Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.11.1968, Blaðsíða 37

Verkamaðurinn - 24.11.1968, Blaðsíða 37
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■»•»•■■»■■■■*■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ FLETT BLÖÐUM — kaupdeilu verkamana í Krossa- nesi, að verksmiðja félagsins, „Ægir“ í Krossanesi, er lýst í fullkomið verkbann, unz „Æg- ir“ hefur gengið að kröfurn verkamanna og tilkynnt er, að verkbannið sé upphafið. Verður sérhver maður, sem brýtur verkbannið og vinnur við verksmiðjuna álitinn verkfalls- brjótur og meðhöndlaður eflir því. Stjórn V erkalýð ssambands Norðurlands.“ En aðalgreinin 8. júlí er „Verkfall í Krossanesi“. „V erksmiðjueigendur brjóta gefin loforð. Norskir verkamenn látnir sœta þrœlakjörum. Al- mennt verkfall klukkan tvö í gær. Holdö reynir að beita lög- regluvaldi við verkalýðinn. Svo sem frá hefur verið skýrt áður, hefur Holdö, fyrir hönd eigenda Krossanesverksmiðjunn ar, lofað að greiða taxtakaup verkalýðsfélaganna. Hinsvegar bjuggust verkamenn við því, að bezt myndi að vera vel á verði um að hann héldi gefin loforð. Það kom líka á daginn, að yfir svikunum var búið. Taxtakaupið er ein króna 25 aurar um tímann, en ef menn eru ráðnir fast til minnst þriggja mánaða mega þeir ráða sig fyrir lœgst 300 krónur á mánuði og samsvarar það kr. 1.15 um tímann. Nú vildi Holdö ekki ráða verkamennina fast til þriggja mánaða heldur gera þannig samning, að þeir yrðu hjá verksmiðjunni óákveðinn tíma. Ef það yrðu þrír mánuðir átti verkamaðurinn að fá 1.15, en ef það yrði minna 1.25. Þar með áttu verkamenn að afsala sér þeim hagsmunum að geta algjörlega tryggt sér kaup í þrjá mánuði, sem atvinnurek- andinn yrði að borga, hvort sem unnið yrði allan tímann eða ekki, og jafnframt afsala sér þeim möguleika að fá kr. 1.25 á tímann, þó vinnutíminn yrði lengri en þrír mánuðir, sem þeir auðvitað fengju, ef atvinnurek- andinn ekki vildi ákveða sig fyrirfram, fastráða þá þrjá mánuði. Verkamenn áttu að sleppa öll- um hagsbótum í sambandi við sumarráðninguna, en verk- smiðjueigendur að vera örugg- ir um að fá vinnuaflið alltaf sem ódýrast, hvort sem síldar- tíminn yrði lengri eða skemmri. Þetta var því augljós tilraun til að brjóta taxtann með því að fara í kringum hann. Jafnhliða kom það fram að öðrum af tveimur verkamönnum, sem unnu tvo, þrjá daga var aðeins borgað 1.15. Og þeir hæltu því, þegar taxtinn þannig var brot- inn. Var þetta því alveg opin- bert taxtabrot. En höfuð-svívirðingin var þó eftir. Það kom sem sé upp úr kafinu, að norsku verkamennirn ir, og af þeim eru um 8 venju- legir, ófaglœrðir verkamenn, unnu fyrir 75 norska aura um tímann frá því verksmiðjan byrj ar og til loka. Það er því aug- Ijóst, að Krossanesverksmiðjan hafði margbrotið taxtann og œtlaði sér að halda áfram eftir megni að kúga og arðrœna þann verkalýð, sem skapar gróðu þessa útlenda auðfélags. Verkalýðssamband Norður- lands tók því undireins í taum- ana og tilkynnti Holdö, að yrði þessu ekki breytt og taxtinn al- gjörlega haldinn, yrði verkfall hafið. Holdö varð ekki við þess- um tilmœlum, hafði auðsjáan- lega ætlað sér að bíða, unz verkamenn dreifðust burtu og unz farið yrði að leggja upp síld til þess þá að reyna að œsa sjó- menn upp móti landverkamönn- um. Þegar norska auðfélagið sinnti kröfum verkalýðsins engu, hélt stjórn Verkalýðssam- bandsins út í Krossanes klukkan tvö í gcer ásamt allmörgum verkamönnum frá Akureyri og Siglufirði, sem komið höfðu inneftir um morguninn. Á vinnu svœðinu var því lýst yfir, að verksmiðjan vœri sett í bann, og skorað á alla verkamenn að hœtta. Ella yrði litið á þá, sem verkfallsbrjóta. Var þá vinna lögð niður samstundis við alla verksmiðjuna. Síðan