Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Qupperneq 7

Eimreiðin - 01.07.1895, Qupperneq 7
87 í brjefi sínu til stiptsyfirvaldanna var landshöfðingi í vafa um, hvort bæta skyldi einum eða tveimur bekkjum við latínuskólann, svo realdeildin yrði 3 eða 4 bekkir. I tillögum sínum til stjórnar- innar mun hann hafa haldið fram hinu siðara, og um leið hinu óheppilegra. Hinn núverandi námstími þeirra, er »ganga lærða veginn«, er fulllangur og helzt oflangur, þegar litið er til þess, hve fátækir vjer erum og á hvaða menningarstigi vjer stöndum. Vjer kvörtum yfir fátækt vorri og því, hve skammt vjer erum á veg komnir í öllum verklegum efnum, en svo neyðum vjer æsku- menn vora til þess, að eyða mörgum beztu árum æfi sinnar á skólabekknum yfir grískum og latínskum »doðröntum«. Vjer kvörtum yfir háum embættismannalaunum, og það eigi að ástæðu- lausu, en hvað er eðlilegra en að embættismenn vorir heimti rifleg laun, þegar þeir loks hafa runnið skólaskeiðið á enda á löngum tíma og með ærnum kostnaði og náð takmarkinu, sem þeim var gjört svo erfitt fyrir að ná. Þegar þetta og margt fleira, sem hjer að lýtur, er yfirvegað, virðist liggja nær að stytta en lengja skóla- tímann og myndi jeg fremur gefa því atkvæði mitt; hef jeg þó enn látið þess ógetið, að þessi mikla lenging á skólatímanum hefur mikinn beinan kostnað í för með sjer fyrir landið, einmitt af því að jeg tel hann hverfandi á móts við hinn óbeina óhagnað, sem af þessu ieiðir. Það er sannarlega minnst komið undir námstíma- lengdinni, mest ríður á að skólinn sje að öllu leyti í góðu lagi. Sje svo, nægja 7 ár til þess að menn geti náð góðri almennri menntun, en sje skólinn í ólagi, þá er bezt að árin sjeu sem fæst, því þeim er þá að mestu til ónýtis eytt. Að mínu áliti ætti því ekki að taka í mál lengri en 7 ára almennan menntaskóla, er taki við af hinum lægri barnaskólum. I sambandi við þetta vildi jeg minnast á eitt atriði, sem jeg tel mikilsvert, og sjálfsagt verður til nokkurrar hindrunar fyrir sambandi skólanna. Það er lengd skólaársins. Eptir reglugjörð Möðuvallaskólans er skólaárið þar 7^/2 mánuður eða frá í. október til 14. maí, og er þetta mjög haganlegt, því hávaðinn af þeim, er sækja þennan skóla, eru bláfátækir alþýðumenn, sem ekkert hafa við að styðjast nema vinnu sína, og það hefur okkur tekizt hjer á Möðruvöllum, að gjöra skólavistina svo ódýra, að fullvinnandi menn hafa að sumrinu alveg getað unnið fyrir skólakostnaðinum. Væri sumarfriið stytt að nokkrum mun yrði þetta ekki hægt. Nú er skólaárið i latínuskólanum 9 mánuðir; hvernig verður þetta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.