Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Qupperneq 75

Eimreiðin - 01.07.1895, Qupperneq 75
155 skurðinn. En meinið stendur opt í sambandi við svo mikilsvarðandi líffæri, að ekki er út í það leggjandi að skera það burt, og er þá engin líknar von. Nú hafa menn — á líkan hátt og blóðvatnið við barnaveiki er til orðið (sjá Eimr. i. h.) — með því að spýta vökva, er stafaði frá krabbameini, inn undir hörund á dýrum og taka þeim svo blóð eptir vissan tíma fengið blóðvatn, sem samkvæmt skýrslu tveggja franskra lækna, Richet og Hericourt, hefur læknað 2 sjúklinga, er höfðu krabbamein. Meðali þessu er spýtt inn í meinið eða inn undir hörundið nálægt því. Af því meðalið er svo lítið reynt, er ekki að svo stöddu hægt að leggja dóm á, að hve miklum noturn það rná verða. Aðrir læknar, Emmerich og Scholl, hafa til innspýtingar við krabbameini notað blóðvatn, sem hefur inni að halda eiturefni, er bakteríutegund sú myndar, sem veldur heimakomunni. Þeir þóttust einnig sjá bata af notkun þess. G. Br. Islenzk hpingsjá. JURTAGRÓÐUR ÍSLANDS. Stefdn Stefdnsson kennari á Möðruvöllum hefur nýlega skrifað ritgerð um gróðrarfar í Vatnsdalnum (Fra Islands V'axtrige U i »Vidensk. Meddel. fra den naturh. Forening«). Þótt hjer sje eigi rúm til að skýra frá efni þessarar ritgerðar, — enda er vonandi, að Stefán gefi löndum sínum kost á að kynnast því, — þykir þó hlýða, að vekja athygli Islendinga á henni, bæði af því, að hún er það fyrsta, er ritað hefur verið um gróðrarlag á Islandi, en þó eigi síður hins vegna, að gróðrarlýsing landsins hefur svo afarmikla þýðingu. Svo er með jurtirnar sem dýrin, að þær þurfa að berjast fyrir lífinu, og gengur baráttan misjaínlega sem vænta má. Sumar sigra, sumar falla; sumar verða stórar og þriflegar, aðrar smáar og pervisalegar. Jurtin er bundin við þann stað, sem hún vex á, og verður því að geta lagað sig eptir þeim lífsskilyrðum, er veðurfar og jarðvegur bjóða henni, ef hún á að geta þrifizt. Jurtin getur ekki hlaupið úr einum stað í annan eins og dýrin og leitað sjer fanga, þar sem bezt kann að vera, heldur er hún bundin við sama blettinn og getur aðeins valið úr því, sem þar finnst. Veðráttan hefur mjög mikil áhrif á gróðurinn, og 'má yfir höfuð að tala bezt sjá það af samanburði á gróðri heitu landanna og heimskautalandanna. Jurtir köldu landanna eru á ýmsan hátt lagaðar eptir hinni köldu veðráttu. Þó er það mismunandi, hverjar tegundir þola bezt langan vetur og stutt og kalt sumar. Það er og mjög mismunandi, hvaða jarðvegur á bezt við hverja tegund, og má sem dæmi nefna túnin og mýrarnar. Það veit hvert barnið, að á þeim er mikill munur, en í hverju sá munur er fólginn og af hvaða rótum hann er runninn, vita færri. Til þess að fá viðunanlega þekk- ingu á gróðri landsins, þarf því að rannsaka, aö hverju leyti liinar ýmsu tegundir hafa lagad sig eptir lifsshilyröum þeim, er fyrir hendi eru. Það þarf að rannsaka nákvæmlega, við hvaða kjör jurtirnar eiga að búa á hverjum stað (veðráttu, jarð- veg o. fl.), og hvaða jarðvegur eigi bezt við hverja tegund. Og eigi verður þekking á gróðrarlaginu fullkomin, fyrri en menn þekkja gróðrarsögu landsins, en til þess þarf nákvæmlega að rannsaka mólagið í mýrunum. Þegar vjer þekkjum til hlítar, Við hvaða kjör hinn íslenzki gróður á að búa, bæði hvað snertir veðráttu og jarðveg, þá getum vjer sjeð, hvað er skaðlegt og hvað er hollt fyrir hann, og þá fyrst getum vjer farið að bæta gróðurinn, en fyr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.