Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Síða 62

Eimreiðin - 01.07.1895, Síða 62
142 Eiðurinn. / leyni. I stofuna sólin sæla skein, þau sátu þar tvö við borðið ein, og mærin var ung og hjarta-hrein, hún hugsaði um þann hinn fríða svein i leyni. Þar sat hún svo stilt og starði í ró á stafina fögru sem hann dró, en fegri var höndin fríða þó — því fann hún svo títt að hjartað sló í leyni. Hún hlustaði á orð hins unga manns, og undraðist lærdóm kennarans; hún geymdi þann allan fræða-fans — og fallegu bláu augun hans í leyni. Og hann sem að bar svo ljetta lund hjer ljek hann sjer aldrei neitt við sprund; hún þráði þó allt af þennan fund —- því þetta var hennar sælustund í leyni. Þar situr hann fríðu fljóði hjá og fmgrunum hennar stýra má, hann var ekki strangur starfinn sá, en sterklega höndin titrar þá í leyni. Og hann var í bekknum hvers manns lið og hafði þar á sjer lærdóms-snið, en þegar hann sezt við hennar hlið — þá hefur hann skakt og roðnar við í leyni.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.