Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Page 65

Eimreiðin - 01.07.1895, Page 65
I4S . Til hennar hann einnar allt af leit sem aðra því vildi’ hann leyna; en þegar hún gekk í svanna sveit, þá sá hann þó hana eina. Og optlega í draumum á þá stund hún augunum sínum rennir, er kennarinn ungi mjúkri mund að mittinu hennar spennir, og vinarins vör hún kennir; hún veit að hún leggur um hann arm og elskhugans vörum mætir. Hve verður hún sæl við vinar barm, hve vóru þeir draumar sætir. Kossinn. f*ið öldnu feður okkar kalda lands, sem eigið dætur heitar, kvikar, fríðar, hve opt jeg vildi ykkur fljetta krans á æfi minni, bæði fyr og síðar. Hve nett er ykkar mjúka föður-mund, sem má þar greiða úr hundrað þúsund snörum hvert andvarp þeirra, orð og leynifund, hvern ástar-koss á þeirra rósa-vörum; en þó á skilið margfalt meira hrós sú mikla gætni á efnum, stöðu, kyni; í stuttu máli: allt það andans ljós, sem aldrei bregst að velja tengdasyni. Að því hef jeg og aðrir einatt dázt, hve opt þið sjáið fyrsta skólavetur, hvort það er gott, að glæða drengsins ást. — F-að gerir enginn Mývatns-smali betur. Þið farið nærri um nef hins unga manns, hvort nokkuð bóli á ijetopp þar að ráði, þið sjáið strax á hára-lagi hans, hvort honum tekst að ná í próf »með láði«. IO

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.