Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.11.1968, Blaðsíða 21

Verkamaðurinn - 24.11.1968, Blaðsíða 21
 FLETT BLÖDUM þessum rafaflstímum þyrstir alla í fróðleik í þeim efnum. Þegar um það er að gera, hvort Ak- ureyri á að taka þetta afl í þjón- ustu sína í minni eða stœrri stíl eða ekki, hlýtur sú spurning að vaka fyrir flestum, hvað það þurfi að kaupa þessi lífsþœgindi dýru verði, hvort önnur öfl en vatnsaflið muni ekki verða ódýr ari. Og það, sem flestir spyrja þó fyrst og fremst að, það er það, hvaða þœgindi raflýsing og rafhitun muni veita okkur eða geti veitt okkur. Um þetta at- riði erum við jafnvel fáfróðust. í nœsta þorpi, Húsavík, er raflýsing komin á fyrir ári síð- an. Ég hringi því kunningja minn upp og spyr, hvernig gangi með raflýsinguna hjá þeim. — Og svona bœrilega. Vatns- aflið, það er nóg, en vélin er alltof lítil til þess að við getum fengið afl til suðu og hitunar. — Notið þið þá rafaflið hvorki til suðu né hitunar? — Jú, lítið eitt til suðu, en við höfum svo lítinn kraft, að við notum hann ekki nema milli Ijósatímabilanna og miklu minna en við vildum. — Eru rafsuðuáhöldin ekki afskaplega dýr? — Það get ég nú ekki sagt með vissu, en þau, sem ég hefi hérna kosta 60 krónur, munu hafa kostað um 20 krónur fyrir stríðið, en þau eru alltof lítil í stóra íbúð en nœgileg í smœrri íbúðir fyrir fátt fólk, þó hita þau ákaflega vel, þegar þau eru notuð. — Eru ekki mikil þægindi þessu samfara? — Jú, það getur enginn hugs- að sér það, eins og það er, nema sá, sem reynir, og sjálfsagt vildi enginn missa þau, sem eitt sinn hefur reynt þau. — Hvað kaupið þið rafaflið til suðu? — Það er ekki ákveðið fylli- lega enn, en það verður varla svo dýrt, að það fœli okkur frá að nota það, ef við œttum kost á því. — Hvað rœður þú okkur til að gera í rafveitumálum? — Byrjið þið bara í herrans nafni og byggið nógu stórt í fyrstu. Ykkur mun aldrei iðra þess. ' — Eg þakkaði og kvaddi. Húsvíkingar urðu á undan okk- ur, en þeir sniðu sér of þröngan stakk í fyrstu. Það œtti að kenna okkur að fara hyggilegar að." Árið kvatt. Og enn eru áraskiptin rædd í síðasta folaði ársins, sem er að líða. Nú það er nú ekki sem svart- ast framundan. Þj óðarhagurinn fer, þrátt fyrir allt, batnandi. í þessum blöðum öllum hefur verið rætt mikið um bindindis- mál, og yfirleitt virðist blaðið á sínu fyrsta ári hafa verið víð- sýnt, frjálslynt og fullt af áhuga fyrir bættum kjörum fólks í öll- um stéttum og metnaði fyrir hönd landsins. Jólaauglýsingar eru enn litl- ar. Landssíminn setur hér upp á baksíðu síðasta blaðsins gjald- skrá. Kannski hefðu einhverjir gaman af að heyra eitthvað um pað: Uppsetningargjaldið fyrir hvert talfæri 30 krónur. Árlegt afnotagjald fyrir eitt samband með einu talfæri 52 krónur. Gjald fyrir flutning talsíma- tækja, milli húsa fyrir hvert tal- færi 20 krónur, innanhúss milli herbergja 10 krónur. Símskeytagjald fyrir almenn símskeyti innanlands greiðist ein króna stofngjald af hverju símskeyti og 10 aurar fyrir hvert orð. 1925 Við erum nú komirt að árinu 1925. Tíminn leyfir ekki, að flett sé hverjum árgangi. En flest situr þó við hið sama. Þó verða nokkrar breytingar á út- komu blaðsins. Árið 1921 tók Halldór Frið- jónsson við innheimtu blaðsins. I árslok 1922 varð sú breyting, að hætt var að prenta blaðið í Prentsmiðju Björns Jónssonar og prentunin flutt í Prentverk Odds Björnssonar, sem annaðist það verk til haustsins 1960, er blaðið flutti aftur í Prentsmiðju Björns Jónssonar h.f. I ársbyrjun 1925 var brot blaðsins minnkað, en lesmál þess þó aukið nokkuð. Blaðið er orðið málgagn Alþýðuflokksins á Norðurlandi og fékk Iítilshátt- ar styrk frá Alþýðusambandinu, en verkalýðssambandið sem stofnað er, Verkalýðssamband Norðurlands, sem stofnað er á þessu ári, 1925, tekur síðan við rekstri blaðsins. Erlingur Frið- jónsson og Einar Olgeirsson og Gamla rafveituhúsið á Húsavík. Ingólfur Jónsson eru í stjórn. Blaðið hefur nú verið rninnk- að í broti, en er orðið fjórar síður og kemur út tvisvar í viku. Breytt útlit. í fyrsta tölublaðinu er ávarp til lesenda, 10. janúar 1925: „Með þessu blaði breytir Verkamaðurinn um útlit og er breytt í líkt form og Alþýðu- blaðið og Skutull. Verður les- málið heldur meira en verið hef ur og áœtlunin er, að efni blaðs- ins geti orðið