Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Blaðsíða 1

Eimreiðin - 01.05.1896, Blaðsíða 1
B r ú i n. Eptir Einar Hjörleifsson. I. Haustið var komið. Hrafnarnir höfðu setið á þingum í mýrarholtunum, svartklæddir, og krunkað viturlega, eins og þjóðmálagörpum sómdi. Og þeir höfðu ráðstafað málefnum stjettarinnar samvizkusamiega, svo að hverjir tveir hrafnar höfðu fengið sinn ákveðna bæ. Þar ætluðu þeir að krunka og flögra um veturinn, og hafa vakandi auga á hverjum einasta fiskroðssnepli og hverju einasta vambarstykki, sem í ógáti kynni að verða fleygt út á hjarnið, og á hverri einustu kind, sem kynni að drepast úr pestinni eða lenda ofan i skurð í vetrarhlákunum. Rjúpan hafði gersamlega haft fataskipti. Það var reyndar al- kunnugt, að hún gerði engri skepnu mein, nema ef hún fann einstöku sinnum ánamaðk í grasrótinni, svo að hún átti ekki sökótt við neinn eða neitt milli himins og jarðar. En samt sem áður þótti henni vissara að fara úr móbrúna kjólnum og í hvíta kyrtilinn. Því að fálkinn hafðist við á klettasyllu ekki alllangt frá, og honum var alls ekki trúandi. Reyndar vissi hún, að þau voru í raun og veru systkin, og að fálkinn hafði veður af því. En hún hafði ekkert gagn af því, því að hann mundi aldrei neitt eptir því, fyr en hann var búinn að rota hana með grjóthörðu vængbarðinu og var kominn með nefið alveg inn að hjartanu í henni. Þess vegna læddist hún hvít og hnuggin eptir lautunum, þorði mjög sjaldan að hætta sjer upp á þúfnakollana og ljet ekki lifandi vitund á sjer bera. En helsingjarnir og lóurnar höfðu afsagt með öllu að vera kyr um veturinn. Þau vissu, að þau gátu ekki lifað eins og rjúp- an, án þess að syngja og leika sjer. Og svo leizt þeim ekki á tíðarfarið. Þau höfðu því flutt sig, flogið langt, langt burt, þangað sem vetrarnæturnar eru langtum styttri og sólskinið langt um heitara, svo að blóm springa út um hávetur. Þar gátu þau sungið og trallað og leikið sjer og hlegið að vetrinum og rjúpunni þaul- sætnu, sem hnípti allt af norður undir heimskauti. Kuldarnir höfðu komið snemma. Þegar í öndverðum septem- bermánuði voru næturnar orðnar kaldar, svo að þegar bjart var 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.