Verkamaðurinn - 24.11.1968, Blaðsíða 15
FLETT BLÖÐUM —
ið, að kosning á þessum 11 bœj-
arfulltrúum shdi fara fram í
Samkomuhúsi bcejarins þriðju-
daginn þann 28. þ. m. og byrjar
kjörfundurinn klukkan 12 á há-
degi. Listar yfir fulltrúaefni
sendist formanni kjörstjórnar-
innar, bœjarfógeta, eigi síðar en
sunnudaginn þann 26. þ. m.
klukkan 12 á hádegi. Jafnframt
bæjarstjórnarkosningunni fer
fram kosning á tveimur endur-
skoðendum bœjarreikninganna,
er endurskoði þá um þrjú ár
frá og með árinu 1917 að telja.
Listar yfir þá sendist innan sama
tíma. Bœjarfógeti Akureyrar 15.
janúar 1919.“
Annað slagið höfðu birzt smá
fréttir utan úr þeim stóra heimi.
í þessu blaði er lítil frétt:
„Trotsky hefur látið varpa
Lenin í dyblissu.“ Stöðugar
óeirðir í Berlín. Stjórnin hefur
yfirhönd. Allsherjar hafnarverk-
fall í New York. Lagarfoss slopp
inn. Gullfoss tafinn. Influensan
magnast aftur í Kaupmanna-
höfn. Prentarar hér hafa fengið
35 prósent kauphækkun, nætur-
vinna 100 prósent hærri en dag-
kaup, helgidagavinna 40 prósent
hærri og eftirvinna 30.
Prentarar hófu einna fyrstir
á fslandi að berjast fyrir bætt-
um kjörum. Þeir hafa sjaldan
brugðizt.
2. árgangur.
Það er rétt að staldra við
Verkamanninn 6. febrúar 1919.
Þá telst annar árgangur hefjast,
og er þetta fyrsta tölublað hans.
Þar er og ávarp til lesenda. Það
á að fara að senda blaðið í kaup
túnin út um land. Þetta gæti
m. a. verið ástæða til þess, að
stofnun blaðsins hefur verið tal-
in 1919.
Kosið í bæjarstjórn.
Annars er verið að ræða um
komandi bæjarstjórnarkosning-
ar, og það er allt í fullri kurteisi.
En bæjarstjómarkosningunum
lauk í þetta sinn á jákvæðan
hátt. Það er sagt svo frá þeim:
„Þeim lauk svo, að B-listinn
kom að 6 mönnum, fékk 416 at-
kvœði. C-listinn kom að 5 mönn
um, fékk 326 atkvœði. A-listinn
féll með 28. Á B-lista Mutu
kosningu: Erlingur Friðjónsson
404 10/11 atkvœði, Böðvar J.
Bjarkan 365, Ingimar Eydal
328, Sveinn Sigurjónsson 288
10/11, Halldór Einarsson 232
9/11 og Þorsteinn Þorsteinsson
230 8/11.“
Það er enginn vafi, að verka-
menn á Akureyri hafa stutt B-
listann.
„Á C-lista voru Ottó Tulinius
293 3/11, Ragnar Ólafsson 277
4/11, Sigurður Einarsson Hlíð-
ar 260 1/11, Júlíus Hafstein
227 5/11 og Sigurður Bjarna-
son 197 3/11.
Alls voru greidd 798 atkvœði,
og er það miklu fleira en áður
hefur átt sér stað, enda kosning-
in sótt af miklu kappi á báðar
hliðar. 28 seðlar dœmdust ógild-
ir. B-listinn hafði 90 atkvœði
framyfir C-listann, og verður
það að teljast álitlegur meiri-
hluti, þó hann hefði vel getað
verið stœrri, ef ýmsir hefðu eigi
setið heima, sem áttu kost á að
sækja kjörfund.
fslendingur 31. f. m. er að
leitast við að gera kosningu B-
listamanna tortryggilega af því
að 7. maður hafi verið færður
upp á nokkrum seðlum. Hefði
blaðinu verið sæmst fyrst það
fór út í þessa sálma að geta þess
um leið, hvort það myndu hafa
verið samtök, að 6. maðurinn á
C-listanum var víða fœrður upp
fyrir 5. mann og af hvaða ástæð
um Ottó Tulinius var svo víða
strikaður út.“
Hreinlæti.
