Verkamaðurinn - 24.11.1968, Blaðsíða 23
FLETT BLÖÐUM
Þrælsleg einokunarsoga.
Þá hefur einnig komið til átaka
út af grein, sem Halldór FriS-
jónsson hafði skrifað um Höfn-
ersverzlun hér í bæ, og þar sem
segir frá dómi er byrjað
að tala um Höfnersverzlun,
hvort hún muni eiga þrælsleg-
ustu einokunarsögu að baki,
sem land og þjóð þekki, og
hvort það sé ærumeiðandi að
vera bendlaður við kosninga-
skrif áuðvaldsblaðanna fyrir
síðustu kosningar.
Það er kveðinn upp dómur
gegn Halldóri. Hallgrímur Dav-
íðsson er mótaðilinn, sá sem
stefnir fyrir hönd Höfners, og
dómurinn hljóðar upp á það, að
framangreind saknæm ummæli
skuli vera dauð og ómerk.
Stefndi, Halldór Friðjónsson,
greiði 70 króna sekt í ríkissjóð
eða sæti einföldu fangelsi í 16
daga, ef sektin eigi greiðist inn-
an ákveðins tíma, svo greiði
hann og stefnandanum, Hall-
grími Davíðssyni verzlunar-
stjóra, Akureyri, 60 krónur í
málskostnað. Dóminum skuli
fullnægt innan 15 daga. Stein-
grímur Jónsson, sem kveður
upp dóminn.
En þetta mál veldur náttúr-
lega miklum hita og hörðum
blaðadeilum. En það er gert
fleira en kjósa og sækja til saka.
Símaskákkeppni hefur farið
fram milli Skákfélags Akureyr-
ar og Taflfélags Reykjavíkur
um áramótin. Teflt var á 11
borðum, og stórsigur Akureyr-
inga, hvorki meira né minna en
7gegn 3%. Þeir höfðu sér til
ánægju skáld viðstödd þessa
keppni og voru vísurnar sim-
aðar á milli og höfðu Norðlend-
ingar 21 vísu á móti 12. Loka-
vísa NorÖIendings er svo:
„Allra sfcap er orðiS rótt.
Uti er þessi slagur.
Þökkum ykkur þessa nótt.
Það er kominn dagur.“
Karl Marx.
7. febrúar 1925 hefst grein:
Hvað vilja jafnaðarmenn. Það
er L, sem skrifar þessa grein.
Hann notar sem mottó þessar
setningar eftir Bernhard Shaw:
Hver sá, sem ekki veröur jafn-
aðarmaður við að kynna sér
stjórnmál, hann er fífl.
Og nefndir eru þarna nokkr-
ir menn, sem maður hefur heyrt
einstaka sinnum minnzt á síð-
an, svo sem eins og hagfræðing-
urinn Karl Marx, sem „lagði
vísindalegan grundvöll undir
kenningar j afnaðarmanna“.
Hann og félagi hans og vinur,
Friðrik Engels, sömdu margar
ritgerðir og bækur um jafnað-
arstefnuna, og skulu sérstaklega
nefnd Kommúnistaávarpið og
Das Kapital. Flestar síðari rann-
sóknir hafa notað rit það sem
heimildarrit.
Ríkislögregla.
Þá kemur enn mál, sem á eft-
ir að skipa nokkuð mikið rúm
í árganginum. Það er um örygg-
islögreglu. Forsætisráðherra
leggur fyrir Alþingi tillögur um
stofnun ríkislögreglu á íslandi.
Þeir eru ekki í vafa um, til
hvers á að nota ríkislögreglu.
Það á að verða tæki hvítliöanna
gegn hinum rauða almúga lands
ins. Þeir nefna þetta annað slag-
ið íslenzkan her, og þykir lítil
fremd að, sem von er. Það er
talað um, að fastaher stórveld-
anna sé á friðartímum notaður
til að berja á verkalýðnum, þeg-
ar sulturinn og kúgun yfirsjtétt-
anna rekur hann til að krefjast
réttar síns. íhaldsstjórnin ís-
lenzka vill líka fá sér slíkan
fastaher tiT að grípa til, þegar
tífaldir skattar, atvinuuleysið,
sem íhaldið skapar, og takmarka
laus fjárgræðgi atvinnurekend-
anna hafa leitt hungurvofuna
inn í hýbýli verkalýösins, því þá
má búast við, að þolinmæði
hans þrjóti.
