Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.11.1968, Blaðsíða 35

Verkamaðurinn - 24.11.1968, Blaðsíða 35
FLETT BLÖDUM hrópi, sem klýjur himingeima og kallar hefnd yfir kúgarana. Og á forsíðunni er líka grein: Lýður, leys þig sjálfur. I aftur- elding heitir hún líka. Mottó. „Meðan auðvaldið ketur kirkj- ur sínar lofsyngja skaparann á himnum, rœnir það og kúgar verkalýðinn, skapara auðs og gœða á jörðunni." Þetta er ekki ómerkur hlutur. Höfundurinn heitir Ásgeir Blöndal Magnússon. Hér er nú ekki lengur rætt um jafnaðarmenn, heldur bara kommúnista. Sovét-Rússum gefinn trokror. 19. apríl er í blaðinu mikil grein, sem heitir íslenzki verka- lýðurinn og Sovét-Rússland. Og hún hefst svo: „Tólf ár eru lið- in síðan rússneskir verkamenn og bœndur tóku h'óndum saman og steyptu af stóli harðstjórn auðvaldsins, hristu af sér hlekki þrœlaskipulagsins og bundu enda á hina vitfirringslegu milljónamorðsamkeppni styrj- aldarinnar." Síðan er komið inn á, hve irtikið verkalýður heimsins eigi þessum mönnum að þakka. Hér er kornin samvinna fjöldans í stað samkeppni einstaklinganna, en það, sem greinarhöfundi svíð ur sárast, er það að íslenzka rík- isstjórnin hefur ekki viljað bjóða fulltrúum frá Ráðstjórn- arríkjunum í sambandi við Al- þingishátíðina, ekki viljað bjóða þeim hingað. Og blaðið það vill mótmæla því, að ítölsk- um, finnskum og pólskum verka lýðsböðlum sé aftur á móti boð- ið. Það segir, að Vestmannaey- ingar hafi mótmælt þessu ger- ræði á sinn hátt, með því að hefja fjársöfnun til þess að kaupa dráttarvél (traktor), sem íslenzk alþýða sendi samyrkju- búunum rússnesku að gjöf á Al- þingishátíðinni. Senda þeir nú ávarp til allra verkalýðsfélaga á landinu og allra þeirra, sem hlynntir eru málefnum verka- lýðsins, þessa áskorun. Tökum nú undir með þeim og sýnum, að við séum vinir. Hver einasti ís- lenzkur alþýðumaður og kona verða að hefjast handa: Dráttar- vél til Sovét-Rússlands er svar íslenzka verkalýðsins. Greinin er undirskrifuð H. B. Eggerts-málið. 6. maí heitir forystugrein: „Gagnfrœðaskólinn og FUJ. Skólameistari og kennarar Gagn fræðaskólans birta í gœr grein í Degi um Eggerts-málið og fundargerð kennarafundar 3. og 4. maí. Þar stendur: „Skóla- meistari skýrði fundinum frá því, að hann hefði í fyrrakveld sagt piltinum Eggert Þorbjarn- arsyni, sem nú lauk ársprófi annars bekkjar, að hann gæti ekki fengið skólavist nœsla vetur, nema með því aðeins að hann léti af pólitískri agitation með þeim aðferðum og því sniði, sem liann hefur rekið upp á siðkastið." Þessu tjáir kennarafundur sig samþykkan. Síðan bœtir skóla- meistarinn við: „Nemandinn Eggert Þorbjarnarson er enn órekinn úr skóla. Boð mitt er enn óbreytt. Hann er enn vel- kominn í skólann ef hann vill hlýðnast krójum hans og regl- um um siðferði og velsæmi í pólitískri framkomu." ' Á fundi í sömu viku mótmæl- ir Verkamannafélag Akureyrar hvers konar takmörkunum á frelsi unglinga af verkalýðsstétt til að taka á opinberan hátt þátt í baráttu stéttar sinnar innan skóla sem utan. Lýsir félagið það beina kúgunartilraun við verkalýðinn að banna ungum jafnaðarmönnum pólitíska starf semi og krefst þess, að formanni FUJ verði boðið að halda áfram skólanámi án nokkurra takmarkana á rétti hans eða annarra jafnaðarmanna til að stunda opinbera stjórnmála- starfsemi. 