Tíminn þokast áfram. Það er
kosið í nefndir í nýju bæjar-
stjórninni, og það er skrifað um
blessun áfengisbannsins, og það
er skrifað um það sem þarf að
gjöra. „Hreinlœti er ábótavant í
bænum. Þó þeir Steingrímur og
Freymóður stígi í óþverra ein-
hversstaðar í bœnum, er það
ekki svo hœttulegt út af fyrir sig,
því að þeir eru báðir hreinlœtis-
menn, sem ekki bera þess háttar
góðgæti á sér inn í mannabú-
staði. Hitt er miklu viðsjárverð-
ara, að meðan ösku og sorpi er
safnað saman í hauga hér og þar
í bænum og mannasaur og alls-
konar óþverra er hellt á götu-
kantinn meðfram sjónum, er
ekki hœgt að gera við því að
börn, óvitar, ösli í þessu góð-
gœti og ati sig út í því frá hvirfli
til ilja. Lögreglusamþykkt bæj-
arins kvað skipa svo fyrir, að
sorpi og hverskyns óhreinindum
skuli kastað á sæ út eða með
öðrum orðum: í flœðarmál
fram.“
Og áfram.
„Okkur er full þörf á fyrir-
myndar vanhúsum, hvort sem
„stúlkur“ fylgja þeim eða ekki,
en okkur er ennþá meiri þörf á
því, að bærinn taki að sér alla
sorp- og vanhúsahreinsun.“
Elísabet Eiríksdóttir. Hún vor um
óratugi formaður Verkakvennafé-
lagsins Einingar og alla tíð góður
stuðningsmaður Verkamonnsins,
enda jafnan í framsæknustu sveit
vinstri manna.
Verkalýðsfélögin.
Hinn 13. marz 1919 er á for-
síðu rætt um verkalýðsfélögin,
starf og framtíð þeirra. íslenzku
verkalýðsfélögin, eða þau elztu
þeirra, munu vera milli 15 og
20 ára. Félögin hafa einkum
unnið að takmarki sínu með því
að hækka kaupið, og hafa þau
allt frá stríðsbyrjun átt fullt í
fangi með að halda kaupinu í
kjölfari dýrtíðarinnar, og þó
enn séu fjölmörg þorp, sem ekki
hafa orðið þeirrar blessunar að-
njótandi, að fá verkamannafé-
lög innan vébanda sinna, þá hef-
ur kauplágmark félaganna samt
sem áður áhrif til góðs. En hann
álítur greinarhöfundurinn að
það þurfi samstarf milli félag-
anna, og samstarfinu mætti
koma á með því: „1) að félög-
in myndi samband sín á meðal,
2) fulltrúar frá öllum verka-
mannafélögunum hittist annað-
hvort ár eða svo oft sem þurfa
þykir til að ráðgast um þau
mál, sem til heilla mættu verða,
3) Félögin útbreiði hugsjónir
sínar með útgáfu blaða og bóka,
4) Félögin hafi fastan starfs-
mann, sem stöðugt ferðist um
landið, veki sofandi félög og
stofni ný félög, þar sem engin
eru fyrir, einskonar Sigurð reglu
boða.
Ef til vill mætti segja um 1.,
2. og 3. atriðið, að þau vœru
þegar komin í framkvœmd með
stofnun Alþýðusambands ís-
lands og því, að verkamenn hafi
nú yfir tveimur blöðwm að ráða.
En bœði er sambandið og blaða-
útgáfan hvorki fugl né fiskur
ennþá vegna féleysis, þó þau séu
góð það sem þau ná.“
Og í marz er farið að skrifa
um Rússland. Þeir eru í óða
önn, þar austur frá að leysa al-
múgann úr ánauðarokinu.
Bílaöld.
Lítil frétt hinn 20. marz 1919:
„Bílfélag er fyrir nokkru stofn-
að hér í bænum. í stjórn þess
eru R. Snorrason, kaupmaður,
Ragnar Ólafsson konsvJl og HáU
grímur Davíðsson verzlunar-
stjóri.“
Það er runnin upp bílaöld í
bænum.
I næsta blaði er sagt frá láti
Guðmundar Guðmundssonar
skálds. „Hann var af mörgum
kallaður Ijóðsvanur íslands.“
Þegar kemur fram í apríl er
farið að skrifa um skátahreyf-
inguna. Það mun vera Steindór
Sigurðsson, sem skrifar um þetta
mál, sem er nýtt í bænum. Skáta
boðorðin eru birt.
Það er rætt um leikhúsið.
