Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.11.1968, Blaðsíða 41

Verkamaðurinn - 24.11.1968, Blaðsíða 41
FLETT BLÖÐUM — % úti fyrir, bifreiðarstjórinn var ekki við, og óku af stað með geysihraða. En sem betur fór varð för þeirra ekki lengri en það, að þeir strónduðu á síma- staur neðan við Skjaldborg og brutu bílinn. Sluppu samt ómeiddir.“ 12. ágúst er enn talaö um Krossanesgoðann. Hann sækir í sig veðrið. „Holdö brýtur kaup- taxtann. Gengur á gerða samn- inga og greiðir lœgra kaup en tilskilið er.“ — Hann hefur ver- ið baldinn. 23. ágúst er nú rætt um grein, sem hafði birzt í þýzku blaði. Það er banatilræði við Dana- 'konung á íslandi. Undirfyrir- sögn: Voru Sjálfstæðismenn eða kommúnistar að verki? Þetta hafði átt að gerast í sam- bandi við heimsókn konungs á Alþingishátíðina, og hann tal- inn áður hafa fengið hótunar- bréf um að ætti að drepa hann, þegar hann kæmi til Reykjavík- ur. En greinin þýzka hefst svo: „Rétt áður en danski kóngur- inn hélt hina miklu setningar- rœðu sína, en hann er, svo sem kunnugt er, einnig kóngur á ís- landi tók íslenzka lögreglan með aðstoð danskra og enskra leyni- lögreglumanna tvo menn hönd- um, sem œtluðu að drepa kon- ungfnn og höfðu haft allan und- irbúning til þess, að geta fram- kvœmt þennan vilja sinn.“ Ef ég man rétt, þá slapp nú Danakonungur við það að vera myrtur á Íslandi 1930. 9. september er sagt frá því, að síldarbræðsluverksmiðj a rík- isins sé vígð. Það eru mikil há- tíðahöld í sambandi við þetta, fjöldi manna, sem fer héðan á þessa vígsluhátíð, mikil hrifn- ing ríkjandi. Menn eru hvattir til að reykja elefantinn og Drotning Alexandr ine er væntanleg í kvöld. Verð- lækkun á skófatnaði hjá Pétri Lárussyni. Hitt er verra, að Samband ungra jafnaðarmanna er klofið. Sambandsstjórnin fremur ger- ræði. Átta nýjum félögum neit- að um upptöku í sambandið. Þinginu slitið eftir þrjá tíma. Hér kemur gæsalappaorð: „Krat arnir“ lýsa því yfir, að þeir vinni ekki með kommúnistum, ganga 12 af fundi, eftir sitja 32, sem halda þinginu áfram. Og aðalgrein í Verkamannin- um 23. september heitir Prent- villan: „Eina vitið í grein ís- lendings“. — Það er geysileg haustútsala hjá Eiríki Kristjáns- syni. Verðlagið er nú ekki hátt á okkar mælikvarða. KVA aug- lýsir kaffið á 2.40 kílóið og molasykurinn 60 aura kílóið, strásykurinn 50 aura. Það má kallast eftirtektarvert, að þann 4. október er sagt frá stórsigri koramúnista í Þýzka- landi. x Kommúnistaflokkurinn þar bætir við sig einni og ein- um þriðja úr milljón atkvæða, og þykir athyglisvert, og það er líka lærdómsríkt fyrir þá, sem muna tímann á eftir. Þá eru líka þarna í blaðinu „álúðarþakkir til allra vina og kunningja, sem glöddu okkur með skeytasendingum og heim- sóknum á gullbrúðkaupsdegi okkar 2. þ. m. — Þuríður Sig- urðardóttir, Jón Friðfinnsson.“ Aftur á móti neitar Gefjun um kauphækkun þarna um haust ið. SÍS gefur örfáum auðmönn- um 125 þúsund krónur fyrir ekk- ert, en neitar verkamönnum um 90 aura tímakaup og verkakon- um um 60 aura. Broddarnir álíta 60 aura um tímann nóg handa verkamönnum og 40 aura nóg handa konum. Það er orðið hart á dalnum fyrir hina róttæku. Sósíaldemó- kratar halda klofningum áfram. Kommúnistum neitað um upp- töku í Dagsbrún. Þrælareglur fasismans í Menntaskólanum. Verkalýðsæskan svipt funda- frelsi og ritfrelsi. Jónas frá Hriflu bannar pólitíska starf- semi nemenda. Hótar brott- rekstri fyrir útbreiðslustarfsemi. Fasisminn leggur skóla landsins undir sinn flokk og rekur alla aðra burt. Þetta var nú 14. októ- ber 1930, sem þetta var sagt. Nú 25. október er farið að tala um baráttu verkalýðsins á Húsavík. Samtökip eflast og sóknin harðnar. Verkbann á harðvítugustu kaupmennina. Peningaútborgunar krafizt. Það hefur ríkt þar harðvítugt kaup- mannavald, og er það einkum Gudjohnsens-verzlun, arftaki