Verkamaðurinn - 24.11.1968, Blaðsíða 39
FLETT BLÖÐUM —
lýð, óhollum og sóðalegum
vinnubrögðum, yfirleitt verið
viðurkennt sem eitthvert hið
versta og illvígasta auðfélag,
sem hér starfar, og hefir auk
þess notið sérstakrar verndar
ríkisstjórnarinnar. í þessu verk-
falli er um að gera að kenna
þessu félagi að taka tillit til
verkalýðsins og láta það ótví-
rœtt sjá, hvaðan allur auður þess
sprettur. Það er furðulegt dœmi
um hroka þessa félags, að það
skuli œtla, að því verði látið
haldast uppi að hafa verkamenn
langt fyrir neðan taxta, þótt út-
lendir séu, þegar allar aðrar síld
arbrœðsluverksmiðjur á Norður
landi greiða hœrri taxta en Æg-
ir. Bér ríður á að standa sam-
an. Hér standa í fyrsta skipti
norskir og íslenzkir verkamenn
saman um sameiginlegar kröfur,
sem varða báða jafnmiklu. Það
fer því fram hér einn þáttur úr
frelsisbaráttu verkalýðs allra
landa gegn auðvaldi allra landa
og ríkisvaldi þess. Milli íslenzku
og norsku verkamannanna má
engin sundrung finnast. Nú
standa þeir saman sem kúgaðar
stéttir, sem kúgaðir stéttarbrœð-
ur gegn einum og sama kúgar-
anum. En norðmaðurinn Holdö
fœr að sýna „œttjarðarást“ í því
að álíta sig hafa einkaleyfi til að
kúga landa sína meir en nokkra
aðra, og íslenzka yfirvaldið sýn-
ir „(ettjarðarást og sjálfstæðis-
hug sinn“ í því að vilja vernda
erlenda kúgara gegn íslenzkum
verkalýð.
Verkamenn. Fram til hlíjðar-
lausrar baráttu gegn auðfélag-
inu Ægi í Krossanesi og hverj-
um þeim, sem gerist þess þý.
Munið, að verkalýðurinn og sjó-
menn geta sjálfir séð um rekst-
urinn á þessari verksmiðju og
hirt arðinn af vinnu sinni á sjó
og landi og þurfa enga auðmenn
sem eigendur. En án verkálýðs-
ins verður verksmiðjan aldrei
rekin.
Nú stendur Krossanesverk-
smiðjan ónotuð vegna hroka
auðfélagsins og stífni. Á einu
útlendu auðfélagi að haldast
uppi að svifta sjómenn mögu-
leikanum á að leggja upp síld
og svipta verkamenn vinnunni í
landi aðeins vegna þess, að ríkj-
andi kúgunarskipulag fær þessu
auðfélagi í hendur völdin yfir
verksmiðjunni? Nei. Sameinist
verkamenn. Herðið á baráttunni
unz auðfélagið verður undan að
láta. Sigurinn er vís, þið berið
hann í ykkar eigin samtökum.“
12. júlí og verkfallicf stendur
ennþá. Bréf fara á milli deilu-
aðila. Verkfallið í Krossanesi
heitir grein í opnu. Verkfalls-
vörður nætur og daga. Verka-
menn halda fast við sanngjarn-
ar kröfur sínar og neita ginn-
ingarboðum Krossaneskúgarans.
Holdö vill gerðardóm.
Og mitt í þessu verkfalli voru
gefin saman í Kaupmannahöfn
ungfrú María Olgeirsdóttir Júl-
íussonar og Hjalti Arnason frá
Höfðahólum.
Forsíða blaðsins 12. júlí er
einnig helguð verkfallinu. Verka
menn í Glerárþorpi ætla ekki
lengur en þegar er orðið að láta
útlendan auðhring skammta sér
lægra verð fyrir erfiða og óþrifa
lega vinnu en samherjar þeirra
hjá öðrum atvinnurekendum fá
fyrir sína vinnu.
Og það er stofnuð deild úr
Alþjóða samhjálp verkalýðsins,
ASV. Aðaltilgangurinn er að
veita margskonar hjálp er neyð
ber að höndum og bæta úr því
böli, er neyðin framkallar, hvort
heldur orsakir hennar eru nátt-
úruumbrot, uppskerubrestur,
verkföll eða verkbönn. Og stjórn
ina skipa Elísabet Eiríksdóttir
formaður, Jón Steingrímsson
fulltrúi ritari, Guðlaug Guð-
rnann gjaldkeri, Ólafur Eiríks-
son og Sigrún Jónsdóttir.
15. júlí. Það er skrifað um
þjóðræknina í Krossanesi. Verka
lýður Glerárþorps og víðar. Þú
sérð í gegnum hræsnisblæjuna.
19. júlí. Þegar sláttur er haf-
inn og grasspretta víðasthvar
sæmileg, er ennþá verkfall hjá
Ægi í Krossanesi. Sjálfstæðis-
blaðran springur heitir grein á
forsíðu blaðsins þennan dag.
Blað Sjálfstæðisins á Akureyri
tekur upp hanzkann fyrir út-
lenda auðfélagið í Krossanesi.
