Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Qupperneq 41

Eimreiðin - 01.07.1895, Qupperneq 41
12 I ólíkt ljettara fyrir að byrja búskapinn, því nú blasir eigi lengur við honum ósnortinn skógurinn. Hann tekur við húsuðum bæ og sáir útsæðiskorni sínu í jarðveg, sem annar maður á undan honum hefur brotið upp og erjað. Ur nýbýlinu verður ef til vill á end- anum auðsælt stærðarbú, og er timar líða fram, rís þar máske upp þorp eða bær. Enginn rennir huganum til þeirra, er fyrstir manna grófu þar fjárafla sinn, aleigu sína — æskufjörið og æskuaflið — í jörðina. Það vóru heldur ekki nema tómhent vinnuhjú. En einmitt með slíkum fjárafla hafa óbyggðir Finnlands verið ruddar og ræktaðar og breytt í ekrur. Heíðu bæði þessi hjú, sem hjer hefur verið frá sagt, haldið kyrru fyrir á prestssetrinu, hann sem hestamaður og hún sent vinnustúlka, þá hefði líf þeirra máske orðið áhyggjuminna. En þá hefði heldur aldrei verið rutt land í óbyggðunum, og verk það, er fylkingarbroddinum er ætlað í framfarabaráttunni, hefði aldrei verið unnið. Þegar rúgurinn blómgast og kornið rjettir upp skúfana á ekrum vorum, þá látum oss minnast þessara fyrstu fórnarhjóna frurn- býlisins. Vjer eigum ómögulegt með að reisa minnisvarða á gröfum þeirra, því talan skiptir þúsundum og nöfnin þekkir enginn. Þýtt hefir Jón Jónsson. Þorsteinn Erlingsson. Það er rangt að kvarta um apturför í íslenzkri ljóðagerð á síðari árum, og hefur þó það hljóð kveðið við úr ýmsum hornum. Nú sem stendur eigum vjer 4 ung og upprennandi skáld, og má af þeim öllum mikils vænta, því þau hafa jafnvel þegar öll kveðið kvæði, er telja verður meðal betri ljóða íslenzkra. En það eru þeir Hannes Hafstein, Einar Hjörleifsson, Einar Benediktsson og Þor- steinn Erlingsson, og flytur nú »Eimreiðin« mynd hins síðastnefnda. Það er ekki langt síðan porsteinn Erlingsson kom fram á sjón- arsviðið, en 4 síðastliðin ár hefur »Sunnanfari« og fleiri blöð og síðast »Eimreiðin« flutt eptir hann fjölda kvæða, hvert öðru fallegra. Þorsteinn er þjóðlegastur hinna yngri skálda, og þótt hann hafi auðvitað numið margt af hinum frægustu skáldum erlendis og nú
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.