Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Blaðsíða 31
223
hefir síðan verið byggt á. Alt til hans daga höfðu
Englendingar verið sundurþykkir sín í milli, hver sveit-
in að kalla upp á móti annari, og landið jafnaðarlega
sætt árásum af útlendum þjóðum. En með Vilhjálmi
hefst á Englandi hið volduga ríki, er vex út yfir ír-
land og Skotland, þegar fram liðu tímar, og enskar
nýlendur rísa á fætur hér og hvar um allar heimsálf-
ur. Norrænir víkingar hætta alveg árásum á England,
þegar Vilhjálmur er orðinn þar fastur í sessi. Fyrir
daga hans hafði England verið eins og eitt sér og
utan við almenn málefni Norðurálfunnar. En á hans
stjórnarárum dregst það inn í málefni meginlands-
þjóðanna; hin enska þjóð gjörist umsvifamikil, og
kemur þá einatt til aflrauna með þeim nábúunum,
Englum og Frökkum. Aður höfðu Englands konúng-
ar því nær aldrei gjört samninga við annara þjóða
konúnga, eða fengið sér drotningar af meginlandi; en
nú lærðu Englendingar af Normönnum af hafa alls-
konar samblendi við allar þjóðir í Norðurálfu.
Verzlun höfðu Englendingar áður átt eingöngu
við þjóðverja, nú varð sú breyting á því, að verzlunin
varð mest milli Englendinga og kaupstaðanna á Nor-
mandíi. Ollu fór að fara fram á Englandi: hús voru
þar áður lítil og lág og flest af viði einum, nú urðu
þau öllstærri, skrautlegri og af steini gjörð ; akuryrkju
fór stórum fram, og efni manna vaxandi; nýtt og nyt-
samlegt skipulag komst á ýmisleg þjóðmálefni (t. a. m.
kviðdómar), er aðrar þjóðir hafa síðan tekið í lög hjá
sér. Vísindi og fagrar listir tóku framförum, enda
studdu eftirmenn Vilhjálms rækilega að því, að afreks-
verk konúnganna og helztu viðburðir innanlands yrði
ritað á bækur.
Loks má geta þess, að sigur og yfirráð Nor-
manna höfðu hin mestu áhrif á túngumál Englendinga.
Áður en Vilhjálmur vann England var þar töluð túnga