Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Síða 38

Eimreiðin - 01.07.1895, Síða 38
eptir að verða sjálfs sín ráðandi. Á prestssetrinu var gæðavist og- þurftu þau þar engar áhyggjur að bera, kaupið ríflegt og föt og fæði; en engu að síður dvaldi hugur þeirra stöðugt í óbyggðunum. Þegar svo loks kom að því, að þau einn góðan veðurdag sögðu upp vistinni á prestssetrinu, leituðust allir við að telja þeim hughvarf. »Þar er ekkert annað en frosthörkur, og áður langt um líður komizt þið í stórskuldir. Þið hlaðið náttúrlega niður krökkunum, og af umrenningum og betlurum er nóg fyrir, guð- sje oss næstur!«. En þau höíðu nú setið og reiknað og borið saman ráð sín í 5 ár, og það var enginn vegur til þess að fá þeim mjakað frá ásetningi sínum. Presturinn varð að gera svo vel og lýsa með þeim, og um haustið gengu þau úr vistinni. Þau hjeldu kyrru fyrir í þorpinu vetrarlangt. Vilhjálmur telgdi viðu í bæ sinn og vann þess á milli dag og dag á prestssetrinu, Anna sat við vefinn og hjálpaði prestskonunni með hannyrðir. Um vorið á hvítasunnu stóð brúðkaupið. Gömlu húsbændur þeirra, sem þau höfðu verið hjá í mörg ár, hjeldu veizluna, og presturinn gaf þau sjálfur saman í stóru stofunni á prestssetrinu. En er brúðhjónin höfðu kvatt, og presturinn úr glugga sínum sá þau fjarlægjast, hristi hann höfuðið með áhyggjusvip og mælti: »Látum unga fólkið spreyta sig; en enginn þarf að ætla sjer að- ryðja land í óbyggðum með íjárstofni tveggja vinnuhjúa«. Obyggðir Finnlands eru nú samt sem áður ruddar og ræktaðar með slíkum fjárstofni. Og þó hafði presturinn að vissu leyti á rjettu að standa. Við ungviðið á prestssetrinu fylgdum gamalkunningjum okkar heim til sín. Sumarlangan daginn örkuðum við gegn um græn- laufgaðan skóginn, og um nóttina hjeldum við dansleik í nýju stofunni þeirra. Gólffjalirnar vóru að vísu enn þá gisnar, og enn þá stóðu ótelgd bjálkahöfuðin út í hverju horni. Það var nýbúið að stinga fyrir ekrunni, og ekkert sáð enn þá. En í hallanum tók rúgurinn að koma upp og grænka milli feyskinna trjekubbanna. Unga húsfreyjan sló upp eldi á miðju svæði því, er skógbert var orðið, og mjólkaði þar i fyrsta skipti kusu sína. Við Vilhjálmur sátum á steini skammt frá og höfðum augun á henni, meðan hún sýslaði þarna í brúðarklæðunum sínum sveipuð kvöldroðanum. Hann var ekki í efa um, að hann mundi brátt verða upp- gangsbóndi. »Bara að við höldum heilsunni, og bannsettar frost- hörkurnar angri okkur ekki«. Það var eins og hann grunaði,

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.