hinnar alræmdu einokunarverzl- unar þar, sem bundið hefur ’ verkamennina á skuldaklafa og beitt þá harðneskju. Nú hafa gerzt þau tíðindi þar eystra, að það lítur út fyrir, að verkalýð- urinn ætli að bylta af sér þeirri kúgun, sem þar hefur átt sér stað, eiga kaupmenn allt vald sitt undir verkamönnum og sjó- mönnum á Húsavík, því að bændur hafa hrist kaupmanna- valdið af sér að fullu og verzla eingöngu við kaupfélagið, að heita má. Verkamannafélag Húsavíkur er eitt af elztu verka- lýðsfélögum landsins, stofnað 1911, og telur um 140 meðlimi. Ennfremur starfar þar verka- kvennafélag með 70—80 með- 1 limum, og félag ungra jafnaðar- manna með 35. Einar Olgeirs- son hefur mætt þarna á fundi hjá þeim núna, og var þar sam- þykkt tillaga með öllum greidd- um atkvæðum um, að félagið væri fylgjandi stofnun óháðs verkalýðssamhands og gengi í það, ef það yrði stofnað. Voru síðan kosnir tveir fulltrúar til að senda á verkalýðsráðstefnuna og Alþýðusambandsþingið. 1. nóvember er rætt um krepp una. Hún er farin að koma við. Birgðir liggja óseldar og ef til vill óseljanlegar, gjaldþrot stór- atvinnurekendanna eru að byrja. Stærsti eigandi línuveiðara á landinu, Þórður Flygenring, í Hafnarfirði er gjaldþrota með hálfrar milljón króna skuld. Eigandi Duus-verzlunar, Ingvar Ólafsson, sem tók við milljóna- fyrirtæki fyrir átta árum, er gjaldþrota, og fleiri kváðu tæp- ir og fara von bráðar sömu leið. Auðvaldsskipulagið er að bresta undan eigin óstjórn. Þeir hafa deilt ritstj órarnir, þó að það sé ekki beint leitt fram. Það er minnzt á þetta 4. nóvem- ber: Verkalýðssambandið og kommúnistar. „Það kemur ekki sjaldan fyrir, að það sé sagt um Verkamanninn, að ritgerðir, sem í honum birtast séu ekki allar úr sömu skúffunni. Lesendur þykj- ast kenna mismunandi bragð af því, sem í honum birtist. Ég get búizt við, að sumir kunni að telja það Ijóð á blaðinu, en ég tel það með kostum þess, að það bindur sig ekki rígfast við ákveðna skoðun og leyfir þeim, sem stefna í líka átt pólitískt, að lýsa þeim skoðunum sínum. Það hefur verið rœtt sérstaklega um grein, sem er skrifuð af Einari Olgeirssyni með yfirskriftinni Kreppan. Geri ég það ekki af því að mér þyki ekki margt af þeim almennu hugleiðingum í grein þessari góðar og í tíma talað, en ég get ekki orðið Ein- ari sammála um það, hvernig við eigum að standast kreppuna. Einar segir með því að stofna óháð verkalýðssamband undir stjórn kommúnista, eins og hann orðar það, af því að sósíaldemó- kratar Alþýðuflokksins, eru að dómi hans bundnir núverandi ríkis- og bankavaldi.“ — Það er víst tvímælalaust Erlingur, sem hér er á ferð. Og 7. nóvember, á hátíðisdegi byltingarinnar, þá er mynd af hamri og sigð, þar sem tilkynnt er, að Jafnaðarmannafélagið minnist 13 ára afmælis rússn- esku byltingarinnar með fundi í Skjaldborg. Síðan er grein um 7. nóvember og borið saman 1917 og 1930. 22. nóvember er mikil fyrir- sögn: Fasisminn í Menntaskóla Norðurlands. Formaður F.U.J., Ásgeir Blöndal Magnússon, rek- inn úr skóla. Þeir hafa fengið að kenna á því. Eggert hafði verið Framhald á bls. 45. © REYNSLAN HEFUR KENNT þeim sem reglulega njóta kaffis, að þaðþarf 1 kúffulla matskeið fyrir hvern bolla. Það erbeztaðnota vatnið ferskt úr krananum. Það œtti að þvo kaffikönnu If v og poka^jf úr heitu vatnizzfmjg^. áður en %*) kaffið er lagað. Vatnið verður að ná suðu áður enþví er hellt á könnuna. Það ergottað eiga tvœrstœrðir afkaffikönnum ognotaþá stœrð sem betur hentar fyrir fyrirhugaða lögun. Það er bezt að skola borðkönnuna úr heitu vatni áður en kaffið er sett í hana. Það á að drekka kaffið heitt *;;; og sem fyrst eftir lögun. p Með þessu móti er kaffið alltaf jafn Ijúffengt og hressandi. 0.J0HNS0N & KAABEB <9 VEUUM ISLENZKT d=D ÍSLENZKAN IÐNAD * Verkamaðurinn 50 ára 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.