Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.11.1968, Blaðsíða 7

Verkamaðurinn - 24.11.1968, Blaðsíða 7
A SJÓNSK FUNNI Sú stund, er við köllum Nútíð, er flogin hjá fyrr en við höfum hugsað nafn hennar. Sé litið á sjónskífu tímans, væri kannski réttara að tala um samtíð á þeim fleti. Nú, þegar hjól breytinganna hverfist svo hratt, að enginn píl- ári þess verður greindur, þegar sannleikur gærdagsins er orðinn lýgi dagsins í dag og staðreynd virðist naumast til, þá er von, að margur villist á áttum og horfi sljóum augum hins vonsvikna til framtíðar. Allir þeir, sem mótuðust að fullu fyrir hina síðari heimsstyrjöld, hafa orðið að þola þá raun, sem fáar kynslóðir hendir, að allt, sem var þeim gildi, er nú hlægilegt. Fullorðinn maður verður að samlagast algjörlega breytt- um viðhorfum á öllum sviðum lífs síns, bæði hið ytra og innra. Það er ekki einungis, að farartæki vort hafi breytzt úr fæti í hjól, olían, ljósmeti æskunnar, svörður og sauðatað, yl- gjafi hennar, í rafurmagn og kjarnaglóð, hendi manns í vél, heldur hefur allt, sem andinn nam og helgaði sér, orðið að víkja, sem úrelt þing, fyrir nýjum háttum. Við stóðum allt í einu sem opinmynnt börn frammi fyrir því, að sú veröld, sem var, hvarf. Þroskabraut okkar, sem við gengum, meðan aðlöðunarhæfnin var mest, var á enda. Nýr tími, fjarskyldur hinum, nýr vegur, ólíkur götunni okkar, beið. Kannski nám um við ekki dagsetning þessarar stundar eða ártal. En þetta gerðist úr lokum seinni styrj- aldar. Við máttum taka til á ný að samlagast nýrri öld. Fullorðnir að setjast í skóla ólíkra fræða þeim, er oss runnu í merg og blóð á hljóðlátan hátt á fyrsta þriðjungi þessarar aldar. Hefur nokkur forfeðra okkar orðið að endurskapa svo algjörlega viðhorf sín, af- klæðast svo rækilega þeim persónuleika, er samtíðin hafði mótað og skapa nýjan? Eða lifa áfram sem fornaldarundur í skihiings- vana Núi? Nei, naumast sjálf landnámskyn- slóðin. Þar var meir um sviðskipti að ræða en kollsteypu leikmyndar og texta. Jafnaldri góður. Hvar er rómantík fyrsta, annars og þriðja tugs aldar, hvar raunsæi hins fjórða? Hvar eru form þeirra lista, er við dáðum og gerðum að ævilöngum vin? Hvar er kommúnisminn okkar, verkmenningin, trú- in, vonin, allt? Þessu verður ekki svarað. Annaðhvort sam- löðumst við afstæði alls, sem nú er, eða stönd- um sem nátttröll og horfum á flug samtíðar í átt óvissunnar, þöglir menn, án faðirvors. — Það var barn í dalnum, sem datt onum gat. .. Mörg börn. ☆ VERKAMAÐURINN er fimmtugur, raun- verulega skipuleg verkalýðssamtök á líkum aldri. Að lesa þetta blað ár frá ári segir sögu ekki fjarskylda þeim dráttum, sem á undan standa. Hann var í fyrstu málgagn jafnaðar- manna, hann varð málgagn kommúnista og sósíalista og Alþýðubandalags. En hvað, sem nöfnum líður þeirra hugmyndasamtaka, er að baki stóðu, var hann málgagn verkalýðs og er enn. En hér stöndum við nú frammi fyrir ærn- um vanda. Hinn stjómmálalegi bakhjall verka- lýðs, sem fyrr var einn, er nú löngu sprunginn í tvennt og nýlega klofin hin breiðari helftin í þrennt. En framundan hið næsta blasa þó við þau vandamál, sem aldrei verða leyst af stökum tunnustöfum. Hver sé ástæðan fyrir því, að svo er komið, mun ég leiða hjá mér að ræða, en hygg þó, að einn þátturinn sé hrað- flug tímanna og hæggengni þeirra, sem mót- uðust af hugsjónaeldi ára Sovétbyltingar. Því enda þótt eldur sá hafi kulnað mjög vegna misferlis manna, sem halda skyldu honum lif- andi og það m.a. vegna örðugleika þeirra, að verða samstiga breytingum framþróunar, þá er ekki þar með sagt, að hugsjónir þessar geti ekki haft svipað notagildi á nýrri öld. Séu þær samhæfðar kröfu líðandi stunda. Hitt er þó staðreynd, að þeir, sem nú eru að salla hug- sjónir sósíalismans niður í núll, eru aRir fóst- urbörn hans og forsvarsmenn frá