héldu verka menn og verkalýðssinnar þeir, sem þarna voru saman komnir fund og kusu þar þriggja manna verkfallsnefnd til að hafa stjórn verkfallsins í hendi sér. Var síð- an farið á fund Holdös og spurt, hvort hann vildi hefja samninga, en hann kvaðst ekkert vilja semja. Var hann þá hinn ókurt- eisasti í viðmóti og birtist greini- lega hjá manninum hroki þeirra kúgara, sem vanir eru að þrœlka undirmenn sína og þola ekki, að þeir komi fram sem sjálfstœðir menn. T ilkynnti nefndin verkfalls- mönnum ósvífni Holdös og jók það mjög á andúð þá og fyrir- litningu, sem menn áður höfðu fyrir þessum erlendu auðvalds- þýjum. Komu verkamenn sér nú sam- an um kröfur þœr, er gerp skyldi: Eru þœr á þessa leið: 1) Fullkominn taxta án allra vífilengja, bœði fyrir íslenzka og norska verkamenn, og viku- leg útborgun. 2) Að einungis verkamenn í verkalýðsfélögun- um vinhi þar. 3) Að engir af forgöngumönnum verkfallsins eða trúnaðarmönnum verkalýðs ins verði einangraðir eða úti- lokaðir frá vinnu í Krossanes- verksmiðjunni eftir verkfallið. Um þessar kröfur œtla verka- menn sér að standa saman og bera þœr fram til sigurs, og reyni norska auðfélagið að brjóta verkfallið á bak aftur með því að reyna að svelta verk fallsmenn til að láta undan, verð ur hert á kröfunum. Meðan fundur verkfallsmanna stóð yfir kemur bœjarfógetinn og lögregluþjónn frá Akureyri keyrandi í bíl úteftir. Þau bíða ekki lengi íslenzku yfirvöldin, þegar norska auðfélagið fyrir- skipar og vill nota þau gegn ís- lenzkurn verkalýð. Þau voru ekki eins fljót á sér að koma út í Krossanes, þegar verkamannafé- lagið á Akureyri kœrði yfir ólög legum irmflutningi erlendra verkamanna og þegar auðfélag- ið Ægir stal þúsundum króna af síldarseljendum með sviknum síldarmálum. Það er auðséð, að íslenzku yfirvöldin hafa það hlutverk á hendi að varðveita rán og kúgun stórlaxanna og halda verkalýðnum undir okinu. Þegar bæjarfógeti þessvegna sýndi sig þarna sem fulltrúi hins lögverndaða kúgunarvalds, sem verkalýðúrinn berst á móti, létti allir viðstaddir andúð sína og heift í Ijósi með því að syngja uppreisnarsöng verkalýðsins I nternationale með krafti og þrótti fyrir framan bæjarfógeta og hús Holdö, sem varaðist að sýna sig. Voru verkamenn að fara af vinnustöðinni, er bœjar- fógeti kom, en þegar bœjarfógeti lýsti því yfir, að Holdö hefði fal- ið sér að koma þeir burt af lóð hans, þá ákváðu þeir að vera þar áfram enn um hríð. Voru nú sungnir verkalýðssöngvar og haldnar ræður, þar til verka- menn sjálfir ákváðu að fara af þeirri vinnustöð, sem sköpuð er af verkalýðnum, haldið uppi af verkalýðnum og á allt verðmæti sitt honum að þakka, en ekki sníkjudýrum þeim, sem í krafti valds síns yfir verksmiðjunum nú sjúga til sín arðinn af vinnu verkamanna. Héldu verkamenn nú burt í bezta skapi og ákveðnir í því að halda baráttunni áfram til streitu, en fimm manna vörður var eftir við verksmiðjuna. Nú stendur verkalýðurinn hér í hinu harðvítugasta verkfalli, sem hér hefur verið háð enn. Er þar við hið miskunnarlausasta auðfélag að etja, sem um áratug hefur arðsogið íslenzka alþýðu, bœði sjómenn og verkamenn, hefur viðhaldið vinnuskilyrðum svo sem 12 stunda vinnudegi, skammarlegri meðferð á verka- Framhald á bls. 41. viðurkennd efni fyrir steypu og múrverk: styrkir pússninguna-mýkir hræruna hindrar sprungumyndun aöeins 1. flokks vörur Maipahí TRITON BAÐSETTIN Baðkör Sturtubotnar Handlaugar W.C. Bidet Blöndunartæki Blöndunarventlar Hitastillar (thermostat-sjálfvirk blöndun) Veggflísar Gólfflisar Ekta hábrend postulinsvara f úrvali gerða og lita TRITON UmboSiS SIGHVATUR EINARSSON&CO SlMI 24133 SKIPHOLT 15 Verkamaðurinn 50 ára — 39 (
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.