Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.11.1968, Blaðsíða 56

Verkamaðurinn - 24.11.1968, Blaðsíða 56
 að af forvitni og fréttaþrá um hneyksli, sem hægt væri að japla á. Og ég, sem allir þekktu! Yrði ég bæjarpóstur eftir þetta? Myndi mér líft í bænum? Hún sigaði þeim á mig: Tak- ið þennan herra, hann sýndi sig í líkamsárás! Enn vil ég vekja athygli á tals máta hennar, hann segir sitt. Þegar fólk eins og hún segir „þennan herra", um mann eins og mig, þá er það alvarlegt. Lög fræðiblær á tali svona fólks, er váboði. Og svo þetta orð „líkams árás", með aðaláherzluna á „líkams". Var árás ekki nóg? Þeir tóku mig svo. Og augun, öll þessi augu við girðinguna, ópersónuleg og gráðug, fylgdu mér, þeim og konunni. Því hún kom með í lögreglubílinn, ótil- kvödd, að ég held. En til hvers? Og þeir settu okkur, kærðan og ákæranda, inn að attan, fóru sjálfir frammí, og við settumst á hliðarbekkina, hvort móti öðru. Hún æst og svona ein- kennilega gráköld orðin í fram- an. Hún, sem var þó venjulega svona bakstursheit eins og ég sagði. Það er bezt að tala ekki um mig. Eg var koldofinn á sálinni, niðrí fætur en ekki þó eins voða lega hræddur en þó mikið enn. Hafið þið fengið deyfandi sprautu? Þannig var það. Sárt um leið og stungið er, svo dofn- ar maður gegn hvaða tóli, sem beitt er við mann. Illa leið mér þá. Mér datt ekki annað í hug en lögreglustöðin. En þeir spyrja þá aftur fyrir sig, rétt eins og við værum farþegar í fólksbíl: Hvurt á að fara? Þykir ykkur það ekki broslegt í minni aðstöðu. Hvert viltu fara, glæpamaður og fangi? Það var annað með hana, hún mátti kallast farþegi og vissulega töl- uðu þeir til hennar. Ég veit aldrei hverju hún hefði svarað, því nú tók ókunn- ugt afl stjórn á tungu minni og lét mig segja: Til nafna.... Það er jafn satt og að ég ligg hér, að mér hafði ekki dottið nafni í hug, fyrr en ég heyrði sjálfan mig segja þetta. Og það var gott, því ef ég hefði hugsað eitthvað, hefði ég ekkert þorað að segja. En þetta var eins og töfraorð og skipun. Hún sagði ékki neitt, og þeir breyttu um stefnu, því allir vita að nafni vinnur hjá fógeta, er fulltrúi hans og stund- um settur. Og þið þekkið hann öll. Og feginn var ég að ég skyldi segja þetta ósjálfrátt, því nafni gerir margt fyrir vini sína, og ég hef oft skroppið fyrir hann eftir einni léttri.... Já, skrýtið var það. Nafni . . . og ég í þessu ástandi. Það var komin önnur gláp- þyrping fyrir framan hjá fógeta, eða hin fyrri komin á undan þangað. Ég vissi varla af mér, fyrr en við vorum komin inn til nafna. Hún óbreytt í framan og ég eins og ég hlýt að hafa verið. Löggan var farin, bara við tvö og hann á skrifstofunni. Djúpu leðurstólarnir og skrif- borðið þakið skjölum. Ég veit hvað var í hliðarskápnum. Hvað iskyldi standa hátt í henni, í öxl- um og sennilega neðar því klukk an var orðin þrjú. Nafni leit fyrst á mig og ég leit á nafna. Þið hefðuð átt að sjá hann þá, svona settur og þó var andlitið allt ein spurn, sérstaklega kring- um augun og munninn. Svo leit hann á hana og spurnin vék fyr- ir valdinu. Þó var það spurning, sem hann bar fram.... Hvað gerði Steini póstur yður, kona góð? Hún tafsaði, 'en það var komið mikið vald í augu nafna og hún átti einskis úrkosta nema svara. Enda