upphafi hér- lendis, en kannski hafa hugsjónir þann eigin- leika seglskipsins, að þar þurfi nokkuð að hafa í huga sjólag og vinda. En mönnum hætt- ir ætíð við að trúa á, að það, sem var rétt í gær, sé það einnig að morgni hins næsta dags. Persónulega þori ég ekki að segja neitt um það, hvort þetta umrædda þjóðfélagsform sé hið eina rétta á öllum tímum. Hitt þykist ég hafa séð af innlendri reynslu, að þótt hálf- sannleikur kunni að vera betri en lýgi, þá sé hálfsósíalismi verri en enginn. Margir halda því fram, að „jafnaðarkenn- ingin” stríði á móti „mannlegu eðli,” hitt hef- ur þeim láðst að sanna, að menn séu fæddir með eitthvert sérstakt „eðli,” hvort það sé al- gilt fyrir alla, og enn hvort það sé gott eða illt, og síðast en ekki sízt, hvort það sé óbreyt- anlegt. Gæti ekki hugsazt, að eins rétt væri að breyta eðli sínu eftir samfélags-þörfum eins og að laga þær eftir því. Einhvern veginn hafa jurtir og dýr samsinnað „eðli“ sitt hinum ólíkustu þróunarskeiðum náttúrunnar og lif- að af veðrabreytingar hinna ýmsu tímabila, án þess að bíða tjón á sálu sinni. Kannski hjálpaði það þeim að eiga ekki neina skráða formúlu um, hvað væri rétt og rangt og að eilífu óumbreytanlegt. Þar þraut manninn, það er hans erfðasynd. Jú, mikið rétt, hann lifði af sem tegund. En hvenær, sem hugmyndalegan vanda bar að höndum, urðu viðbrögðin Kains og Abels og svo er enn. Kartöflurnar í Eyjafirði höfðu vit á að not- færa sér þrjá sumarmánuði til fulls þroska. Pólitískir leiðsögumenn verkalýðs notuðu 50 sumur heil til að sprengja sjálfa sig í frum- einingar. Þó skal nú strax og fúslega viðurkennt, að þessi umrædda forustusveit íslenzks verka- lýðs hefur unnið stórhlutverk. Hún er eitt meginaflið, sem leitt hefur alþýðu frá borði hungurs og réttleysis til þess sætis, er henni ber í lýðfrjálsu ríki. Samvinnuhreyfing og sósíalismi hafa gjört bændur og sjómenn og verkalýð að nútímaþjálfuðum her í framvindu atvinnusögu, frjálsa menn og stolta, jafnoka þeirrar auðstéttar, sem var og er enn járnköld staðreynd. Þetta ber að þakka og viðurkenna. Og því má slá föstu, að þótt nú hafi riðlazt forustusveit, muni það fólk, sem hún ól upp, finna sameiginlegan veg að ganga og þá leið- toga, er gera hann að sigurbraut. Því sá veg- ur yrði vegur meginhluta þjóðarixmar. Frelsi, sjálfstæði og uppbygging er letrið, sem skráð er á þær gulltöflur okkar, sem nú hyljast að nokkru í grasi. Þær verða teknar upp. En víkjum enn að þessu fimmtuga blaði. Öllum, sem hafa frá upphafi staðið vörð um það, notið þess og goldið, vil ég votta virðingu og þökk. Það var hvorki vegsvon ævinlega, né fjár- að stýra því og dreifa. En aldur þess, viðgangur þess og árangrar eru staðreynd. Ég vil leyfa mér að nefna þrjá af þeim rit- stjórum, sem lengst hafa starfað samfleytt við blaðið: HaUdór Friðjónsson, sem leiddi það öruggri hendi hin fyrstu bemskuár þess. Jakob Árnason, er bar það fram um vegi mikilla þrenginga og styrjaldar, og Þorstein Jónatans- son, núverandi ritstjóra, sem orðið hefir að sigla sjói mikils misstreymis og sviptivinda. Allir eiga þessir menn sinn góða hlut, hver á sinn hátt og verður seint að fullu þakkað. En einnig mætti með viðurkenning og þökk minnast allra starfsmanna og stuðningsliðs blaðsins frá upphafi. Framtíð íslenzkra blaða er nú mjög óráð- in. Fjölmiðlunartækin nýju munu án efa þoka þeim til hliðar a.m.k. um nokkur ár. Hér á Akureyri er enginn gruiídvöllur fyrir fjögur blöð. Á íslandi er enginn grundvöllur fyrir fjóra flokka, hvað þá fleiri, þeir hljóta því að sameinast einhverjir, og þá málgögn þeirra um leið. Enginn getur því sagt um með neinni vissu, hvort þetta blað, Verkamaðurinn, nær lengri aldri, eða fellur skjótt. Þar ráða menn morgundagsins. K. f. D. Verkamaðurinn 50 óra — 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.