Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Page 37

Eimreiðin - 01.07.1895, Page 37
hans bæði hin fornu og nýju, og sú bók er ein af þeim kvæða- bókum íslenzkra skálda, sem jeg vildi sizt án vera; þær hafa opt stytt mjer stundir allar, bæði eldri og yngri, og jeg ann þeim öllum, og þegar jeg nú get lagt af stað til Islands á morgun fyrir aðstoð eins vinar míns eptir tólf ára dvöl hjer og lít yfir liðna tíð, þá finn jeg, að jeg á ljóðum þessara manna, og kvæðum Steingríms ekki sízt, fremur mörgu öðru að þakka það, að þessir dagar hafa þó átt ekki svo fáar sólskinsstundir. p. E. Frumbylið. (Eptir Juhani Aho1.) Bæði vóru þau vinnuhjú á prestssetriuu. Hann gætti hestanna ■og hún annaðist matreiðsluna. A stundum, er þau sátu sitt við hvort borðshorn og mötuðust, ljetu þau fjúka spaugsyrði; en opt- ast nær gekk þó á rifrildi milli þeirra. Húsbændunum fannst þeim koma afarilla saman. »Þau bítast og klórast eins og hundur og köttur« var viðkvæðið. En þegar þau vóru ein saman, annaðhvort við fiskiveiðar á næturþeli, heyannir eða kornuppskeru, þá kom annað hljóð í strokkinn, og svo fór að lokum, að þeim kom á sarnt um að fara að hokra. Þau völdu sjer bæjarstæði á keldubakka nokkrum langt úti í óbyggðum. Var þar nægilegt skógland til ruðnings og rækt- unar. Þar var stór landspilda alþakin elritrjám, og var hún sjálf- kjörin til akuryrkju, en beitiengi hugðu þau að rækta báðum megin lækjarins. Það stóð ekki á öðru en fje til húsabyggingar. Kaupið var lítið, og varla var til þess hugsandi fyrir þau að reisa bú, áður en þau að minnsta kosti hefðu krækt sjer í eina dróg og eina belju. Þessu hvorutveggju var um að kenna, að brúðkaupið dróst á lang- inn. En eptir því sem fram liðu stundir, varð bandið æ fastara og fastara milli þeirra, og jafnframt urðu framtíðarhorfur þeirra betri. 1 tómstundum sínum gerðu þau eigi annað en telja skild- inga þá, er þau vóru búin að nurla saman, og reikna út, hve lengi þau þurftu enn þá að vera í vistinni til þess að ná í upphæð þá, er þau gætu komizt af með. Enginn varð þess áskynja, að smátt og smátt lifnaði hjá þeim hin ákafasta frelsisþrá og brennandi löngun 1 Juhani Aho er einn hinna helztu af }7ngri skáldum Finna.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.