var hún hér til að ákæra. — Hann er með aðdróttun um mig og bankastjórann, ég eigi að losa mig við þann, eins og hann ákvað. Þá skaut ég inní, óvitandi enn: -— Ég meinti víxilinn og ekkert annað, því hitt veit ég ekkert um. — Hann meinti víxilinn, end- urtók nafni, og það þótti mér vænt um, því það var alveg satt. •— Svo gerði hann á mig lík- amsárás, sagði hún og enn þessi framandi blær á þessu voða orði. — Hvernig? spurði nafni. — Hann kleip, segir hún. — Hvar? spyr hann. — Hérna, segir hún. — Fast? spyr nafni. — Dálítið, segir hún. * Lögfræðin er stuttorð og gagn orð, og mál leysast bezt þannig. Því mörg orð eru eins og myrk- ur, svo það er vont að greina sannleikann í þeirn; En sé hann til, finnst hann skjótt í birtu hinna fáu orða. Og nafni vildi . finna sannleikann mín vegna, það íann ég og leið betur. Þó var minn sannleikur þarna at- höfn, sem gæti orðið refsiverð í höndum annarra lögmanna. En nafni þurfti ekki að vinna stór- mál, né komast áfram. Hann var sáttur við stólinn sinn, pípuna sína og þetta, sem ég sótti istund- nim fyrir hann og nú myndi í skápnum og sennilega í öxlum enn. Og því sagði nafni: Steini, gerðu það aftur núna svo ég sjái hvort það flokkast undir árás. Takið eftir, hann sagði ekki lík- ams, bara árás. Fjóra stafi, sem isegja meira en hitt í munni hans, eða það fannst mér. Hún var enn svona gráköld og klögumálaleg. Ég hikaði, en þá leit nafni á mig og hann skipar aldrei tvisvar með orðum, áherzl an býr í augunum. Ég gekk til hennar og kleip hana á sama stað, hvorki lausar né fastar. Hitt var mér ósjálfrátt, þetta raunar líka, þó það væri eftir skipun. Hún hljóðaði upp, hátt og sárt, svo sárt, að ég skildi það ekki, því þetta var ekki fast klip, og vöðvinn þykkur. Hitt var líka undarlegt, að svipur hennar breyttist, þóttinn kaldi vék fyrir hlýja bökunarblænum eins og ís fyrir sunnan átt. Eftir þessu tók ég strax. — Var það, svona áðan? spurði nafni. — Nei, jú, kannski, og þó öðruvísi, sagði hún. Hvað sem nafna leið, vissi ég að hún sagði satt, því sama at- höfn getur verkað á margan hátt. Frá minni hálfu var það eins, hún skynjaði það á annan veg nú. — Þetta dæmist ekki árás. Ekki einu sinni líkamsárás, sagði nafni. — Hvað á ég að borga þetta?' spurði hún. Og nafni glotti ekki • enn, þó fann ég að hann var far- inn að brosa innan í sér, og það bros myndi koma út um augun og breiðast yfir andlitið. En ekki fyrr en við værum farin. Ég var nú að losna undan deyfistungu hinnar fyrstu skelf- ingar, og því skaut upp í hug mér, að sá sem tapar máli hjá lögfræðing, hann borgar. Hún var að játa sig yfirunna. Hundr- að krónur, sagði nafni. Meira sagði hann ekki fyrr en við höfð um sagt þakk fyrir og vertu nú bless. Ég vissi hvað hann myndi gera við skápinn sinn í horninu. Ég myndi kaupa nýja glætu á morgun. Nú er sagan eiginlega búin. Kannski er þetta ekki saga, frem ur greinargerð fyrir skoðun um áhrif lítilla atvika. Ég er ennþá Steini bæjarpóstur og margt er líkt og fyrr. Enn ber ég margs- konar bréf. En brúna umslagið í 13, er ékki lengur á ferð. Ég greiddi víxilinn upp strax eftir brúðkaupið okkar, hann var að- eins 1000.00 kr. og hefði ekki átt að framlengjast ár eftir ár. Því honum var að kenna, að ég kleip ekkjuna í þykkvalærið