Og nú er endanlega, mánuði
eftir landskjörskosningu, búið
að telja þessa seðla, og atkvæða-
talan reyndist þannig: A-listinn
hlaut 4893 atkvæði, B-listinn
7585 og C-listinn, sem er þá listi
íhaldsins, 11671. A-listinn hafði
ekki komið að neinum manni,
C-listinn hafði komið að tveim-
ur efstu mönnum og B-listinn
efsta manni sínum. Þegar þessi
kosning er athuguð, kemur í
Ijós, að atkvæðamagn listanna
er í réttum hlutföllum við at-
kvæðamagn flokkanna, sem að
þeim standa, eins og það var við
síðustu kjördæmakosningar. At-
kvæðatala allra flokkanna jöfn,
er að sönnu um 20% lægri nú
en þá. En flokkarnir virðast
hafa staðið í stað frá 1927, eng-
inn flokkur vaxið öðrum meira.
Og 22. júlí er sigurinn unn-
inn. Verkfallinu í Krossanesi af-
létt með fullum sigri Verkalýðs-
félags Glerárþorps.
„Laugardaginn 19. þ. m. var
undirritaður samningur milli
Einars Olgeirssonar fyrir hönd
Verkalýðsfélags Glerárþorps og
A. Holdö pr. hf. Ægis í Krossa-
nesi um að verkalýðsfélagið af-
létti verkfallinu, sem þar hefur
verið síðasta hálfan mánuðinn,
gegn því, að Ægir gangi að eft-
irfarandi kröfum, sem eru allar
þær sömu og settar voru af
verkalýðsfélaginu, þegar verk-
fallið hófst.“
Sigrinum er fagnað í blaðinu.
Það var annar svipur yfir för
verkalýðsins til Krossaness fyr-
ir hálfum mánuði en var yfir
hinni frægu för Krossanes-
Manga, og með því að halda
fast við þá kröfu, að norsku
verkamennirnir ynnu fyrir sömu
laun og íslenzkir hefur tekizt í
þetta sinn að hindra þá óhæfu,
að inn væri fluttur ódýrari vinnu
kraftur en fæst í landinu sjálfu,
hinum norsku stéttarbræðrum
um leið hjálpað til að fá viðun-
andi laun fyrir vinnu sína.
Krossanesvaldið hefur beygt sig.
Það er haldið áfram að ræða
verkfallið og sigurinn, og „Is-
lendingur“ er frávita út af því
hve miklu tjóni vinnustöðvunin
í Krossanesi hafi valdið verka-
lýð og sjómönnum. Það eru
nefndar ýmsar tölur. (
9. ágúst er aðalfyrirsögn:
Verkalýðsblaðið. „Málgagn
kommúnista hefur göngu sína í
Reykjavík. Nýr þáttur í sögu ís-
lenzkrar verkalýðshreyfingar.
Síðastliðinn mánudag hóf göngu
sína í Reykjavík nýtt blað, sem
heitir Verkalýðsblaððð. IJtgef-
andi er Jafnaðarman naýélagið
Sparta. Með blaði þessu má
telja víst, að tímamót verði í ís-
lenzkri verkalýðshreyfingu. Svo
sem kunnugt er, hefur óánœgjan
með stjórn sósíaldemókratanna
reykvísku í Alþýðusambandinu
verið m jög mikil, einkum þó út
um land. 1926 gerðu sósíaldemó
kratarnir tilraun sína til að
sprengja Alþýðufl. með því
að fleka hann inn í hið alræmda
heimssamband sósíaldemókrata,
II. Internationale, sem var skip-
að hinum verstu verkalýðssvik-
urum og jafnvel verkalýðsböðl-
um, sem ekki hika við að drepa
verkalýð hrönnum saman, ef
þeir heyja frelsisbaráttu sína af
alvöru gegn auðvaldinu, Mac
Donald og fleiri. Með þessu til-
tœki klauf Alþýðusambands-
stjórnin verkalýðshreyfinguna
að svo miklu leyti sem hún megn
aði, og var þetta fyrst og fremst
gert til að þjóna lund íslenzku
og dönsku sósíaldemókratanna.“
Það eru fleiri baldnir. Það
segir í smáfrétt: „Ófagur leikur
fór fram hér á götum bæjarnis í
gœr. Tveir ölvaðir unglingsmenn
komu út af einu gistihúsinu,
fóru upp í bifreið, er þar stóð
S j ónvarpskaupendur.
Við viljum benda á
LUXOR- s j ón varpstæki
sem ein þau beztu, sem á markaðnum eru.
Verðið er ótrúlega lógt, fró kr. 20.850,00.
Þeir, sem þurfa, ættu að muna
okkar hagkvæmu greiðsluskilmóla.
Vs við móttöku og % á 8 mánuðum.
ÁRS ÁBYRGÐ — FAGMANNSÞJÓNUSTA.
AKUREYRI
Við seljum alls konar
HLJÓÐFÆRI
Allt frá MUNNHÖRPUM upp ■ PÍANÓ og
RAFMAGNSORGEL
Enn fremur úrval af HLJÓMPLÖTUM
Einnig PLÖTUSPILARA og
SEGU LBAN DSTÆKI
Gránufélagsgötu 4
Sími 2-14-15
Framhald á bls. 43.
Verkamaðurinn 50 ára — 41