10. maí er sagt frá því, að Gandhi hafi verið handtekinn. „Loks hafa brezku yfirvöldin tekið í sig kjark til að handtaka Gandhi, hinn indverska þjóð- ernissinna. Aður var búið að taka helztu meðstarfsmenn hans fasta, svo sem Nehru forseta þjóðfundarins." Og það var rakin barátta Gandhis fyrir ind- versku borgarastéttirnar' í frels- isbaráttunni gegn brezka auð- valdinu. Og síðar kemur: „Það er aðeins enski kommúnista- flokkurinn, sem berst fullkom- lega fyrir frelsi indversku al- þýðunnar og lausn undan brezka heimsveldinu." Heimskreppan. Og 17. maí er orðið komið á prent hér á Akureyri, orðið mikla: Heimskreppan. Grein á forsíðu hefst svo: „Yfir allan auðvaldsheiminn gengur nú einhver œgilegasta atvinnu- og viðskiptakreppa, sem nokkurn tíma hefur komið. Eru kreppur þessar reglubundið fyrirbrigði í öllu athafnálífi auðvaldsskipulagsins og stafa af því skipulagsleysi framleiðslunn ar, óstjórn og glundroða, sem óhjákvæmilega leiðir af eigna- rétti einstakra auðmanna á framleiðslutœkjunum. Fyrir stríðið komu þessar kreppur reglulega með ca. tíu ára milli- bili, en eftir ófriðinn eru þær orðnar miklu tíðari í Evrópu. Má heita að hafi verið fullkom- ið kreppuástand þar allan tím- ann síðan 1918, nema 1926 til 28, þegar dálítið rofaði til." Og í Kína svelta milljónir manna í hel. I Norður-Ameríku flosna bændur upp af jörðum, verða öreigar og svelta af því þeir hafa of mikið hveiti og geta ekki selt það. I Þýzkalandi eru yfir þrjár milljónir atvinnu- leysingja og börn þeirra hungra. Ástandið virðist ekki glæsi- legt. Það er enn haldið áfram að ræða um brottrekstur pólitískra unglinga úr skólunum. Og 3. júní er blaðið komið í kosninga- skap. Það á að kjósa þann 15. „Fundahbld Jóns Þorlákssonar, ósanngirni og ósvífni íhaldsins mætir alls staðar fyrirlitningu og mótmælum kjósenda." Síð- an er mynd af Haraldi Guð- mundssyni, efsta manni A-list- ans, og skorað á fólk að kjósa hann: „Málefnið krefst þess. maðurinn er þess verður" Þeir krefjast þess, að A-listinn fái fimm þúsund atkvæði á kjör- degi. Samkvæmt taxta fær síldar- stúlkan ekki nema ein krónu og tíu aura fyrir að kverka og salta tunnu síldar. Jarðarför Árdals-hjónanna hefur farið fram að Saurbæ. Séra Gunnar Benediktsson flutti húskveðju, en sóknarpresturinn ræðu. Og sagðist báðum vel. Kristín Sigfúsdóttir hafði ort kvæði í þessu tilefni. Og ævisaga Jesú frá Nasaret er komin út. Bók eftir Gunnar Benediktsson prest að Saurbæ. „Ægir" er enn við líði í Krossanesi. Nú neitar hann að gréiða taxtakaup, og „ríkis- stjórnin leýfir norska auðfélag- inu að flytja inn 20 útlenda verkamenn. Það er nú nógu lengi búið að viðgangast, að verkalýðnum, sem framleiðir af- urðir „Ægis" sé þrælkað út við ómannúðleg kjör.'