Verkamaðurinn - 24.11.1968, Blaðsíða 27
FLETT BLOÐUM —
astir reseftaskrifarar, effa gefi
út flesta lyfseðlana, og Maggi
Magnúss verður langhæstur.
Hann er með 471 áfengisseðil
og 330 af þeim eru yfir 210
grömm. Og Þórður Jón Thor-
oddsen er með 224 yfir 200
grömm, en svo eru aðrir niður
í lítið sem ekki neitt og nokkrir
alls ekkert.
Þá er talað um gullnám í
Miðdal, og það er sagt þýtt úr
þýzku blaði. Það er 14. júlí,
sem þetta er skrifað: Gullæð er
í björgum Islands. Og það seg-
ir, að það hafi fundizt þarna í
basaltlagi gullæð, rúm röst á
lengd og að meðaltali hér um
bil stika á þykkt. Þetta er tal-
inn vera geysimikill og ríkuleg-
ur gullfundur, talið víst að
borgi sig vel að vinna námu í
Miðdal, en eitthvað hefur nú
komið annað upp á daginn, því
að fátt mun vera um gullvinnslu-
staði á íslandi.
Og gengið á íslenzku 'krón-
unni var í september: Pund
sterling 24 krónur íslenzkar og
dollarinn A.961/^, danskar krón-
ur 100 voru 123.08 íslenzkar. —
Þetta virðist vera þó nokkuð
betra en 1968.
Og tóbakið er ódýrara þá en
nú. Smásöluverð í október 1925:
Rjóltóbak frá Brödrene Braun
kr. 21.50 kílóið og munntóbak-
ið, Mellem, kr. 23.10 kílóið og
Small skroið er 26. 4Q. Mix-reyk
tóbakið er 14.95 kílóið. Svo eru
dýrari tegundir, eins og Moss
Rose 16.10 kílóið.
Og Davíð skáld Stefánsson er
fluttur til bæjarins og tekinn við
bókavarðarstöðunni við bóka-
safnið hér í bænum.
Og Arni Jónsson frá Múla ný-
farinn til Ameríku og verður
þar til aðstoðar danska sendi-
herranum í Washington við
fyrirhugaða samninga um nið-
urfærslu tolla á íslenzkri ull.
Þá er auglýstur svörður.
„Verkamannajélagið á enn eft-
ir töluvert að góðum sverði, sem
bœjarbúar geta fengið keyptan
nú þegar. Sverðinum verður ek-
ið heim til kaupenda. Gerið
pantanir sem fyrst. Halldór Frið
jónsson.“
Kvöldskóli.
Þeir ætla að fara að starf-
rækja kvöldskóla fyrir unglinga.
„Það verður kennd íslenzka,
danska, náttúrufrœði, félags-
frœði, reikningur, menningar-
saga og bókmenntafrœði, enn-
fremur enska, þeim er þess
œskja. Skólagjaldið er 60 krón-
ur og 10 krónur í viðbót fyrir
enskuna. Skólinn byrjar 1. nóv-
ernber og stendur í 6 mánuði, 18
stundir í viku. Einar Olgeirs-
son.“
Utflutningur íslenzkra afurða
varð í septembermánuði 9 millj.
400 þúsund og 600 krónur, en
samtals það sem af er árinu kr.
50 milljónir.
Og samkvæmt skeytum frá
Reykjavík hafa útgerðarmenn
þar ákveðið verkbann 1. nóvem-
ber, ef sjómennirnir ganga ekki
að kauplækkun þeirri, er útgerð-
armennirnir fara fram á. Al-
menningsheill liggur þeim létt á
hjarta.
Það er ýmislegt að frétta um
haustið. Það er nú nýfallinn
dómur fyrir óleyfilega bruggun
öls. Einn maður fékk 1000
krónu sekt og 30 daga einfalt
fangelsi, annar 400 krónu sekt
og þriðji 300 krónu sekt.
Þá eru Tyrkirnir ekki betri en
vant er. Þeir hafa í hefndarskyni
við Breta rænt 8000 kristnum
manneskjum, strádrepið marga,
svívirt konur og sett í kvenna-
búr.
Það er rólegra uppi á íslandi.
Kvöldskólinn hans Einars verð-
ur settur á laugardaginn kem-
ur, og menn geta enn fengið að-
gang, ef þeir vilja. „Ungfrú
Gróa Hertervig og Hjörleifur
Arnason vélameistari voru gef-
in saman í hjónaband á laugar-
daginn var.“
Það eru komnar út bækur eft-
ir Kristínu Sigfúsdóttur:
„Fyrir ári síðan kom út eftir
Kristínu Sigfúsdóttur Sögur úr
sveitinni, 166 blaðsíðna bók, og
nú kemur önnur bókin, 272 blað
síður. Höfundur er kona í sveit,
sem sinna verður bústörfum allt
árið, svo marga mun furða,
hvernig hœgt hefur verið að af-
kasta svo miklu verki auk dag-
legra skyldustarfa.
