Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Page 72

Eimreiðin - 01.07.1895, Page 72
152 Þú blessar okkur, bjarta Fagrahvel, og baðar hlýtt með sælu-geislum þínum. O, ljúfi heimur, lifðu sæll og vel, því lífsins gleði er nú í faðmi mínum. Ja, vinur, hef jeg hvarflað lítið frá? það hef jeg ekki gert að vilja mínum; en fornir dýrðar-dagar svifu hjá og drógu mig að vinar-faðmi sínum. En sástu það: við vórum hann og hún, jeg hafði spáð því að það svona gengi; en hitt var vorkunn þó þjer brygði í brún, er »börnin« kystust svona fast og lengi. Hún gleymdi því, hvað gott og stórt þú sást, hún gleymdi sjálfum dýrðar-hæðum þínum, því hjartað hennar átti ei nema ást — þann eina guð í helgidómi sínum. Hún gat ei stansað, hörfað, hikað við, því hjartað brendi guðsins fórnar eldur; hún gat ei lifað nema hún fengi frið, — hin fagra biskupsdóttir ekki heldur. I stofuna sólin sæla skein, þau sátu þar tvö við borðið ein, og mærin var ung og hjarta-hrein, hún hafði þar kyst inn fríða svein í leyni. [Framhald síðar.] Þ. E. „Sól á sumarvegi”. Skógfararkvæði. Ef þú bróðir unir ekki inni að verma harða bekki, glóir sól á grund, ef þín lund er leiða slegin, langar heim, en kemst ei veginn, komdu í ljúfan lund.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.