Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Blaðsíða 52
244
vott um það, að höfundr hennar hafi verið fremr sögu-
fróðr maðr, og þegar hann telr upp þá 4 íslendinga,
er fríðastir hafi verið og bezt mentir, þá lýsir það
því, að hann hefir þekt sögur bæði um Kjartan 01-
afsson, Ingólf þorsteinsson og Höskuld þorgeirsson
(Ljósvetningagoða), sem kallaðr er „hinn væni“ í seinni
handritum „Landn.“, þótt ekkert sé talað um fríðleik
hans í Ljósvetningasögu. En þó að höf. „Fld.“ hefði
verið nokkuð kunnugr fornsögunum, þá gat samt vel
verið, að hann hefði aldrei séð margar þær sögur, sem
vér þekkjum nú, því að á 16. öld voru fornritin í hönd-
um svo fárra manna, að þau duldust jafnvel fyrir
helztu sagnamönnum þeirra tíma, eins og sést á „Bisk-
upa-annálum“ Jóns prests Egilssonar, er sýnist hvorki
hafa þekt Páls biskups sögu né Sturlungasögu né
Árna biskups sögu.
Að halda, að höf. „Fld.“ hafi orðið að tína upp úr
skrifuðum fornsögum alt það, er hann vildi satt segja,
virðist mér ástæðulaust, því að það er ekki einungis
líklegt, heldr jafnvel víst, að ýmsar sögur úr fornöld
hafa geymst í manna minni lengi fram eptir öldum,
og hafa sumar þeirra að vísu breytst á ýmsan hátt,
aflagast og blandast ýkjum og hindrvitnum, en aðrar
eru aptr sennilegar og sýnast ekki vera mjög ýktar,
og þannig er einmitt mörgum örnefnasögum háttað,
að þær virðast stundum hafa varðveitst óbreyttar öld
eptir öld á sömu stöðum. Mörg dæmi má finna í „ís-
lenzkum J>jóðsögum og Æfintýrum11 upp á alþýðlegar
sögusagnir um fornmenn, sem ekki standa í fornsög-
unum, og skal hér að eins bent á söguna úr Bol-
ungarvík um þuríði sundafylli, sem stuttlega er minst
á í „Landn.“, og J>jóðólf bróður hennar, sem „Landn.“
nefnir ekki. Sögusagnir þær, er eigi finnast annar-
staðar en í „Fld.“, hafa sjálfsagt flestar lítil söguleg
sannindi í sér fólgin, en þó sýnast margar þeirra