Skjaldborg byggð.
Þess er getið, að templarar
ætli og Ungmennafélag Akur-
eyrar að byggja á næsta sumri
hús, myndarlegt. Húsið á að
standa undir brekkunni norðan
við Sjónarhæð og veröa 16
metra langt og 9 metra breitt,
tvær hæðir ofan á kjallara. Á
efstu hæð verður samkomusalur
félaganna og biðstofa, á mið-
hæðinni íbúð og veitingastofa,
í kjallaranum vinnustofur
UMFA, baðherbergi, þvottahús,
geymsla og fleira. Einar Jó-
hannsson byggingameistari bygg
ir húsið fyrir ákvæðisverð. Það
er talin full þörf fyrir þetta.
Húsið myndi síðar hafa verið
kallað Skjaldborg.
Það er fleira um að vera í
’menningunni. Hér er getiö bók-
ar. Hún mun nú hafa komið fyr-
ir áramótin. „Bréf til Láru er
merkilegasta bókin, sem út hef-
ur komið á þessu ári. Enginn
fœr betur en höfundur lýst því,
hverju menn kynnast við lestur
bréfsins, en það er ritlist snill-
ingsins, skemmtun frœðimanns-
ins, hugarflug skáldsins, vizka
vitringsins, dulspeki draumhug-
ans, hrollur hins hugsjúka, víð-
sýni vegfarandans, elska hins
málsnjalla manns, hlátur humor-
istans, bituryrði háðfuglsins,
hnittni hermikrákunnar, sýnir
hugsjónamannsins, stormhugi
stjórnmálamannsins o. s. frv.
o. s. frv.“
„Þeir, sem lesið hafa bréfið,
geta borið um það, að hér er
ekki of ríkt að orði kveðið.
Fyrsta útgáfa er þegar uppseld,
en bréfið verður gefið út í ann-
arri útgáfu. Bókhlöðuverð er 6
krónur.
Allir verða að lesa bréf til
Láru.“
Erlingur deilir við
Holdö.
Erlingur heldur áfram að tala
við Benedikt Guðjónsson út af
Krossanesverksmiðjunni, segir
að bóndi þar í hreppi „sagði
mér að það ár, sem Krossanes-
verksmiðjan er látin greiða skatt
til ríkisins af 125 þúsund króna
tekjum, hafi sér verið gert að
greiða krónur 50 í útsvar til
sveitar af 300 króna tekjum af
búi sínu. Það er sennilega gott
bú í Glœsibœjarhreppi, sem gef-
ur af sér 300 krónu skattskyldar
tekjur. Bóndinn verður að
greiða 1/6 part af sínum tekj-
um í sveitarútsvar, en Krossa-
nesverksmiðjan sleppur með að
greiða tœpan 1/12 part af tekj-
um sínum. Er jafnvel hreppstjór
inn sjálfur búinn að viðurkenna,
að þœr hafi verið of lágt áætl-
aðar.“
Og telur Erlingur enga ástæðu
til að hlífa útlendum stórgróða-
fyrirtækjum til þess að láta það
bitna á fátækri bændastétt, og
nú segir Verkamaðurinn að
Krossanesmálið sé komiÖ á dag-
skrá úti í Noregi, sé farið að
skrifa um það í norsk blöð og
þeir telji sér af því lítinn sóma.
En Holdö fór einnig á stúfana
og varði framkomu sína í þessu
máli, lét hann svo umtalað, að
árásir þær, sem gerðar hefðu
verið hér heima á hann persónu
lega og verksmiðjuna í Krossa-
nesi væru ástæðulausar, og sann
aði það bezt mál hans, að ís-
lenzk yfirvöld hefðu ekki að-
hafzt í málinu. Er svo mælt, að
herra Holdö hafi gert ráðstaf-
anir til að fá árásunum eða rétt-
ara sagt ummælum íslenzkra
blaða hnekkt.