fjölbreyttara eft- ir því sem rúmið leyfir." En fjárhagurinn er þröngur og skorað á menn að styðja blað ið. Einum hefur tekizt að auka áskrifendafj öldann hjá sér úr 12 upp í 70, og nú eru framundan bæjarstjórnarkosningar. Og þær eru harðar. Þarna eru aðeins kosnir þrír menn í bæjarstjórn- ina, og í frásögn af þessum kosningaundirbúningi segir: „Það verður ekki sagt um Akureyrarbæ, að hann steypi stömpum í hverri viku. Ibúarn- ir eru hversdagsgæfir og prúðir í orði og œði. Þó getur komið hreyfing á lýðinn einstöku sinn- um, og svo var á þriðjudaginn var". Kosningar. Þeir lýsa svo, hvernig íslend- ingur hafi skrifað og aðgangin- um gegn B-listanum, m. a.: „C-listamenn, auðvaldsflokkur- inn, hafði meiri viðbúnað en dœmi eru til áður. Kosninga- skrifstofa hans starfaði um vikutíma á undan kjördegi og kosningadaginn hafði hún fimm stofur undir sér í Samkomuhús- inu, fleiri tugir manna voru í þjónustu flokksins kjördaginn, og milli 10 og 20 fólkssleðar voru á vegum Iians. Sem dœmi upp á hamaganginn og almenn- ingi til gamans skal þess getið, að í kosningabyrjun hafði B- listinn einn fólkssleða í förum, en þegar hann var búinn að fara ein ferð út í bœinn keypti C-list- in hann upp líka. Um orðbragð- ið út um bæinn þarf ekki að fjölyrða. Það þekkir almenning- ur." Nú kosningin var vel sótt, og áhlaupið mistókst, því að B- listinn fékk 306 atkvæði, og kosningarnar fóru þannig, að Ragnar Ólafsson fékk 504 at- kvæði, Halldór Friðjónsson 305 atkvæði og Sigurður Einarsson Hlíðar 350 atkvæði. Þetta var talinn allgóður sigur, eða a. m. k. varnarsigur, en eftirá er ver- ið að ræða kosninguna, sem þykir hafa verið óvanalega hörð, talað um mannaveiðar burgeisanna og svo frv. Það hafa líka farið fram bæj- arstjórnarkosningar á Isafirði. Tveir listar í kjöri: Alþýðuflokk urinn hlaut 417 atkvæði og kom að tveimur mönnum, Guðmundi Jónssyni lækni og Eiriki Einars- syni skipstjóra.' Burgeisaflokkur inn fékk 212 atkvæði og kom að einum manni, Stefáni Sigurðs- syni verzlunarmanni. Bæjarstjórnarkosning var á Siglufirði. Verkamannalistinn hlaut 282 atkvæði og kom að tveimur mönnum, þeim Guð- mundi Skarphéðinssyni skóla- stjóra og Jóni Guðmundssyni verzlunarstjóra. Burgeisalistinn hlaut hálfu færri atkvæði og kom að einum manni, Einari Thorarensen lækni. „Siglfirðingar eru volgir inn- an rifja um þessar mundir. Kvöldið fyrir kosningar kom út pési frá einhverjum skúmaskota manni, sem réðist rótarlega á templara á Siglufirði, brá þeim um hrœsni, yfirdrepsskap og sviksemi og launblót og fleira. Er ekki líklegt að þetta mál sé niður fallið, og mœtti það verða til þess að maðurinn, faðir pés- ans, sem allir vita, hver muni vera, afhjúpist að einhverju leyti frekar en orðið er." Það hefur sem sagt verið víð- ar heitt í kolum en á Akureyri. Siidormalin svikin. Annars er nú Krossanes farið að koma nokkuð víða við á síð- um blaðsins. Eins og fyrr segir er Halldór Friðjónsson ritstjór- inn, en Erlingur ábyrgðarmaður og sá, sem virðist nú vera sverð og skjöldur málefnisins. Hann virðist taka að sér að sækj a, þeg ar hart þarf að sækja. Og nú eru komin upp tvö mál, sem bæði eru tengd Krossanesi. Annarsvegar er það deila við Benedikt á Moldhaugum um út- svör þau og skatta, sem verk- smiðjan er látin greiða, þykja alltof lág og jafnvel talað um ranga uppgjöf tekna. En hins- vegar er svokallað Krossanes- mál, sem er byggt á því að verk- smiðjan Ægir í Krossanesi er kærð fyrir að hafa flutt inn und- anfarið ólöglega verkamenn frá Noregi og meira að segja gefið upp falskar töluí um fjölda þeirra. Þetta tekur Verkamaður- inn mjög alvarlega og telur, að þarna sé um hreina samkeppni að ræða á vinnumarkaði Islend- inga og heimtar þessa menn burtu. m Hitt er þó ollu stórfenglegra, að síldarmálin þeirra voru röng. Löggildingarmaður, sem hafði komið norður 1924 til að at- •huga þetta, komst að þeirri nið- urstöðu, að síldarmálin voru 10 til 15 prósent stærri en lög leyfðu. Og í þessum málum hafði verið vegin öll sú síld, sem verksmiðjan hafði keypt af sjó- mönnum. Þetta á eftir að verða mikið umrætt mál. Holdö er nokkrum sinnum nefndur. Mál- ið lendir síðan fyrir ríkisstjórn- ina. Við munum koma að þessu síðar. Framhald á bls. 25. Verkamaðurinn 50 ára — 23 m, .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.