Það er smán- arblettur á íslenzku atvinnulífi, að enn skuli finnast verksmiðja, þar sem unnin er 12 tíma dag- vinna og illa greidd í viðbót. Og þennan smánarblett verður nú að afmá," segir blaðið, laug- ardaginn 21. júní. Enda lætur „Ægir" undan. Hefur beygt sig í bráðina, lofað að greiða taxta- kaup. Alþingishátið. Blaðið er ekki yfir sig hrifið af hátíðahöldunum í sambandi við þúsund ára afmæli Alþingis, ¦mm géfandi^OfKlýfessámBand - Norður lands.. ?¦»-»^*~*~i ÁÍTuréyri,-laíígárHagmn 22. Nóvember 1930. • ¦» # ?;•#»".,#¦ * ? »."* «-*?»-?« FASCJLSM1NN..Í Éntasköía Nörðu rlands. írt viíkynningu t «káltrn#»V hann gatti sntfað iír umhugBÍ frest am þtni 'ti'iboð.. Og f«tf) i»nlH!gsatt!tffii!Slof »S í^d»J J£&, nðíst æs)(uiýðsf«i4tt}g5Bn ísí (tett, .»* Ní íg'p <í>g» uffthugíurt'- «18', %tm F.-U-J.í AsqeirB!: Maörtússon,' ^^4^*^*™*^.^ ' ' J- • " e-LrAlo- " '•' ' • Kítt Islínskra' botgsra;'lBtR; • jfeKinn tir SKOIa. •stæJtng'inni ¦ ni«s5WioinSJ-..i0'^ltl; ,. - •" ,"' - »ðbjarg* >ff»mtíðaf«>ftttÍRíW«.m#$^ tbgmnt.yffrfí»Wgi?, UiM %t*f utinti'»d.stutntei: pBtintti áttt. tfr..; stakt edtllyitflí >meisrtrttts«, «m. fatlis.t í - þ'v!, -_«6 _" gefa bmim' 'p# Itrjst i 'a5 'fari' t»«in ..nJÍOfWf;'. >o jítt' s'g'íhæftn tíl' sítf)!tieía meS:í ^f «a,seéí.slg;4rttt<iU? '.-íy - SrSfarnríngirmC'liðu. • A8. IreoltJj .'Wfls /brii^;,dJgs:';»f;J kvarfrlu/ saman'iteririafiJttBÍI*^ Jsstísm Vaísm. rnuit þaö ! » rt.«»i,;"l>tgtr Eggttt ¦for-- iJBjdi, }«t«r«ndi föfm. Fétsgs taStttitattrta hír-4 Attuttyri; ttef4 U skílavist i Oaghíririða- itarfi ÍJtareyti .siíastlíði.ð vor. h 0( tnii 4kefrtmra að rmtinasi" ^f feeirrw, et geíin var fit "" ítsast, bat semJKmertd. jritæaí á stirU í pðSifskum ikfiia. i (Stjútrjrttíiablöa, Réttar," htrtsrt- hiin, h»B veria tituð eilir »8 áSBriÍéfniJ reglugerð var öt gefin. Þegar rterfiitwiinn kveist eatleí g'eta' rteiiað þíi, aðgteinm ftaft' véfið rituð eftir. acV honum var kunn regiugerðírt, )sá býíar vmcisfarinnr hónum samt tventt kostaboð. AnnaS .yar.Jjað, sð ,ef "hann vildi öpinber-. 'iega' bifta' ýFirtýsinflfpess efBia,'a>5 gTéinináihefðt Jiarm. ritað iður eri. fegíugetðtnntVvt.f Jifeyþí ai stokfc ; }>ar;s«nr'.Wíin iilkyrtttmg. unurnji'; skyí^ (ttáttt tfjtitibBJega og anrisð unutn, þí skyicn;3ftanrt w,-ao,, sitj»>; r, "" , Htl^ttg'mgefð.besörrr afram ;t^«ufr.VHÍtt'liÍb»ið «*^Él'íliS^S þykir sérlega illa haldið á mál- um við val boðsgesta. Þó birtist á forsíðu blaðsins 28. júní 1930 kvæði mikið eftir Sigurð Einarsson, og heitir: 1930. Þúsund ára óður íslenzkra verkamanna. Fyrsta erindið: Ylur í lofti og ilmur af vori andar nú fjœr og nœr. Það er festa í augum og fjör í spori því fólkið varð