Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Qupperneq 59

Eimreiðin - 01.07.1895, Qupperneq 59
139 Af því að Finsen tók upp á því að lækna sig á þennan hátt, hefur hann notið viðunanlegrar heilsu og getað unnið vel. Auð- vitað hefur lækninga aðferð þessi mikil óþægindi í för með sjer, af því að þorstinn er opt þungbær. En Finsen fullyrðir, að ef hefði átt að lækna hann með ástungum, þá hefði orðið að gera það hvað eptir annað; hann hefði verið ófær til vinnu og vesall í þessi 3 til 4 ár Þá hefði hann heldur eigi gert neina uppgötvun. Til þess að verða öðrum vatnssjúkum mönnum að liði, ritaði hann ritgjörð þessa, og hefur hann sent hana til ýmsra lækna á Islandi, því margur á þar um sárt að binda eptir vatnssýkina. Auk þessa hefur Niels Finsen rannsakað og ritað um rauða litarefnið í blóði manna1 og fundið upp styrkjandi meðal, er kalla má blóðduft á islenzku, en á útlendu máli heitir það Hœmatin- Albumin2. Niels Finsen er einstaklega vel lagtækur maður. Hefur líka þar komið i ljós, hve verksjeður hann er, natinn og gjörhugull um margt. Hann hefur smiðað sárakróka, og spara þeir mannshjálp við margan líkskurð, því þeir halda sárinu opnu af sjálfsdáðum, svo að læknirinn kemst þeirn mun betur að, til þess að framkvæma sáralækningar sínar. Auk þessa hefur hann endurbætt nokkur lík- skurðarverkfæri lækna. Niels Finsen er Islendingur að faðerni, en danskur að móðerni. Hann er fæddur 15. desember 1860 í Færeyjum. Faðir hans var Flannes Finsen, er lengi var amtmaður í Færeyjum en síðan stipt- amtmaður í Rípum. Hann var sonur Olafs Finsens landfógeta og yfirdómara í Reykjavík, sonar Hannesar biskups Finnssonar. Niels ólst upp hjá foreldrum sínum þangað til 1874, að hann fór í Her- lufsholms skóla; en faðir hans bar hlýjan hug til fósturjarðar sinnar og vildi, að hann lærði íslenzku og sendi hann því 1876 í Reykja- víkur skóla. Þaðan útskrifaðist hann 1882. Sama sumar fór hann utan til þess að stunda læknisfræði við háskólann í Khöfn og lauk hann prófi í henni sumarið 1890. Enn eru ekki 2 ár liðin síðan fyrsta ritgjörð N. Finsens kom út. I vetur, er var, veitti þjóðþing Dana honum 2000 kr. styrk á ári í 3 ár, til þess að hann gæti gefið sig allan að vísindunum; gerði þingið þetta án atkvæðagreiðslu. I maí mánuði 1895. Bogi Th. Melsteð. 1 Om periodiske aarlige Svingninger i Blodets Hæmoglobinmængde, prentað £ Hospitalstidende, nr. 49 — 50, 1894. 2 Grein um það hefur Finsen ritað í Ugeskrift for Læger 21. desember 1894.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.