Verkamaðurinn - 24.11.1968, Blaðsíða 19
FLETT BLÖÐUM —
þeir óhjákvœmilega verða að
kaupa vinnu af, án þess að
vinnuseljendur hafi þar nokkuð
atkvœði um.-------“
Urræðið. „Oflugur félagsskap
skapur myndi geta bjargað ykk-
ur. Myndið liann og styðjið.“
3. janúar er skrifað: „Mikil
gœðablóð eru þeir útgerðar-
menn okkar hérna á Akureyri.
Mér hefur verið sagt, að þeir
cetli að gefa okkur hásetum helm
ing af fiskafla skipa sinna á kom
andi vori, gefa okkur helming-
inn blátt áfram, því hvað cetli
okkur dragi um það, þó að við
eigum að fœða okkur sjálfir,
borga helming af beitu, olíu og
salti, eða með öðrum orðum að
gera skipin út að hálfu leyti á
móti þeim. Um eldiviðinn er
ekki talað, en mér finnst sjálf-
sagt, að við leggjum hann til
líka. Það er ekki nema eðlilegt
að við sjóðum okkar eigin mat
við eldivið frá sjálfum okkur,
þar sem það líka gœti verið
trygging fyrir því, að einhver
eldiviður vœri til í skipunum að
sjóða við. Eg gœti vel vitað það
fyrir blessaða kokkana okkar,
að þeir þyrftu ekki að vera í öðr
um eins vandrœðum og síðast-
liðið vor.
Okkar skaði verður a. m. k.
ekki meiri en síðastliðið vor,
þegar þeir gáfu okkur 25 aura
fyrir pundið af fullsöltuðum
fiski en fengu 31Y‘Z tU 35 aura
fyrir pundið, hafi það annars
ekki verið meira.“
31. maí er farið að tala við
síldarsjómennina, og þykja ekki
álitleg kjörin, sem þeim eru boð
in. Þar segir: „Eins og kunnugt
er hefur verkakaup við dag-
launavinnu hækkað um 1/6 frá
1. júní að telja. Einnig hafa út-
gerðarmenn og bœndur boðið
sæmilegt kaup við landvinnu,
bœði konum og körlum, en
hvaða kjör standa sjómönnum
til boða við síldveiðar á nœsta
sumri? Utgerðarmenn hafa orð-
ið: Við megum borga 210 krón-
ur á mánuði, 5 aura premíu af
hverri tunnu síldar, 100 krónur
á mánuði og 10 aura premíu af
tunnu eða þá ef menn vilja 22
aura af hverri tunnu, sjómenn
leggja sér til fœði sjálfir.
í hinum nýauglýsta kaup-
taxta verkamanna er lágmark
mánaðarkaups 230 krónur sé
um skemmri tíma að rœða en
tvo mánuði. Fyrir minna en
þetta mega þeir ekki vinna á
neinum tíma árs, og það verða
menn að lœra að skilja, að þetta
er lágmark fyrir álla þá verka-
menn, sem í félagsskapnum eru
og verkfœrir kallast. Taxti út-
gerðarmanna aftur á móti er
hámark.“
Það er rætt um, hve ótrygg
þessi premía sé, en „máski menn
haldi, að 5 aurarnir geri feikna
upphœð. Lítum á aflaskýrslur
mótorskipanna þrjú síðastliðin
ár. Þar verður meðaltal ca 800
tunnur. Haldið þið það sé ekki
álitleg uppbót, piltar, 20 krónur
á mánuði, þegar aukavinna í
landi er borguð með allt að
1.50 á klukkustund. En menn
eiga kost á að velja um, geta
fengið 22 aura á tunnu, og það
er girnilegt. En reynsla undan-
farinna ára hefur þegar sýnt, að
það er engin meining í því fyrir
sjómenn að ráða sig fyrir tóma
premíu á norðlenzku mótorskip-
in, þó nokkur þeirra hafi allgóð
skilyrði til að fiska, þá eru hin
miklu fleiri, sem hafa það ekki.
Og hvernig geta menn œtlast til
þess að sjómennirnir eyði sumr-
um án þess að hafa einhverja
tryggingu fyrir því að hafa eitt-
hvað í aðra hönd.