„Leikfélagið stansar ekki, þeg-
ar Jxið er komið af stað. Þrátt
fyrir ýmsa erfiðleika og tilfinn-
anlegan skort á æfðum leik-
kröftum, hikar Jmð ekki við að
takazt ýmislegt í fang, sem
hverju œfðu leikfélagi vœri tal-
ið fyllsta viðfangsefni. Þessi
framtakssemi leikfélagsins spáir
góðu um framtíð þess, því áhugi
og hœfileg framgirni er hverj-
urn félagsskap nauðsynlegt, ef
nokkurn tíma á að ná því tak-
marki, sem sett var. Um síðast-
liðna helgi sýndi félagið nýjan
leik, sem heitir Skríll.“
Erlingur Friðjónsson. Hann skrif-
aði mikið í blaðið ó órunum 1920
—1930 og gegndi um skeið rit-
stjórastörfum. Sem forseti Verka-
lýðssambands Norðurlands var hann
einnig óbyrgðarmoður bloðsins.
Kauptaxti Einingar.
Og kauptaxti kvenfélagsins
Eining, samþykktur á fundi 24.
marz 1919:
„Frá 1. maí er lágmarkskaup
félagskvenna, sem hér segir:
í stundavinnu séu teknir 50
aurar fyrir hverja klukkustund,
sem unnið er að degi til, hvort
sem unnið er frá klukkan 6 eða
7 að morgni til sama tíma að
kveldi. Fyrir nœtur- og sunnu-
dagavinnu sé tekin ein króna.
Nœturvinna sé talin frá klukkan
9 að kvöldi til klukkan 6 að
morgni.
Lágmarkskaup við fiskþvott
er:
Sé þveginn veginn fiskur 60
aurar fyrir hver 50 kíló. Sé fisk-
urinn talinn, þá kr. 1.30 fyrir
hverja 100 fiska, upp og ofan.
Frá 12. júlí til síðasta septem-
ber 75 aurar fyrir að þvo 50
kíló og kr. 1.60 fyrir 100 fiska.
Lágmarkskaup við síldar-
vinnu kr. 1.00 fyrir hverja tunnu
síldar að kverka og salta, sé um
venjuleg hlunnindi að ræða. Án
hlunninda kr. 1.10.
Stundavinna frá 12. júlí til
síðasta september 75 aurar á
hverja klukkustund.
Lágmark við innivinnu,
þvotta á húsum og fatnaði, séu
60 aurar á klukkustund án
fæðis.
Kauptaxti þessi sé í gildi frá
1. maí 1919 til þess er annar
verður gefinn út. Með þessum
taxta er úr gildi numinn fyrri
taxti félagsins.
Allar lconur œttu að hafa það
hugfast að tryggja sér skaða-
bœtur, ef síldarvinna bregzt til-
finnanlega.“
Og síðan er farið að tala um
skort á nauðsynjavörum, mis-
jafnt verð á olíu hjá hinum ein-
stöku verzlunum og bæjarstjórn-
arfundurinn á þriðjudaginn
samþykkti að skipaður skyldi
annar lögregluþjónn fyrir bæ-
inn.
Annars er margt að frétta í
apríl þetta ár. Það er verið að
spjalla um saurlífismál í Reykja
vík. Það er eitthvað dularfullt
við það og fremur óhugnanlegt
og sjúkdómahætta mikil yfir
bænum.
Það gengur ofsaveður yfir
Siglufjörð, og hús fauk af
grunni, en þeir höfðu stofnað
verkamannafélag þar með 60 fé-
lögum og von á fleirum til við-
bótar.
Snjóflóð og slysfarir.
Snjóflóð og slysfarir fylgja á
eftir vonda veðrinu. Það hefur
fallið snjóflóð á Seyðisfirði á
sunnudagsmorguninn var. Mann
tjón varð þó ekki. En í Héðins-
firði var aðra sögu að segja.
Tvö snjóflóð. Þar fórst Páll Þor-
steinsson, bóndi í Vík, og talið,
að í hinu flóðinu hafi farizt
maður og 36 kindur. Annars eru
þetta óljósar fréttir hinn 17.
apríl.
Á Siglufirði hefur gengið
meira á.
„íbúar Siglufjarðar vóknuðu
upp við vondan draum á laugar-
dagsmorguninn var. Eitt hið
stærsta snjóflóð, sem smgur fara
af, féll þá austan megin fjarð-
arins. Náði það yfir allt að þús-
und faðma svœði, eða frá Stað-
arhóli og suður fyrir Neðri-
Skútur. Sópaði flóðið sjö, eða
öllum húsunum, á þessu svœði í
sjó fram, nema Neðri-Skútum,
er grófust í fönn. 17 eða 18
manns lentu í flóðinu, þar af
voru 8 á Neðri-Skútum. Náðist
fólkið þar síðar um daginn, Uf-
andi og lítið skemmt, en komið
fast að köfnun. Hitt fólkið, 9 til
10, tók flóðið með sér fram á
sjó, og hefur það strax beðið
bana.
Þegar snjóskriðan barst út í
Framhald á bls. 19.
Verkamaðurinn 50 óra — 17