Verkamaðurinn - 24.11.1968, Blaðsíða 13
FLETT BLÖÐUM
aðar meðbrœSra sinna í ein-
hverri mynd. En hvað sem hef-
ur valdið því var enginn þess-
háttar fagnaður á boðstólum
hér í bœnum. Þó höfðu flestir
bœjarbúar hugboð um, að merk
isatburðar þessa mundi verða
minnzt í kirkjunni og hugsuðu
því margir til að mœta þar. Ég
vildi ekki verða útundan í þetta
skiptið og kom með þeim fyrstu
í kirkjuna og hagrœddi mér sem
bezt í sætinu og hugsaði mér að
láta mér líða betur núna en
stundum hafði komið fyrir, þeg-
ar ég hafði annaðhvort orðið að
standa út við dyr eða sitja tvn-
faldur úti undir súð á kirkju-
loftinu. En mér varð ekki káx>-
an úr því klœðinu í þetta sinn.
Fólkið streymdi inn í kirkjuna
og troðfyllti hana á lítilli
stundu. Meðhjálpari og lögreglu
þjónn tróðu niður í sœtin, þar
til maður sat ofan á manni.
Lausabekkir urðu þéttskipaðir
og skrúðhúsið fullt.“
Já, þannig var ástandið 1.
desember 1918. Þó menn hefðu
viljað fagna fullveldinu var ekk-
ert húsrúm til þess.
Hagur bæjarins.
í 6. tölublaðinu er haldið
áfram að tala um atkvæðisrétt-
inn. Þar er líka minnst á fjár-
haginn: „Ekki var ástœða til að
kveina og kvarta. Fróðlegt að
fletta upp í ársreikningi Akur-
eyrarkaupstaðar, sem gerður
var við árslok 1916 og sjá þar,
hvað þeir menn hafa rétt fyrir
sér, sem halda að bœrinn sé á
heljarþröminni. Allar eignir
bœjarins eru taldar þar kr.
447.353.80, þar af eru skuldir
227.204.52. Skuldlaus eign kr.
220.149.28. Hér er þó sleppt
ýmsum sjóðum, sem bœrinn á og
hefur undir höndum og einnig
Caroline Rest með sjóði.“
Og svo kemur jólablaðið. Það
er ekki mikið um j ólaauglýsing-
arnar. Þó er stórt uppboð laug-
ardaginn þann 28. desember hjá
Brauns-verzlun. Þa verður selt
ýmislegt merkilegt, einsog pen-
ingaskápur úr stáli, stór spegill
og lux-lampi, stólar járnrör, út-
stillingarskápar og mikið af
'bókum. Þar fæst einnig búðar-
varningur, kvenkápur, nærföt,
silkiblússur, glanskápur, sleifar
og margt fleira. Langur gjald-
frestur. Og kvartettinn Bragi
syngur laugardaginn 28. þ. m.
í Samkomusal bæjarins klukk-
an níu.
Eftirmæli ársins.
Þeir virðast hafa samþykkt
bæjarstjóra og kosningar fylgja
í kjölfarið. Það á að kjósa alla
bæjarstjómina. Leiðarinn éða
áramótahugleiðingin, sem nú er
venjulega í fyrsta blaði nýja
ársins, er í síðasta blaði hins
gamla árs hér: Tímamót. Þar
segir m. a.:
„En þó vér íslendingar höf-
um staðið utan við heimsófrið-
inn, verður ekki annað sagt en
að árið, sem nú er að kveðja,
muni verða talið merkisár í
sögu vorri á margan hátt. Á því
höfum vér fengið heimsókn af
einum þeim grimmasta vetri, er
gist hefur land vort í seinni tíð.
Aflaleysi fylgdi á eftir og ómuna
grasbrestur um allt land. Eitt ill-
rœmdasta eldfjallið tók að gjósa
um haustnætur, og var ekki ann-
að sýnilegt um stund, én blóm-
legustu héruð landsins lægju
undir eyðileggingu. Mannskœð
landfarsótt spennti helgreipum
um höfuðborg vora og gerðist
líkleg að leggja undir sig allt
landið, og þá mun stjórnmála-
blaðsíðan í árbók vorri eigi
er ekki hægt að segja, að ekkert
hafi verið gjört, er miði í fram-
faraáttina. Verzlunafélag hefur
byrjað á stórum framkvœmd-
um, sem geta haft mikla þýðingu
fyrir bœjarfélagið í framtíðinni.