Nú er ekki VerkamaÖurinn
ánægður með framkomu ís-
lenzku ríkisstjórnarinnar í
þessu máli. Það viröist hafa
verið einhver samhugur með
svínaríinu, eins og stundum
kannski síöar. Þó eru ekki allir
samsekir, því að Krossanesmál-
ið kemur fyrir á Alþingi. Þá er
það Tryggvi Þórhallsson, sem
ber fram tillögu í Neðri deild
þess efnis, að þingið skoraði á
stjórnina að skipa nefnd til að
rannsaka Kr o ssanesmáli ð. Var
tillagan til umræðu á föstudag
og laugardag. Tryggvi Þórhalls-
son flutti hógværa framsögu-
ræðu, taldi málið orðið þannig
vaxið, að hið sanna yrði að
koma fram.
Magnús Guðmundsson lagöist
strax fast á móti, skýrði máliö
frá sjónarhóli stjómarinnar og
kvað hana ekki geta þolað rann-
sóknarnefnd.
Krossanesmálið er af þessu
orðið ærið söguríkt og sýnir í
átakanlegri mynd, hvernig auð-
valdsréttarfarið í landinu er.
í bæjarfréttum er þess getið,
að aðalfundur Kaupfélags Ey-
firðinga var haldinn 16. og 17.
þ. m. „Reikningar félagsins
sýndu, að hagur félagsins hafði
stórbatnað á árinu. Skuldir
höfðu minnkað tiltölulega mik-
ið og framtíðarhorfur félagsins
svo góðar, að aðeins einu sinni
fyrr í sögu þess hafa þœr verið
jafngóðar. Von, að auðvalds-
blöð landsins segi að öll kaup-
félög landsins séu að fara á
hausinn og dragi almenning
með sér í fallinu.“
„íslenzk alþýða."
Eins og áður var sagt, er nýr
maður kominn á stúfana, að
nafni Einar Olgeirsson. Hann
skrifar um menningu og mann-
úð og íslenzka afturhaldiö:
„A fturhaldið íslenzka treyst-
ir mikið á dáðleysi íslenzkrar al-
þýðu.“ Gaman að sjá, að Einar
hefur snemma notað oröin „ís-
lenzk alþýða“, og þó nokkrum
sinnum endurtekið.
Stúkustarfsemi virðist hafa
verið mikil á þessum árum, og
blaðið styður þær af heilum
hug, birtir stöðugt fréttir og til-
kynningar um fundi, enda virð-
ist ekki hafa veitt af, þrátt fyrir
áfengisbann, því að skip hafa
sézt við landið, sem þykja grun-
samleg. „Nordland, sem var hér
fyrir skömmu, var raunar stað-
ið að sölu áfengis, brytinn var
dœmdur og átti þó eftir 250
flöskur af áfengum vínum og
350 flöskur af áfengu öli.“ Og
þessvegna fylgir fyllirí mörgum
skipum hér við land, eins og
flóöbylgjan tunglinu.
Og Jón Þorláksson er farinn
að skrifa um lággengið. Og
Magnús Jónsson bókbindari seg
ist vera á ferð um bæinn með
bókina séra Gunnars Benedikts-
sonar Niður hjarnið og bjóði
betri kjör en aðrir í bæ og
sveit. „Verzlið við gamla
Manga.“
Spónarvín.
Og nú kemur mál, sem á eft-
ir að skipa mikiö rúm í íslenzk-
um blöðum. Það er hinn frægi
Spánarsamningur:
„Auglýsing um verzlunar-
samning milli konungsríkisins
íslands og konungsríkisins
Spánar. Stjórnir Islands og
Spánar hafa 23. júlí 1923 gert
Framhald á bls. 27.
Nú er hætt að mælo síldina í mólum, sviknum, eða ekki sviknum. Þess i stað er hún vegin eins og annar sjóvarafli.
Einnig er hætt að aka henni í verksmiðjuna í þungum jórnkerrum. Nú er það vélaaflið, sem notað er. Myndin er
fró sildarlöndun i Krossanesi ó siðari órum. Verksmiðjan er orðin eign Akureyrarbæjar, en Holdö og allt hans lið
horfið af sviðinu.
Verkamaðurinn 50 óra — 25