Verkamaðurinn - 24.11.1968, Blaðsíða 47
Atómöld —
Geimferðaöld
Börn afdalabóndans og árabófasjó- flufti af hita á Þingvelli forðum
mannsins samlagast henni án efa.
Vísindi, tækni, hraði verða hinn þrí-
eini guð næstu framtíðar. Tunglferð
er svo sem ekki meira undur nú en
flug til Majorku fyrir 50 árum.
Mannfjölgun vegna aukinnar læknis
listar og fæðuöflunartækni ægir
ekki meir framtíðinni okkar en ár-
in eftir svartadauða þeirri öld. Enn
verðum við að nota grös og dýr sem
milliliði okkar og sólarljóssins, éta
þau í stað þess að taka næringuna
beint úr andrúmsloftinu. Þetta spurs
mál hafa nokkur ofurmenni and-
ans leyst þegar, og ekki þurft að
neyta sýnilegrar fæðu um árabil.
Sennilega þykir það álíka kauðalegt
um næstu aldamót að troða likum
jurta og dýra gegnum spíserörið
og melta í innýflum sinum, eins og
nú þætti að ganga bindislaus inn
í Bændahöllina. Umferðaöngþveitið
verður leyst með einkaþotum, sem
arkitektar framtiðar munu byggja
saman við svefnherbergin, færiband
milli rúms og þotu leysir það spurs-
mál að þurfa að ganga milli staða.
Oll innganga í skýjakljúfa fram-
tíðar fer fram af þaki þeirra, beint
úr þotu í sigu, sem flytur menn
niður í sali vélheila og hugsana-
tætara. Byggingarefnin verða gagn
sæ plöst og glerungur, framleitt í
sjálfvirkum vélum og hituð upp og
lýst frá einu kjarnaveri við Straum.
Klæðnaðarspursmál kvenna verður
úr sögunni við árið 2000, þar sem
fatnaðarþörf þeirra er komin upp
að mitti nú þegar um rúmlega
miðja öld. Karlmenn munu hjúp-
ast einhverjum hýjalínum lengur af
þráa þess kyns gegn tízku. Kannski
verða einhverjir enn með stjórn-
málaþras, því að veiran er lifseig,
en færri munu þá hlusta en nú.
Enda öll vandamál leyst, er ekki
þarf lengur að gera út né ala
klaufpening. Allar líkur benda til,
að framþráun verði einna örust á
sviði alls konar útvarpstækni og
fjarskipta. Sennilega líður ekki
langur tími þar til örugg sambönd
fást við menn á öðrum hnöttum
og gæti orðið fróðlegt að heyra,
hvernig þeir haga sambúðarháttum
sínum, t.d. hvort þeir drepa hvorir
aðra með byssum eða gasi, ellegar
þeir hafa vitkast svo sums staðar,
að þeir séu hættir slikum barna-
brekum.
og hamrar Almannagjár mögnuðu
svo, að bylgjur orðanna flugu til
fjarlægustu stjarna. Ellegar heyra
Egil kveða upp Höfuðlausn, og
mætti búast við dálitlum spéblæ i
röddinni. En það kann að tefjast
lengur að ná því, sem Þorgeir
þenkti undir feldi við Oxará, en tak
ast mun það og. Já, bræður. Það
er vissara að hugsa, hvað þá tala
ekki of kröftuglega það, sem við
viljum ógjarna, að barnabörn okk-
ar heyri. Þeim kynni að þykja lít-
ill sómi að ættinni, ef allt kæmi
fram, sem i hugskoti hreyfist, ekki
sizt i skammdegi.
Samgöngur milli jarðar og ann-
arra hnatta verða jafn greiðar þá
og nú eru þær milli Akureyrar og
Ólafsfjarðar i auðu. Og þar eð eigi
þarf lengur að einbeita orku manna
að vinnu, munu hugvisindi og
andleg störf öll ná hámarki. Lik-
amsdauðinn mun engan hrella meir
fremur en að sofna eftir mat nú.
Því rafeindatækninni mun takast
öllum prestum betur að sanna mann
kyninu eilíft líf. En aukið vitsmuna
afl gerir alla móttækilega fyrir
þeirri einföldu staðreynd, að maður
inn er andi, sem býr i þessum grófa
likama, staðreynd, sem er jafn-
gömul mannkyni, en margir þráast
við að trúa. Þessvegno munu menn
fara úr skrokknum, er þá lystir að
kanna hærri svið en geimför ná.
Þá verða engir hagfræðingar, og
rekist einhver grúskari á orðið geng
isfelling, spyr fálk: Hvað var það?
Listir verða þá óþarfar, því hver
og einn skynjar óminn eina, sem
er atóm þeirra og elektrón. („Nú-
tímalist" mun strax setja niður, er
hætt verður að neyta drykkjar og
fæðu og þvi engin úrgangsefni leng
ur um að fjalla. Já, þá ríður hver
sínum eigin silfurpegasusi milli
stjarnþokanna.)
Líf jarðarbúa verður dýrðlegt
kristnihald undir jökli, en allt, sem
fullum vexti nær, er dæmt til að
hrörna. Eftir önnur 1000 eða
10000 ár verða menn aftur komnir
niður á stig grasbíta og þá munu
geisa stríð og hungursneyð skelfir
bóklausan tötralýð. ísaldir of alla
jörð og ekkert kvikt utan þörungar
í undirdjúpi sæva . . . Hvað svo?
Þróun, hámark fullkomnunar, hrun
Svo mun koma að því, að menn
fara að hljóðrita fortiðina. Allt,
sem sagt hefur verið og hugsað,
hefur valdið bylgjuhreyfingu; þess-
ar bylgjur sveima um geiminn, mis-
styrkar að visu, en þær munu nást.
Einar Benediktsson sagði: Man um
eilífð heili hnattageimsins, hljóm
hvers sálarstrengs i lifsins ríki .. .
Það verður gaman fyrir þá, sem
lifa það að heyra af bandi ræðu
Elnars kallsins á Þverá, þá er hann
En þeir, sem nú lifa, hafa löngu
sameinazt hinu sanna taói. Þeir
munu þó af líknsemi líta eftir þvi
ungviði, sem ætið er að skriða á
legg einhvers staðar i hinum viða
geimi. Heimur allur er á ferð frá
hinu harða myrkri til hins mjúka
Ijóss. Einhvern tíma verður aljörð
guða eitt með þeim.
Sagði einhver lifsbarátta? Hvað
var það?
K. f. D.
Húsbyggjendur othugið!
VEUUM ÍSLENZKT — ÍSLENZKAN IÐNAÐ
veljum puniai
RUNTAL ofninn hefur
þegar sannað yfirburði sína.
VERÐIÐ HVERGI LÆGRA
RUNTALOFNAR HF.
Véla- og plötusmiðjan AT LI
AKUREYRI
— STOFNSETT 1942 —
Símar 12680 og 11387 — Akureyri
Framkvæmir alls konar skipa- og vélaviðgerðir
☆
ATLABÚÐIN
Strandgötu 23 — Sími 12550
Hefur ávallt fyrirliggjandi:
Fenner kílreimar og reimskífur — Krana —
Rafsuðuþráð — Logsuðutæki og alls konar
áhöld til járnsmíðavinnu.
Reynið viðskiptin.
Verkamaðurinn 50 ára
49