Bæjarstjórnin hefur ráðizt í
framkvæmdir til að tryggja af-
komu bœjarbúa. Verkalýðurinn
hefur líka sýnt lit á að berjast
gegn örðugleikunum, sem þessi
stétt á sérlega við að stríða á
þessum tímum óárans og dýr-
tíðar. Fá sjávarþorp landsins
munu hafa fengið öllu tilfinn-
anlegar að kenna á klakaklóm
síðastliðins vetrar en Akureyri.
Fjörðurinn lá undir ís frá því á
öndverðum vetri og fram á vor
og bannaði allar siglingar að og
frá kaupstaðnum. Fiskiskipin
misstu af vorvertíðinni af þess-
um ástœðum og hafði það tilfinn
anleg áhrif á atvinnu og drift.
Síldveiði brást líka, og gengu
flestir frá með skarðan hlut. Þó
ber því ekki að gleyma, að sjór-
inn hefur bœtt þetta að nokkru.
Góður fiskafli hefur verið hér á
firðinum það sem af er þessum
vetri, og höfum vér ekki átt
slíku láni að fagna í fulla tvo
tugi ára. Ástœður fjöldans munu
því við þessi áramót vera fram-
ar öllum vonum, og nú undir
áramótin hefur bœjarfélagið lagl
grundvöll að mikilvœgum breyt-
ingum á stjórn bœjarmálanna.“
Oamla kó-kjan á AkurCjrc
þykja ómerk. íslenzka ríkið
bœttist við ríkjatölu álfu vorrar
hinn fyrsta dag síðasta mánað-
ar ársins. Vér endum árið sem
fullvalda þjóð.-----------
Ekki verður það sagt að árið
1918 hafi verið sérlega við-
burðaríkt hjá okkur Akureyr-
ingum. „Fáar betri friðarstöðv-
ar finnast undir skýjastól,“
sagði skáldið um Akureyrarbœ
fyrir nokkru síðan, og enn meg-
um vér teljast friðsemdarfólk.
Oss hefur og harla lítt miðað
áfram á braut atorku og fram-
kvæmda. Margir munu kenna
stríðinu þar um, en hitt mun og
hafa miklu um ráðið, að vér er-
um vœrukærir úr hófi fram. Þó
á einum stað í greininni: „Ekki
vil ég óska Akureyrarkaupstað,
að bœjarstjórnin verði alskipuð
þeim mönnum, sem þurfa á bœj-
arstjóra að halda til að hugsa
fyrir bæjarstjórnina, eins og
einn rœðuskörungurinn komst
að orði, því þeir menn, sem
ekki geta hugsað sér neitt sjálf-
ir, eru að mínu áliti gersamlega
Sr. Matthías Jochumsson
klepptækir og geta ekki í bæjar-
stjórn setið.“ “
Erlingur er ekki á sama máli,
og hann átti eftir að brýna penn-
ann betur.
En blaðinu lýkur svo með
hvöt, Steindór Sigurðsson, hinn
18 ára prentnemi, er enn á ferð:
„Sýnum enn að erum íslend-
ingar“.
1919
Það er því ekki svo dapurt þrátt
fyrir allt. Blaðið hefur nú kom-
ið út sjö sinnum. Það hefur ver-
ið mjög hógvært. Þó mun því
ekki hafa verið fagnað af yfir-
stéttum Akureyrar.
Það hefur verið hógvært, en í
7. tölublaðinu, síðasta tölublaði
fyrsta ársins, kemur fram nýr
penni, Erlingur Friðjónsson.
Grein hans heitir: Sá klepptæki.
Upphaf hennar er á þessa
leið:
„Herra lögfræðingur Júlíus
Hafstein ritar langt mál í 51.
tölublað íslendings þ. á. út af
borgarafundi þeim, sem haldinn
var 16. þ. m. um bœjarstjórn-
ina. Falla orð hans m. a. þannig
Annað starfsár er hafið, 1919.
Það hefur einhvern veginn
komizt inn í prentaðar heimild-
ir, að Verkamaðurinn sé stofn-
aður árið 1919. Þetta er ekki
rétt, en kann hinsvegar að stafa
af því, að árið 1919 fer verka-
mannafélagið að styrkja útgáfu
blaðsins. Það var samþykkt á
fundi í verkamannafélaginu 12.
janúar að kjósa þriggja manna
nefnd til að athuga, hvort hægt
væri að halda blaðinu áfram.