En hvað mœtti þá telja við-
unanlegt kaup yfir síldveiðitím-
ann: 300 krónur á mánuði og
frítt fæði, eða 200 krónur á
mánuði og 10 aura af tunnu og
frítt fœði mœtti kalla sæmilega
borgun. En ég býst við, að
mörgum kunni að þykja boginn
spenntur nokkuð hátt.“
Þá hafa danskir sjómenn stað
ið í verkföllum, þegar kemur
fram í ágúst og fengið veruleg-
ar kjarabætur og launahækkan-
ir. Og Verkamaðurinn hefur
fylgzt með því. Það segir um
dönsku verkföllin: „Af þessum
kaupkröfuim fengu dönsku verka
mennirnir þessu framgengt. 1)
Kaupið fyrir háseta var hækkað
úr 175 krónum upp í 270 krón-
ur á mánuði. Vinnutími er nú á
öllum dönskum skipum 8 stund-
ir. Ef lengur þarf að vinna, er
það eftirvinna, sem borguð er
með 1.25 um tímann fyrir klukk
an 9 að kvöldi, en 1,80 um tím-
ann eftir það. Þetta mun nú eiga
frekar við fragtskip en fiski-
skip.“
Fumvarp til vökulaga.
Frá Alþingi berast athuga-
verðar fréttir. Athugaverðar að-
farir heitir greinin, 11. sept.
1919: „Eins og skýrt var frá í
blaðinu hér fyrir skömmu, felldi
Neðri deild Alþingis lagafrum-
varp, sem 1. þingm. Reykjavík-
ur, Jörundur Brynjólfsson, bar
fram, er veitti hásetum á íslenzk-
um togurum rétt til átta stunda
hvíldar á hverjum sólarhring, er
togararnir eru að veiðum. Voru
8 deildarmenn með frumvarp-
inu, en 14 í móti. Hefur þetta
mál verið talsvert rœtt í íslenzk-
um blöðum og hefur sinn veg
sýnzt hverjum, þó svo virðist,
sem flestir ættu að vera sam-
mála um það, að ekki bœri að
ofbjóða vinnuþoli manna, hvort
sem þeir eru hásetar á togurum
eða stunda aðra vinnu.“
Þessi afgreiðsla mála er for-
dæmd. Síðan eru taldir upp þeir
þingmenn, sem voru með frum-
varpinu: „Hákon í Haga, Jón
Magnússon forsœtisráðherra,
Jörundur Brynjólfsson, Pétur
Þórðarson, Sveinn Ólafsson,
Þorleifur Jónsson, Þorsteinn
M. Jónsson. Einnig greiddi
Bjarni frá Vogi atkvœði með
frumvarpinu, en hafði þó talað
eindregið á móti því. Verður sú
framkoma að teljast afar lík
Bjarna.“ Þannig lauk þessu
máli á þingi. Merkisberar auð-
valdsins báru sigur úr býtum í
þetta sinn.
Þegar kemur fram í septem-
ber er skrifað til athugunar:
„Síldarútgerðin er úti. Fólkið
streymir heim úr verunum fyr en
vanlega er. Sumt með meðalsum
arkaup, sumir sjómennirnir með
nœr því tóma vasa. Dýrtíðin vex
þrátt fyrir friðinn, óhindraðar
siglingar og frjálsa verzlun á
flestum vörutegundum. Haust-
vinna verður með minnsta
móti.“
„Hvað á að gera“, er spurt
seinna, ,.það er spurning, sem
margur mun glíma við að svara
á viðeigandi hátt“.
Mjólkurverðið.
Málefni bænda og verkamanna
fara mikið saman á þessum
tíma. Bændur krefjast hækkunar
á mjólk og kjöti, en mjólkur-
framleiðsla nokkur er í bænum
og munu bændur hafa reynt að
ná samvinnu við eigendur um
hækkun mjólkur almennt. Stend
ur 25. september: „Mun það
œtlun þessara manna að koma
mjólkinni upp í 75 aura líter-
inn. Hvaða knýjandi nauðsyn
rekur til þessarar hækkunar
verður ekki séð í fljótu bragði.
Heyskapur hefur orðið sœmileg
ur hér um slóðir í sumar, og hey
því ekki dýrari en síðastliðið ár.