Hún skrifar aðeins um gott
fólk konan sú, og það œttu allir
að kaupa og lesa þessar bækur.“
Og Ingibjörg Halldórsdóttir
og Ingólfur Guðmundsson Seyð-
fjörð hafa gengið í hjónaband.
Ófeiminn
landhelgisbrjótur.
Og þá kemur á daginn land-
helgisbrot, sem verður að ein-
hverju aumasta hneyksli í sögu
íslenzkrar löggæzlu. Sökudólg-
urinn sleppur frá hlið varðskips-
ins í höfn, meðan skipsmenn
skemmta sér. Krafizt rannsókn-
ar.
„Síðastliðið þriðjudagskvöld
kom varðskipið Þór að togara,
er var að veiðum vestanvert við
Flatey á Skjálfanda. Reyndist
togari þessi, sem er enskur og
heitir Cardina frá Hull, vera
þarna innan landhelgi og því að
ólöglegum veiðum. Tók Þór
skipið og flutti til Akureyrar.
A miðvikudaginn síðdegis var
dómur kveðinn upp yfir söku-
dólgnum og fékk hann 10 þús-
und gullkróna sekt og afli og
veiðarfœri gert upptœkt. Að rétt
arhaldi kom hinn enski skip-
stjóri, Kristian Arreskov, dansk-
ur að œtt, óvenjulega kurteislega
fram og játaði þegar brot sitt og
mótmœlti engu. Kvað hann afla
skipsins 5 til 600 kassa og vildi
fá hann keyptan, en fékk ekki.
Þegar dómurinn var uppkveð
inn var ákveðið, að afla og veið-
arfœrum skyldi skipað á land á
fimmtudagsmorgun. Hafði Þór
gát á togaranum og œtlaði að
flytja hann með morgninum að
innri hafnarbryggjunni, en skip-
in lágu bœði við Torfunefs-
bryggju. Skipstjóri á Þór er Jó-
hann P. Jónsson nokkur, sem
lœrt hefur til hermennsku hjá
Dönum og frœgastur varð hér á
landi fyrir áfrek sitt í Reykjavík
23. nóvember 1921, er hann
með 200 manna vopnuðu liði
tók höndum 13 menn, flest ung-
linga um fermingaraldur og
hjálpaði til þess að brjóta lög
á alsaklausu fólki.
En hér fór nú ekki betur en
svo, að á miðvikudagskvöldið
hjuggu togaramenn á landfest-
arnar allar og héldu á fullri ferð
fram Poll. Kvöddu þeir hina
árvökulu löggœzlumenn með
eimpípublæstri. Voru þeir úr
augsýn áður en Jóhann vaknaði
við þann vonda draum, að veið-
in hafði aðeins verið sýnd en
eigi gefin. Sat hann að sögn í
veizlu hjá kunningjum sínum
hér í bœ, en skipsmenn víðsveg-
ar í landi, nema tveir menn eða
svo, er varðmaður úr landi hitti
fyrir, er hann leitaði til Þórs,
■ þegar hann sá, að ekki var allt
með felldu með togarann.“
Eitthvað er minnzt á það síð-
ar í greininni, að hann eigi að
fara, og þykir þetta gott dæmi
upp á ríkislögregluna á íslandi.
Og 29. desember er jafnaðar-
stefnan og landbúnaðurinn á
dagskrá. „Framkoma Framsókn
arblaðanna dœmir sig sjálf.
Meðan ekki verða fœrð rök fyr-
ir því, að' verkafóUcið hari of
mikið að bíta og brenna verða
kaupkröfur þess ekki átaldar.
Hitt liggur fyrir að efla og
styðja landbúnaðinn, svo að
hann geti fœtt og klœtt sœmilega
þá, sem hann stunda. Og það er
einmitt sá hnúturinn, sem jafn-
aðarmenn ætla sér að leysa og
munu gera öllum flokkum fram-
ar, er þeir fá bolmagn til þess að
hafa áhrif á stjórnmálin í land-
inu.“
Það er lítið um jólaauglýs-
ingar, en það stendur til að
vígja nýja samkomuhúsið góð-
templaranna og ungmennafélag-
anna á nýársdaginn. Það verður
fullgert og afhent félögunum
þann dag. Einar Jóhannsson
múrari hefur byggt húsið fyrir
ákvæðisverð, hefur vandað
mjög til byggingarinnar, enda
er það veglegt þetta hús.
