Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Blaðsíða 24

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Blaðsíða 24
216 ar þessir og þeirra eftirkomendur mynduðu hina ensku aðalsmannastétt á miðöldunum. Allur her Vilhjálms hertoga var í þremur stór- deildum, eins og áður var sagt, og þrisettar fylkingar í hverri stórdeild, eftir vopnabúnaði. Fremstir stóðu bogmenn og slöngumenn; þar næst þúngvopnað fót- göngulið, og aftast hestliðið. Létt vopnaða liðinu var ætlað að rjúfa fylkingar Englendinga, þúngvopnaða liðinu að rífa niður víggirðingar þeirra, og greiða veg- inn fyrir hestliðinu. þ>ótt engin væri mótspyrna var mjög erfitt ríðandi mönnum að riða upp brekkurnar á Senlakshálsi, en með öllu ófært, þegar þar voru þrí- settar girðingar og menn Haraldar í móti. þetta var þeim vel kunnugt, hvorum fyrir sig, Vilhjálmi og Har- aldi. Haraldur hafði svo um búizt, að Vilhjálmur gat eigi komið við hraustasta liðinu, riddurunum, fyr en fótgöngulið hans hafði lengi barizt og fengið mikinn mannskaða. Englendingar höfðu, eins og Normenn, verið snemma á fótum þenna dag. Stóð alt þeirra lið und- ir vopnum og beið þess, að Normenn veittu aðsókn. Haraldur konúngur reið um fylkingar og talaði til manna sinna. Lagði hann rikt á við þá, að standa þétt, maður við manns hlið, því að alla þá stund væru þeir ósigrandi; en ef fylkingar riðluðust, þá væri alt farið; þeir berðust fyrir ættjörð sína og ættu hendur sínar að verja, en Vilhjálmur væri þangað kominn af öðru landi, til þess að brjótast þar til valda; þess vegna yrði hann á að sækja, en þeir að verjast. Fyrir þá sök kvaðst hann hafa valið einmitt þessar vígstöðv- ar og ekki aðrar. Normenn hefðu frækna riddara, og ef þeim tækist að brjótast 1 gegnum girðingarnar, mundi erfitt veita að reka þá út aftur, en ef Englend- ingar stæðu fastir fyrir og fylkingar rofnuðu eigi, þá mundu Normenn ekki vinna á; langspjót þeirra mundu að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.