Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.11.1968, Blaðsíða 55

Verkamaðurinn - 24.11.1968, Blaðsíða 55
Undarlegt, hve lítil athöfn, getur orðið mikill örlagavaldur. Það eru ekki hin stóru stökkin, sem breyta sköpum einstaklinga og þjóða. Nei, mikhi fremur smátilhlaup, nauðaómerkileg at- höfn eða orð. Þvílík ósköp! Eg var búinn að vera bæjar- póstur til margra ára, næstum allt mitt líf. Ég þekkti hvurja manneskju í bænum og var allra vinur. Ógiftur, hæglátur og ástríðulítill bæjarpóstur. Hvers er af slíkum að vænta? Einskis. Hver veitir honum sér- staka athygli? Enginn. Það er að segja, ef hann gengur ekki 'upp úr hjólfarinu. Ef hann er altaf svona eins og ég var. Þang- að til.... 0, enginn skilur hjartað, eins og kellingin sagði. Hús nr. 13. (Einkennilegt nr. 13). Ég hafði borið þangað almennar rukkan- ir og fundarboð. Ekki oft, ekki reglulega. En alltaf þetta brúna umslag frá bankanum í hverjumj Hiánuði. Ég taldi það víxil. Og ég var oft að hugsa með mér: Skyldi ékkjan alltaf framlengja hann óbreyttan og aðeins um mánuð í senn. Það var tíma- sóun, já, skrítið. Ég hugsaði i,ekkjan", því það var hún, kon- an í nr. 13. Hún leit ekki út fyr- ir að vera blásnauð. En því þá að framlengja endalaust? Því ekki greiða víxilinn niður, ljúka þessu af? Nema ég er að fara heim að 13, með eitt þetta brúna um- slag.... (Hugsið ykkur: Ef hún hefði nú greitt upp síðast, þá hefði engin tilkynning verið send nú. Ég aldrei farið heim í 13 þennan dag------ og þá aldrei____) En það gerðu þessi heilabrot um víxilinn og allt þetta, sem maður tvinnar utan um náungann í tilgangslausum ferli daganna. Vitlaust að hugsa. ... Ég hringi dyrabjöll- unni. Ekkjan kemur til dyra eins og hún er vön. Falleg kona, þannig. Feitlagin og sæl í bragði eins og hún væri alltaf að baka jólabrauð.... Sko, þetta er ekki sú mynd, sem skáld myndi draga upp af konu, enda segir það ekki neitt. En konur eru öðruvísi þegar þær eru að baka. Heitar í andliti og ábúðarfullar. Það er í fasi þeirra einhverskon- ar sjálfsfórnar svipur og einnig verndar-bragur. Þú mátt ekki klípa utan úr skorpunni, skepn- an þín, þá fellur kakan, segir þessi svipur. Það þarf að vernda nýtt brauð, sem kostar fé og fyrirhöfn að baka. Þetta er í svip konunnar og fasi. Konan kom til dyra, því ég, bæjarpósturinn, kom með til- kynningu frá bankanum eins og vant var í hverjum mánuði. Hún var svona í framan eins og ég sagði. Þess vegna sjáfsagt gerðist það. Eg kleip í þykkva- lærið á henni alveg ósjálfrátt og alls ekki fast, að mér fannst, og ég sagði. Þess vegna sjálfsagt að reyna að losa þig við hann þennan skolla? Eg átti við víxilinn og ekkert annað og það vegna þess, að ég hafði borið hingað tilkynning- una svo oft og fór svo að hugsa um þetta. En maður ætti ekki að hugsa, bara gera sitt verk og þegja svo. En ekkjan umhverfðist alveg gjörsamlega. Það var eins og ósýnileg bankastjórahönd stryki af henni jólabaksturs-andlitið og hvolfdi yfir það hræðilegri víxil- grímu. — Hvurn sjálfan djöfulinn kemur þér þetta við, maður minn? (Takið eftir úttalinu við mig: Maður minn. . . . í staðinn fyrir Steini póstur.) Og svo klípið þér mig á ruddalegasta hátt. Þetta er líkamsárás. Kona, stamaði ég. Eg gat ekkert sagt, ég var svo óskaplega hræddur. Sko, þetta offors fer kannski í vana hjá giftu fólki, en ég var óvanur því, hafði raunar aldrei orðið fyrir neinu, menn verða það ekki ógiftir. — Til lögreglunnar skal það. Ekki nema það þó, fertugur kall- skrattinn. Hún skrækti þetta framan í mig. (Þið sj áið að hún var þá þegar komin í mikla geðs hræringu, fyrst hún lét svona, jafn róleg kona.) En það get ég sagt, að þó ég óskaði mér burt, eitthvað langt, langt burt — og alveg sama hvurt, þá gat ég ekki hreyft mig úr stað. Það var eins og einhver hefði tekið fast utan um hjartað í mér. Eg gat ekki flúið, máttlaus eins og ég var. Ég stóð þarna í dyrunum og fann að þetta var örlagastund. Martröð var þetta þá strax. Þeir voru ekki svifaseinir þá. Ég efast um hún hafi verið búin að hringja þegar þeir komu brunandi í lögreglubílnum, með fullum sírenum, þrír boltar. (Þið sjáið sjálf að þeir hafa brugðið við, fyrst mér fannst það stuttur tími, í því ástandi, sem ég var.) Hún kom í dyrnar að innan um leið og þeir að utan. Eg var á milli og sá hana svona upp- tendraða og þá eins og þrjá hunda, sem bíða spenntir skip- unar húsbónda síns. 0 g eg sá fleira, úr þessu skrúfstykki sem ég var í, þar sem hún var annar kjafthelmingurinn en þeir hinn. I svona bæ, þið vitið, má aldrei lögreglu, sjúkra, né bruna trog hreyfa sig svo allur lýður- inn fylgi ekki eftir. Það var strax kominn hópur gapandi krakka og hlustandi kellinga. þetta hékk við girðinguna, tútn- ALLTHEÐ ll^Skir Um 11 þúsund íslendingar eiga EIMSKIP. Þeir sem yilja kaupa hlutabréf í fclaginu snui ser fil aðalskrifst'ofunnar í Reykjavík cöa umboðsmonno félagsins úti ó landi. Árið sem leið fóru skip félagsins og leiguskip þess 192 ferðir milli landa, og komu við 739 sinnum á 93 höfnum í 20 löndum og 990 sinnum á 48 höfnum á íslandi, til þess að koma framleiðsluvörum frá landinu og sækja nauðsynjavörur. HRADFERÐIRNAR tryggjo öruggo og fljóto þjónustu. H.F. EIMSKIPAFÉIAG ÍSLAIVDS Verkamaðurinn 50 óra — 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.