inn, verða áhrif þess einnig mikil á komandi árum. Saga Verkamannsins er öðrum þræði saga þess og sönn- un, að félög fæðast, eiga sín blómaskeið og hverfa síðan, flokkar eru stofnaðir og starfa, en leysast jafnoft upp og deyja. Einhverjir kynnu að kalla þetta sorgarsögu, en þetta er saga alls lífs. Og þetta er eigi síður fagnaðarsaga en sorg- ar: Nýtt líf fæðist jafnan í stað þess, sem deyr. Dauði tákn- ar ei endalok. Það voru nokkrir verkamenn á Akureyri, sem hófu útgáfu Verkamannsins á öndverðum vetri .1918. í nokkur ár héldu þeir útgáfunni áfram með styrk frá verkalýðsfélögum á Ak- ureyri og víðar. Svo var Verkalýðssamband Norðurlands stofnað og varð eigandi og útgefandi blaðsins um langt skeið. Eftir Verkalýðssambandið eignaðist Sósíalistafélag Akur- eyrar blaðið og annaðist útgáfu þess allt fram á þennan áratug, að Alþýðubandalagið gerðist jafnframt aðili að lit- gáfunni og tók loks alveg við blaðinu. Nú er það eign Kjör- dæmisráðs Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra og gefið út af því. Þó að blaðið hafi ekki nema hálfa æfina verið eign stjórn- málaflokks hefur það jafnan verið skeleggt málgagn ákveð- inna hópa eða flokka á stjórnmálasviðinu og ætíð þeirra, sem í mestum tengslum hafa verið við verkalýðshreyfing- una og bezt unnið henni: Fyrst studdi blaðið Alþýðuflokk- inn, eða meðan sá flokkur stóð undir nafni, þá Kommúnista- flokkinn, síðan Sósíalistaflokkinn og nú síðustu árin hefur það verið málgagn verkalýðsforustunnar innan Alþýðu- bandalagsins. Þannig hefur blaðið ætíð verið fyrst og fremst málgagn verkalýðshreyfingarinnar á íslandi, hver sem eigandi eða útgefandi hefur verið. Að því leyti er saga blaðsins heil- steypt og góð. En forustumenn flokka hafa verið misvitrir og misheppn- ir. Því hafa þau samtök, sem lengi áttu að standa og vel að vinna, oft orðið skammlíf og stundum reynzt andvana fædd. Alþýðuflokkurinn brást sínu hlutverki. Kommúnistaflokk- urinn fæddist fyrir tímann og dó ungur. Sósíalistaflokkurinn liggur á líkbörunum. Alþýðubandalagið hefur tekið sitt banamein. Velkamaðurinn hefur lifað allar þessar þrengingar af og bíður þess nú, að vinnustéttir þessa lands skapi sér nýtt baráttutæki á stjórnmálasviðinu. Að því hlýtur að reka, og miklu fremur fyrr en síðar, að Vinstri flokkur rísi á legg. Hvort sem líf hans verður lengra eða skemmra, það skiptir ekki öllu máli, hljótum við að vona, að það verði þróttmikill flokkur og ötull meðan hann starfar, fjöldaflokkur íslenzkra launþega, þar sem hreinskilni og heiðarleiki sitji í öndvegi, en jafnframt fullkomin festa og áræði til að bjóða ranglæti birginn og til að brjóta nýjar leiðir í verkalýðsbaráttumii og stjórn eins fámennasta þjóðfélags í heimi. Verkamaðurinn bíður þess að verða málgagn slíks flokks. Hinn nýi flokkur getur margt lært af mistökum fyrri flokka. Hann má ekki falla í þá gryfju Alþýðuflokksins að láta staðnaða eða afturhaldssama foringja hafa liðsmenn- ina að leiksoppi. Af Kommúnistflokknum getur hann lært það, að forskriftir að stjórn svo sérstæðs þjóðfélags sem okkar verða ekki sóttar til milljónaþjóða. Af Sósíalista- flokknum getur hann lært að varast einræði og ósveigjanleik, og af Alþýðubandalaginu hvernig ekki á að hyggja upp flokka. Flokkurinn verður að liafa þor til að læra af þeim mis- tökum, sem orðið hafa, og jafnframt skilning á því, að bæði verkalýðshreyfingu og stjórnmálaflokka verður á íslandi að móta eftir íslenzkum aðstæðum og með sérstöku tilliti tii okkar fámennis og atvinnuhátta. Ráð útlendinga kunna að vera góð í vissum tilvikum og gott að kynnast reynslu þeirra, en fyrst og síðast ber okkur að læra af eigin reynslu og treysta á eigin hæfileika og getu til uppbyggingar. Við meg- um aldrei ætlast til þess að aðrir hafi vit fyrir okkur. Við verðum að treysta á eigin vit, menntun, dugnað og hæfileika til að byggja upp íslenzkt þjóðfélag og íslenzka atvinnuvegi, íslenzkar menntastofnanir og íslenzkt efnahags- kerfi. Við þurfum öðru fremur að efla íslenzka þjóðernisvitund og þjóðernismetnað. Og í stað þess að vera betlarar í er- lendum kauphöllum eigum við að sýna öllum heimi, að við getum einir og óstuddir búið í þessu landi og hagnýtt auð- lindir þess á þann hátt, að hér geti allir lifað góðu lífi. Við skulum ekki keppa að auði og óhófi, en góðri menntun, sannri menningu, nægjanlegu lifibrauði og fullum mann- réttindum í frjálsu landi. Þessu marki er hægt að ná, sé ekki svikizt undan merkjum, dýrkaðir gullkálfar né trúað á falsguði. * A fimmtíu ára afmæli sínu óskar Verkamaðurinn íslenzk- um verkalýðssamtökum og baráttutækjum þeirra á fagleg- um sem stjórnmálalegum vettvangi allra heilla, þjóðinni gæfu og gengis. Þorsteinn Jónatansson. ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ Verkomaðurinn 50 ára — 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.