Finnur Jónsson, síðar alþingis-
maður, flutti tillöguna, og fund-
urinn samþykkti að kjósa fimm
manna nefnd til að athuga um
fj árhagslega afkomu blaðsins,
og þeir voru kosnir: Finnur
Jónsson, Björn Ásgeirsson, Garð
ar Arngrímsson, Erlingur Frið-
Jónsson og Sveinn Sigurjónsson.
Nefndin bar síðan fram til-
lögu á aðalfundi verkamannafé-
lagsins 26. janúar, að félagið
styrkti Verkamanninn með 350
krónum það ár, „ef útgefendur
sjái um, að blaðið komi út viku-
lega til nœsta nýárs og kosti það
ekki yfix 4 krónur í áskrift og
10 aura í lausasölu“. Og tillag-
an hlaut einróma samþykki.
Það kom í Ijós árið eftir, að
þetta hafði nægt. Verkamaður-
inn hafði borið sig, og félagið
hélt áfram næstu árin að styrkja
útgáfu blaðsins með fjárupp-
hæðum, allt að 500 krónur á
ári.
Fyrsta blaðið 1919 byrjar á
því, að Erlingur Friðjónsson
spjallar við Ragnar Ólafsson,
sem þá er í bæjarstjórninni.
Honum þykir hart, að bærinn
þurfi að kaupa vegarstæði um
Oddeyrina af prívatmanni, og
honum þykir bæjarfulltrúinn
nokkuð sérgóður í bæjarstjórn-
inni. Þeir voru ódeigir bræð-
urnir frá Sandi og penni þeirra
var skarpur á þessum árum,
skapið mikið og áhuginn fyrir
velferð vinnandi fólks hið sama.
Deilt um kaupið.
Verkamenn virðast hafa hækk
að kauptaxta sinn, því að hér
segir frá átökum: „Höfnersverzl
un og kauplágmarkið. / byrjun
desembermánaðar kom saltskip
frá Spáni til Höfnersverzlunar-
innar hér í bœnum. Skipinu var
siglt í strand á Leirunni að nóttu
til, en náðist brátt út aftur. Þeg-
ar byrja átti að afferma skipið,
komu nokkrir menn, sem vilyrði
höfðu fengið um vinnu, niður á
bryggjuna. Þá lýsti verkstjórinn
yfir því, að kaupið við vinnu
þessa vœru 75 aurar en ekki 90
aurar á tímann eins og lágmarks
kauptaxti verkamannafélagsins
ákveður um skipavinnu. Flestir
verkamennirnir vorugóðir dreng
ir og vildu hvorki svíkja sjálfa
sig né félagsbræður sína með
því að hjálpa Höfnersverzlun
tíl að setja niður kaupið. Þeir
kváðust ekki vilja vinna fyrir
þetta kaup og fóru hver heim til
sín. Þó urðu sex félagsmenn og
tveir utanfélagsmenn eftir, auk
ökumanna. Þessir menn voru
allir aðvaraðir af stjórn verka-
mannafélagsins, og hœtti einn
þeirra að vinna eftir tvo daga.
Hinir, sem munu vera bundnir
verzluninni á einn eða annan
hátt héldu áfram vinnunni, auk
ökumanna og nokkurra ungl-
inga, sem ekki teljast enn verk-
fœrir menn.“----------
Það er haldið áfram að rök-
ræða vegna þessa máls. Kaupið
mun ekki vera of hátt.
Og í næsta blaði kemur frétt
úr höfuðstaðrium: ,Samkomulag
fengið um kaup verkamanna.
Dagkaup 90 aurar um klukku-
stund, í eftirvinnu 1.15, og gerð-
ardómur sker úr kaupdeilum
nœstu tvö árin.“
í þessu blaði kemur fram nýr
maður á ritvöllinn. Drauma-
grímur. Hann virðist muni geta
orðið álitlegur. Það er haldið
áfram að tala við hann Ragnar
Ólafsson hinn 16. janúar, og þá
kemur stórauglýsing frá bæjar-
fógetanum, Páli Einarssyni:
„Bæjarstjórnarkosning
Samkvæmt lögum 14. nóvem-
ber 1917 og nýstaðfestum lög-
um um breyting á þeim á að
kjósa nýja bœjarstjórn, er skip-
uð verður 11 bœjarfulltrúum.
Kjörstjórn bœjarins hefur ákveð
Framhald á bls. 17.
Verkamaðurinn 50 ára
15