og hafði nærri fengið dóm. Honum að kenna, að við erum nú hjón. Kannski er þó klipið hinn eigin- legi örlagavaldur. Veit ekki. En ég sagði við nafna fyrir skömmu, að þó ekkjan í 13 sé heit og húsmóðurleg í fasi og okkur líði vel, þá óskaði ég þess stundum, að ég hefði ekki klip- ið hana um árið. Að minnsta- kosti ekki þarna — og helzt hvergi. Þviti. Ung stúlka fann fimm egg í hreiðri. Þetta var seint á sumri, fuglinn hafði sýnilega afrækt þau eða þá að ófrjósemi hefur valdið, að þau urðu ekki að ung- um. Nú var þetta í fyrsta sinn, sem stúlkan fann hreiður og þótti henni þetta illsviti. En unn- usti hennar sagði hugsandi: „Eg elska þig bara helmingi meira fyrir vikið." RÚSSLÁND UNDIR HAMRI OG SIGÐ Tímabær og Ijóslifandi lýsing eftir Hermann Pörzgen Kristjón Korlsson og Magnús Sigurðsson íþýddil textann Stórglæsileg og eiguleg bók HVJWBtMMST ÍM'JflAHIII! Þetta er spuming, sem margir velta fyrir sér eftir innrós Rússa í Tékkóslóvakíu. I viðtali við Morgunblaðið 21. ágúsr, segir Einar OI- geirsson, formaður sóslalistaflokksins: ,,Þess- ir atburðir eru á móti öllum sósíaliskum prinsippum og ég vona að þessir menn ótti sig á því hve gífurleg mistök þeir hafa gert." I þessari gagnmerku bók er Ijóslifandi lýsing á framþróun móla í Rússlandi síðastliðin 50 ár, bæði í máli og myndum.''Hér birtist saga hinnar marghrjáðu en þrautseigu rússnesku þjóðar I blíðu og stríðu, hin blóði drifna saga valdhafanna í Kreml, sem ýmsir hafa trúað á í blindni allt fram til þessa dags. Myndið yður raunhæfa skoðun á því, sem er að gerast t Rússlandi, með því að kynnast hinni hlutlægu og óróðurslausu frásögn þess- arar follegu og fróðlegu bókar. Hér birtist íslenzkum lesendum í fyrsta sinri heilleg mynd þess, sem gerzt hefur i Sóvétríkjunum á hálfri öld undir hamri og sigð. Með 240 sjaldgæfum Ijósmyndum BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR Bóndinn barðist um á harð- bala-hól. Slátturinn sækist seint með vondum ljá, í glaðasta sól- skini. Bóndi var þreyttur og sveittur. Hann tók af sér húfu- pottlokið, þurrkaði sér um enn- ið á f óðri þess, leit upp til sólar- innar og mælti: „Þú getur glennt þig núna, bölvuð. Hún var ekki svona á þér gleiddin í fyrri viku, þegar ég var að þurrka ullina. Það er alltaf eins kvenkynið." Gamli maðurinn lá aftur á bak í rúmi sínu og virtist niður- sokkinn í að lesa á bók. Þetta vakti athygli húsmóðurinnar á bænum. Hún spurði: „Er þetta skemmtileg bók, sem þú ert að lesa, Laugi minn?" Laugi: „Já, hún er alveg Ijóm andi." Húsmóðirin: „Sérðu enn á bók, svona gleraugnalaus?" Laugi: „Nei, ekki orð." Jón: „Sæl og blessuð, Anna mín. Já, og til hamingju með kærastann." Anna: „Þökk fyrir. Þetta er ágætis maður og sér fyrir sínu, þó hann sé svona." Jón: „Svona. Hvernig svona? Anna: „Hann er blindur." Jón: „Nú, það hlaut að vera." Maður nokkur keypti kú af nágranna sínum. Þegar heim kom og kona hans fór að mjólka nýja gr/ipinn fann hún aðeins 3 spenana: „Áhá," sagði hún, „hann hefur svikið þig um einn ispenann. Eg hélt þó að hann hefði haft nóga." Áfengi skapar manninum það mikla gleði, að hún kemst allt að því hálfa leið til að vega upp móti þeirri sorg, sem það veld- ur. 58 Verkamaðurinn 50 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.