Verkamaðurinn - 24.11.1968, Blaðsíða 11
FLETT BLOÐUM —
sett upp þvert yfir síðuna stór-
um stöfum, eins og vænta hefði
mátt. Hún var á 2. síðunni, en
hét Vopnahlé, og þar segir:
„Nýjar fregnir herma, að alls-
herjar vopnahlé sé komið á.“
„Þessi jrétt hefur víðtcekari
gleðiboðskap að fœra en mönn-
um er Ijóst í fyrstu. Hún er ekki
einungis boðberi hins vœntan-
lega friðar, stjarnan, er boðar
komu hins langþreyða dags.
Um langa stund hafa öndvegis-
þjóðir heimsins borizt á bana-
spjótum, blindaðar af drápgirni
og valdafýsn.“
Það var ýmislegt fleira, sem
lá á hjarta ritstjórans. Það voru
blikur á lofti. „Spánska veikin
rasar í Reykjavík og á Isafirði,
einnig er hún komin til Siglu-
fjarðar. Sunnanpóstur Uggur
veikur á Stað í Hrútafirði. Vést-
anpóstur var afgreiddur úti.
Ráðstafanir gerðar til að hefta
útbreiðslu veikinnar. Skipaferð-
ir stöðvaðar, þar til 14 dögum
eftir að skipverjar allir eru orðn
ir heilbrigðir. Allra bragða verð
ur neytt að verja bœinn hér, og
sýsluna.“
Það eru smáfréttir líka í
fyrsta blaðinu. Samtýningur:
„Síðasti bœjarstjórnarfundur
ákvað að byrja skyldi á undir-
búningi flóðgarðsins við Glerá
strax og verkamenn œsktu dýr-
tíðarvinnu. Þeir, sem atvinnu-
lausir eru, œttu að gefa sig sem
allra fyrst fram við dýrtíðar-
nefndina.“ Það var verið að
koma af stað atvinnubótavinn-
unni. Hún hét hérna dýrtíðar-
vinna. Það var mikil dýrtíð
1918. Kannski ráunverulega
meiri dýrtíð en nú.
Það er rætt líka um dýrtíðar-
vinnuna á 2. síðu fyrsta blaðs-
ins. Það er verið að reyna að
gera sér grein fyrir því, hvernig
sé hægt að samrýma það tvennt,
að verkamaðurinn hafi vinnu
og lifibrauð í vetur, og að fram-
tíðinni verði eitthvert gagn af
því verki, sem hann vinnur. Og
það segir: „Nú sem stendur er
unnið að verkamannauppfyll-
ingunni“. Eg get ekki svarað
því, hvaða verk þetta var. „Flóð
garðinn við Glerá þarf að und-
irbúa í vetur, taka upp grjót á
eyrunum, hlaða því upp í hrúg-
ur og aka því svo á staðinn, þeg-
ar ísar eru komnir á eyrarnar.
Grjót gæti bœrinn látið taka
upp í stórum stíl, því á nœstu ár-
um þarf mikið á þeirri vöru að
halda, t. d. til aðgerða á vegum
bœjarins, sem eru engu betri en
það sem lakast gerist í smákaup-
túnum kringum land, og svo til
bygginga, er bœrinn hlýtur að
koma upp strax og útlent bygg-
ingaefni fellur í verði. Má þar
nefna bókhlöðu, aðgerð og
stækkun á sjúkrahúsinu eða
bygging nýs sjúkrahúss. Kirkja
verður byggð hér á nœstu ár-
um, þó að bœjarstjórnin finndi
ekki stað fyrir hana um daginn.
Bókasafnið, eins og það hefur
verið haft og á þeim stað, sem
það er nú, svarar alls ekki til-
gangi sínum. Þá er barnaskól-
inn í lélegasta lagi, þyrfti að
byggja annan nýjan og breyta
þeim gamla í íbúðir, og svo
mœtti lengi telja.“
Já, það stóð mikið til.
Dýrtíðin.
í 2. tölublaðinu er rætt um
vetrarvinnuna áfram og það er
rætt um nýja kirkju, og það er
sagt til athugunar fátækum
mönnum: „Hámarksverð er
komið á nokkrar vörur og verka
menn sérlega œttu að setja vel á
sig hámarksverð á hverri vöru-
tegund, því eflaust veitir þeim
ekki af að borga ekki alltof
óþarflega mikið fyrir þœr. Kaup
menn gœta hámarksverðsins
ekki vel, þegar þeir eru að skipta
að minnsta kosti við þá fátæku.“
Það er líka sett upp ofurlítil
leiðbeining: „Til athugunar fyr-
ir dýrtíðarnefndina: Eftir því
sem nœst verður komizt þarf
fimm manna fjölskylda sér til
framfæris árlangt, gengið út frá
sómasamlegu lífi, eins og hér
segir: Kornvöru samkvœmt seðla
skammti fyrir krónur 600, syk-
ur 180, kaffi og export 60,
mjólk, 2 lítra á dag á 45 aura,
328„ kjöt, ein tunna, 200 krón-
ur, slátur, 30 slátur, 105 krón-
ur, fisk 60 krónur, feitmeti 400
krónur, kartöflur, eina og hálfa
tunnu, 63 krónur, eldivið, 200
hesta af mó á 2 krónur, 400
krónur, olíu, eitt fat, 100 krón-
ur, fatnaður, eitt sett á mann,
600 krónur, húsaleiga 175 krón-
ur, opinber gjöld, lœknishjálp,
bœkur og blöð 100 krónur. Sam-
tals krónur 3.371.00“
„Hér er gengið út frá Lands-
verzlunarverði á kornvöru, kaffi
og sykri. Aðrar vörur eru reikn-
aðar eftir því, hvað þœr kosta
nú á haustnóttum. Sumir liðir
áœtlunarinnar munu vera helzt
til lágir, svo sem fatnaður, eldi-
viður og olía. Einnig er sleppt
að áœtla fyrir því, er kaupa þarf
til rúmfatnaðar og innanhúss-
áhalda.
