Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Síða 13

Eimreiðin - 01.07.1895, Síða 13
93 mýrarnar eru ekki eilífar heldur en vötnin, sem þær eru framkomnar af, þær verða smátt og smátt að þuru landi með ýmsu móti. I vatnavöxtum geta ár borið í þær aur og grjót; landslag breytist svo, að vatninu veitir frá þeim og sjálfar mýrajurtirnar stuðla að því, að smátt og smátt mynd- ast jarðvegur handa þeim jurtum, er hafast við á meira þurlendi en þær, og gengur svo, unz mýrin er orðin að harðvelli. En hægt fer það optastnær, og þótt menn viti þess dæmi, að mýrlendi hafi þornað upp af náttúrunnar völdurn, þá eru til mýraflákar, er hafa haldizt hjer um bil óbreyttir síðan sögur hófust. Einkennilegt er, hvernig mómýr- arnar þorna upp á Vestur-Jótlandi. far taka menn upp mó, sem þeir nefna sæmó; er það að vísu rangnefni, því að mór getur ekki myndazt i sæ; en það hjeldu menn fyr á timum. Mór þessi er svo harður, að hann verður ekki stunginn, heldur má til að höggva hann. Rjett við mýrarnar, er hann myndaðist í, hafa verið roksandshólar; hefur sand- hólaröðunum hverri af annari feykt út í mýrina og þurkað hana upp, en fergt móinn og hert hann svo, að hann líkist nokkuð surtarbrandi. Það er einkum i hámýrunum að mór myndast nú á döguni; undir eins og búið er að stinga móinn burt, fer mosinn aptur að vaxa, ef vætan er nóg, og smátt og smátt myndast nýtt rnólag. Mjög er það mismunandi, hve mólagið vex hratt, víða á Irlandi kvað geta myndazt io—12 feta þykkt mólag á to árum, þar sem allur mór hefur verið upp tekinn; annarstaðar þarf 20—100 ár til hins sama. Pað er kunnugra en frá þurfi að segja*,' hve mikla praktiska þýð- ingu mórinn hefur sem eldsneyti o. fl.; það hefur t. a. m. verið svo að orði komizt, að Hollendingum sje mórinn eins mikils virði að sinu leyti og steinkolin Englendingum, en hitt vita menn ef til vill ekki eins vel, hvað vísindin hafa auðgazt á rannsóknum þeim, sem gerðar hafa verið í mómýrum hjer og hvar i hinum menntaða heimi, einkum siðustu árin. Mórinn ver rotnun, og hafa þvi geymzt i honum ágætlega leifar af dýrum og jurtum allt frá þeim tima, er hann tók að myndast. Rað timabil í sögu jarðarinnar, er fór á undan því, er nú stendur yfir, nefnist isöldin; þá lá mikið af Norðurálfu undir jöklum, hafði mesti jökullinn upptök sín á háfjöllunum i Noregi og Sviþjóð, og tók hann yfir mikið af Pýzkalandi suður á bóginn, en fyllti alveg út í Englandshaf (»Norður- sjóinn«). Jökullinn ók undir sjer feikna miklu af leir og grjóti norð- an að, og þegar hann bráðnaði þá varð þessi botnurð eptir; var hún mjög með hólum og dældum. Vatn safnaðist í dældirnar og má sjá mörg af þeim vötnum enn þá, en mesti fjöldi er algjörlega orðinn að mómýrum á þann hátt sem fyr er sagt. Með því að rannsaka móinn hafa menn nú fengið nokkra vitneskju um jurtalif, dýralíf og loptslag eins og það var rjett eptir að jökullinn bráðnaði, og sjeð hvernig það hefur sífellt verið að breytast fram á þenna dag; það hefur enn fremur sannazt, að menn hafa búið rjett við jökulröndina, og talsverðar upplýs- ingar fengizt um kjör þeirra og lifnaðarháttu á þessum fjarlægu tímum, og skal minnzt á þessi atriði nokkuð nánar. Eptirfarandi saga sýnir, hversu ágætlega getur geymzt í mónum. Á Þýzkalandi funduzt fyrir 1 Raunar mætti ætla, að það væri eigi svo kunnugt sem skyldi allstaðar á ís- landi, þar sem sá skrælingjaháttur er eigi allótiður, að brenna sauðataðinu, bezta áburðinum, þótt mór sje fvrir hendi.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.