Bœndur selja ekki mjólk til bœj-
árins nema það, sem þeir hafa
framyfir það, sem þeir þurfa til
heimanotkunar. að þekkjum við
bezt bœjarbúar og höfum þrá-
sinnis orðið að sætta okkur við
að sitja uppi mjólkurlausir,
máski á miðjum samningstíma
og fyrirvaralaust.“
Síðar er minnzt á, að kjöt-
vörur séu það dýrar, að verka-
menn geti ekki keypt þær, og
það þykir hart að fá þá ekki
heldur neytt mjólkurinnar.
Notkun bifreiða.
Og það er komin bifreiðatíð,
og það hafa verið sett lög um
notkun bifreiða:
„Af því að almenningi mun
ekki kunnugt um það, hvernig
ber að haga sér gagnvart bif-
reiðum, þegar þœr eru á ferð
og nýskeð hefur slys hlotizt af
að hestur fœldist, er bifreið fór
framhjá honum, leyfir Verka-
maðurinn sér að birta hér
nokkrar greinar úr lögum um
bifreiðar, þœr er almenning
varðar mestu:
6. grein: Ökuluaðann skal
ávallt tempra svo, að komizt
verði hjá slysum og ekki sé
trufluð umferðin. í kaupstöð-
um, kauptúnum og álíka þétt-
býli má ökuhraðinn aldrei vera
meiri en 15 kílómetrar á
klukkustund, nema stjórnarráð-
ið hafi leyft meiri ökuhraða
eftir tillögum hlutaðeigandi
bæjar- eða sveitarstjórnar. Ut-
an þessara staða má hraðinn
vera meiri, ef nœg útsýn er yfir
veginn og ökumaðurinn samt
sem áður getur fullnægt öllum
skyldum sínum, þó aldrei meiri
en 35 kílómetrar á klukkustund.
I dimmu má hraðinn aldrei vera
meiri en 15 kílómetrar á klukku-
stund.
Þar sem ökumaður sér eigi
langt fram á veginn, í kröppum
beygjum við vegamót eða gatna
mót þar sem vegurinn er steyptur
og þar sem mikil umferð er, má
ekki aka hraðar en svo, að
stöðva megi vagninn þegar í
stað. Sé for á veginum skal aka
svo gætilega, að ekki slettist á
aðra vegfarendur.
Ef bifreið mœtir vegfarend-
um skal hún halda sig vinstra
megin á veginum. Bifreiðin skal
þegar nema staðar, ef sá, er hún
mœtir, gefur merki eða öku-
maður sér að hestur hræðist
eða verður órór.
I 8. grein er tekið fram, að
ökumaður skuli gefa merki með
liorni sínu í tœka tíð, þegar
hœtt er við árekstri.
Og í 14. grein: Eigandi bif-
reiðar ber ábyrgð á henni og er
skaðabótaskyldur samkvæmt 13.
grein. Noti maður bifreið ann-
ars manns í heimildarleysi, fœr-
ist skaðabótaskylda eigandans
yfir á notandann.“
Við upphaf annars starfsárs
blaðsins í nóvember 1919 stend-
ur til að kjósa þingmenn fyrir
kjördæmið. Blaðinu lýzt miður
vel á Björn Líndal og Sigurð
Einarsson dýralækni, hallast
fremur að Magnúsi Kristjáns-
syni og Einari á Eyrarlandi og
Stefáni í Fagraskógi.
Við höfum nú farið yfir
fyrsta starfsár þessa blaðs, reynt
að bregða upp myndum af kjör-
um stéttanna og svip samtíðar-
innar. Þessi fletting hefur tekið
alllangan tíma, og þar sem all-
ir hinir árgangarnir bíða
óhreyfðir, verðum við að fara
hraðar yfir sögu í framtíðinni,
enda eru breytingar á kjörum
fólks ■ekki svo ýkjamiklar fram-
undan.
Rafveita ó Húsavík.
Argangnum 1919 er að ljúka.
Við skulum aðeins líta á viðtal.
„Rafveita Húsavíkur. Nú á
Framhald á bls. 23.
I 38 ór vor Verkomaðurinn settur og prentaður í Prentverki Odds Björns-
sonar á Akureyri. Lengstan hluta þess tima annaðist Þorkell Ottesen
setninguna að mestu og réði löngum miklu um niðurröðun efnis og útlit
blaðsins. Og það segir alla sögu um hug hans til Verkamannsins, að hann
nefndi hann ætið „Blaðið," þótt hann nefndi önnur blöð alltaf skírnar-
nöfnum.
Verkamaðurinn 50 óra — 21