Til hátíðabrigða trúlofuðu sig
á jólunum Björg Vigfúsdóttir
og hr. Sveinn Bj arnason, Brekku
götu 3 hér í bænum.
★
1930
Nú hlaupum við ennþá yfir 5
ár og tökum árganginn 1930 til
athugunar.
Við gerum það með skjálf-
andi höndum, því að nú voru
ýmsar blikur á lofti, ekki aðeins
fyrir jafnaðarmenn á íslandi
heldur og um allan heim. Það
fer að nálgast tímabilið, sem er
kallað heimskreppan mikla.
Nú er einnig komið að því,
að það er að ljúka farsælli sam-
vinnu vinstri manna hér og
giftudrjúgu samstarfi þeirra
Einars Olgeirssonar og Erlings
Friðjónssonar. Það er í sam-
ræmi við þróunina í heiminum,
að gjáin milli demókrata og
kommúnista brekkar sífellt, þar
til úr verður ósiglandi haf.
Vegna þess að áramótahugleið
ingin er í blaðinu, sem kemur út
31. desember 1929, verðum við
að byrja á að líta á það. Það
segir þar, að þetta hafi verið
sæmilegt atvinnuár. Það hafi ver
ið meira að segja í góðu meðal-
lagi og jafnvel betur á Suður-
og Norðurlandi. Þar sem verka-
lýðshreyfingin er annars nokk-
uð á veg komin fékkst kauphækk
un nokkuð tímanlega á árinu.
Sjómenn höfðu þó átt í stappi
við útgerðarmenn, en knúið
fram lítilsháttar launahækkun,
og hér nyrðra hófu útgerðar-
menn ofsókn á hendur Einari
Olgeirssyni fyrir það, að þeir
töldu, að hann hefði stutt sjó-
menn hér í kröfum þeirra um
bætt launakjör.
En nú er því beint til hugs-
andi verkalýðssinna að nota ára
mótin til að íhuga stöðu sína.
„/ tilliti til þessa ber að líta
fram á komandi ár. Það ber
líka svo vel í veiði, að í fyrsta
mánuði ársins bíður verkalýðs
kaupstaðanna að lyfta því grett-
istaki, er nœst samtökum í kaup-
deilum krefst samheldni verka-
Steingrímur Aðalsteinsson var lengi
óbyrgðarmaður blaðsins og hafði á
köflum hönd í bagga með ritstjórn-
ino.
lýðsins í ríkustum mœli. Það
eru bœjarstjórnarkosningar í
öllum stærri kaupstöðum lands-
ins.---------Hér er því ekki
um neinn barnaleik að rœða,
sem á einu veltur um hvernig
fer, heldur athöfn, sem hefur ör-
lagaríkar afleiðingar, ekki ein-
ungis fyrir verkalýð kaupstað-
anna heldur og alþýðuhreyfing-
una í landinu.“
Bæjarstjórnarkosningar
Og það eru birtir listar fyrir
bæjarstjórnarkosningarnar og
eru skipaðir 22 frambjóðend-
um. Á lista Alþýðuflokksins er
fyrstur Erlingur Friðjónsson, þá
er Elísabet Eiríksdóttir, Einar
Olgeirsson f ramkvæmdastj óri,
Karl Magnússon sjómaður,
Steinþór Guðmundsson kennari,
Þorsteinn Þorsteinsson verka-
maður.
Framsókn er með sér lista.
Það er Ingimar Eydal, Brynleif-
ur Tobíasson, Jón Guðlaugsson,
Böðvar Bjarkan o. s. frv.
íhaldið er með Sigurð Einars
son Hlíðar, Hallgrím Davíðsson,
Ólaf Jónsson framkvæmdastj óra,
Tómas Björnsson kaupmann
o. s. frv.
Það eru smáfréttir í þessu síð-
asta blaði ársins 1929: „Á að-
fangadag fóla varð gömul kona
fyrir sleða á götunni og meydd-
ist svo, að hún hefur legið síð-
an rúmföst.“ Jafnvel þá voru
umferðarslysin fyrir hendi.
í erlendum fréttum segir m.
a.: „Á aðfangadag jóla brann
vesturálma forsetabústaðarins,
Hvíta hússins, í Washington.
Eignatjón mikið af brunanum
og talið, að mikilvæg skjöl hafi
eyðilagzt.“
Framhald á bls. 35.
amaðurinn 50 óra — 29