Þótt verkamaður hafi stöð-
uga vinnu allt árið, 10 tíma á
dag og hafi 75 aura fyrir hverja
klukkustund, verða árstekjur
hans ekki nema liðugar tvö þús-
und krónur. Hér norðan lands,
þar sem veðrátta hamlar úti-
vinnu mestan hluta vetrar, er
ekki hægt að ganga út frá svona
háum árstekjum, enda sýna
tekjuskýrslur, er Verkamanna-
félag Akureyrar er nýbúið að
safna hér í bœ, að sárfáir verka-
menn hafa náð þessu hámarki.
Aftur sýna tekjuskýrslurnar.
það, að margir af verkamönn-
um hafa safnað skuldum síðustu
ár, sumir allt að þúsund krón-
um. Hvernig skyldi útkoman
vera hjá kaupmönnum bœjar-
ins“.
En þrátt fyrir þessar slæmu
niðurstöður er hugur í mönn-
um. í 3. tölublaðinu er rætt um
rafveituna. Akureyri er myrk.
Gleráin rennur enn óbeizluð ut-
an við bæinn. En Húsavík er
upplýst milli fjalls og fjöru.
Blaðið, sem kom út 4. desem-
ber 1918 hefur enga stóra fyrir-
sögn á forsíðunni. Það er rætt
um nauðsyn þess að ráða bæjar-
stjóra, það er rætt um varnir
gegn spönsku veikinni, sagt að
Sigurjón á Laxamýri sé dáinn.
En á baksíðunni er lítil frétt:
1. des. 1918.
„Hátíðahald í Reykjavík. 1.
desember. Dagurinn haldinn há-
tíðlegur hér eftir föngum. Fálk-
inn skaut 21 skoti til heiðurs
fánanum. Ráðherrarnir og samn
inganefndarmennirnir sæmdir
heiðursmerkjum. Eftir fréttarit-
ara Vm. Reykjavík.“ — Það
var ekki mikill atburður í aug-
um Akureyringa, þó að fullveld-
ið væri meðtekið í Reykjavík.
Þá er farið að ræða um
mannréttindin, um hina heilögu
skyldu verkamannsins til þess
að nýta kosningarétt sinn, um
þau þrælatök, sem auðvaldið
hefur haft á alþýðufólki, meðal
annars með því móti að neita
því um atkvæðisréttinn. Jafnvel
enn í dag er skuldugu fólki
ekki leyft að greiða atkvæði.
Það eru líka kosningar fram-
undan.
Kosið um bæjarstjóra.
A baksíðunni er stór auglýs-
ing frá kjörstjórn Akureyrar-
kaupstaðar: „A tkvœðagreið sla
um bœjarstjóra á Akureyri. Bœj
arstjórn Akureyrar hefur sam-
þykkt að fara skuli fram at-
kvœðagreiðsla kjósenda Akur-
eyrarkaupstaðar um það, hvort
þeir óski að sérstakur bœjar-
stjóri skuli skipaður fyrir Akur-
eyrarlcaupstað í stað þess að
bæjarfógeti Akureyrar haldi
áfram að vera bœjarstjóri. Kjör
stjórn kaupstaðarins hefur ákveð
ið að atkvœðagreiðsla þessi
skuli fara fram í Samkomuhúsi
bœjarins föstudaginn þann 20.
þessa mánaðar og byrjar at-
kvœðagreiðslan klukkan 12 á
hádegi.“ Og svo framvegis.
Það hefur verið minnzt á, að
ekki sé allt í lagi með útsvars-
álagninguna. Alltof margir efn-
aðir menn bera ekki útsvar.
Siglfirðingar hafa það öðruvísi.
í samtíningi stendur: „Siglfirð-
ingar eru ófeimnir við að láta
sumargesti sína borga drjúgan
skilding í sveitarsjóðinn. Sem
dæmi skulu sett hér útsvör nokk-
urra manna hér á Akureyri, sem
ráku útgerð á Siglufirði í sum-
ar: Ásgeir Pétursson kr.
3.500.00, Ottó Tuliiúus 1.672.00,
Sjöstjarnan hf. 739.00, J. V.
Hafsteen 534.00, Anton Jónsson
483.00, Ragnar Ólafsson 478.00,
Lúðvík Sigurjónsson 150.00.
Aftur virðast útsvör búsettra
Siglfirðinga vera fremur lág.“
Kirkjan of lítil.
Þetta er ekki heppilegt með
útsvörin, því að margt er að
gera, og nú hefur það runnið
upp fyrir einhverjum sunnudag-
inn 1. desember síðastliðinn að
byggja þyrfti miklu stærri
kirkju. Grein heitir: Áþreifan-
legt dæmi.
„Sunnudaginn 1. þ. m. varð
þjóð vor að lögum frjáls og fuM
veðja. íslenzka ríkið bœttist við
í ríkjatölu álfunnar. Þó að
furðu lítið hafi borið á fagnaðV
hér á landi yfir þessum merka
viðburði, er ekki að efa, að
þann dag hafi margan íslend-
ing langað til að njóta samfagn-
Framhald á bls. 15.
Síldarsöltun. — Þessi
ógæta mynd fannst í
myndasafni Verka-
mannsins, en hvor og
hvenær hún er tekn er
okkur nú ókunnugt. —
Sennilega er hún þó fró
Siglufirði og orðin
nokkuð gömul.
Verkamaðurinn 50 óro — 13