nýtt í gœr. Og þessi nýja, náttgamla sveit, fœr nýjan hreim í sitt mál, nýjan himin og nýja jörð, nýja hugsun og séX. En því lýkur svo: Menn kenndu hér aldrei við konung og prest við kúgun og raunahag. Enn ein var ei öld hér við alþýðu kennd; nú er hún að hefjast í dag. Og þessi nýfa, náttgamla öld, fœr nýjan hreim í sitt mál, nýjan himin og nýja jörð, nýja hugsun og sál. Holdö enn á ferð. Og þessi náttgamla öld fær nú að reyna sig. Það dregur til tíð- inda í Krossanesi. Holdö, sem áður hafði látið undan kröfum verkamanna, hefur nú svikið að fullu og 7. júlí 1930 er gefið út aukablað, flugrit, til sjómanna: „Félagar. 1 dag hafa stéttar- bræður ykkar, verkamennirnir í Krossanesi, lagt út í harðvít~ uga kaupgjaldssennu við at- vinnurekandann þar. Deíla þessi er sprottin af því, að atvinnu- rekandinn hefur gengið á grið- in við verkamennina og rofið samningana við þá. Nú hafa verkamennirnir fylkt sér um krofur sínar, aUir sem einn, munu ekki víkja hársbreidd frá þeim fyrr en þœr eru að futtu uppfytttar. Félagar á sjónum. Þetta er nokkuð, sem þið verðið að taka til umhugsunar. Samkvœmt margendurteknum staðreyndum gera atvinnurekendur í svona tilfellum attt upphugsanlegt til að villa þá stéttarbrœður, sem þá í augnablikinu standa utan við bardagann, og lokka þá frá stéttarskyldum sínum til að fá andstöðu við þá, sem í stríðinu standa. Þetta megið þið ekki láta henda ykkur að þessu sinni. Það er t. d. vel hugsanlegt, að Holdö' reyni að þessu sinni að tœla sjómenn þá, sem ráðnir eru upp á premíu að leggja upp síld í Krossanesi til að níðast á stétt- arbrœðrum sínum í landi í þess- um alvarlegum kringumstœðum. En það má enginn œrlegur sjó- maður láta henda sig. Athugið það rœkilega, félagar, að nœst þegar stríðið kemur að ykkur, mun Holdö og aðrir verkalýðs- böðlar ganga sömu erinda á fund verkamanan í landi til að hnekkja málstað ykkar. ENGINN SANNUR VERKA- MAÐUR EÐA SJÓMAÐUR LÆTUR ATVINNUREKAND- ANN nota sig sem verkfæri gegn stéttarbróður sínum í lífsbarátt- unni. Verkalýður fslands á sjó og landi verður að standa fast saman. Þá er sigurinn vís. Gleymið ekki sviknu síldarmál- unum í Krossanesi, þegar Holdö heilsar ykkur nœst. Munið hon- um kinnhestinn forðwm. Þving- ið hann heldur með samtökum ykkar til að greiða meira en 6 krónur fyrir málið en að þið lát- ið hánn fá ykkur á móti sfálf- sögðum kröfum landverka- manna. Styðjið verkamenn í Krossanesi. 7. júlí 1930 Sjómannafélag Akureyrar. Sjómannafélag Siglufjarðar. Sjómannafélag Vestmannaeyja." Þetta er sem sagt ávarp til sjómanna, flugmiðinn. Vestmannaeyingar hafa sent samúðar skeyti og samstöðu og Sigfirðingar boða samúðarverk- fall, ef Holdö lætur ekki undan. Jafnaðarmannafélagið Sparta sendir skeyti, lofar stuðningi. Þá er verkbann. „Tilkynning. Það tilkynnist hérmeð út af Framhald á bls. 39. Verkamaðurinn 50 ára — 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.