Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Side 15

Eimreiðin - 01.05.1896, Side 15
95 utan um annan, veltu hver öðrum um koll og risu svo upp aptur í hinum og öðrum ömurlegum kynjamyndum. Og sjórinn var orðinn ókyr og ægilegur — djúpir dalir og hvítfyssandi öldukambar. Hann gekk út að borðstokknum, skorðaði sig þar fastan og horfði niður í sjóinn. Og hafið dró hug hans að sjer nokkra stund, sogaði hann í sig, eins og skip, sem gat hefur brotnað á; hann gat ekki lypt honum af mararbotni. Fyrst var honum sem hann sæi sævardýrð »Þúsund og einnar nætur« með glæsilegu höllunum, og fögru konunum, og demöntunum og rúbínunum og smarögð- unum. En svo breyttist það smátt og smátt, sem hann sá í anda. Skip fóru að sigla inn á milli hallanna, eða öllu heldur sökkva niður milli þeirra. Og svo hurfu hallirnar, eða gleymdust honum, og skipin urðu ein eptir. Drukknaðir menn hjeldu sjer dauða- haldi efst uppi í reiðunum; aðrir þrömmuðu fram og aptur um þilförin — hvíldarlaust, aptur og fram, Sumstaðar dönsuðu karlar og konur, prúðbúin, ung og fríð — það stóð víst í sambandi við það atvik, að fólk hafði verið að dansa á skipinu i veðurblíðunni kveldinu áður —■ og svo kom hver hámerin eptir aðra og sótti stúlkurnar í faðm karlmannanna. Allt þetta fannst honum gerast beint niður undan skipinu, seni hann var sjálfur á. Og hann sagði frá þessum draumórum sínum svo ljóst og skilmerkilega, að það fór að fara hrollur um Margrjeti i myrkrinu. Og af hræðslu-æsingunni hefur það líklega verið, að þau tóku höndum saman. Læknirinn fann, að höndin var köld; en mjúk fann hann að hún var, og. lítil fann hann að hún var, og hvít vissi hann að hún var, nema ofurlitlar hrufur á sumum gómun- um. Og hann sleppti henni ekki — þangað til ein vinnukonan rakst þangað inn, þóttist ætla að fara að gæta að ofninum, sem hún annars skipti sjer aldrei neitt af. Margrjet kippti þá að sjer hendinni og færði sig fjær honum. Rjett á eptir fór hún inn í bæ og þau sáust ekki framar það kveld. En órótt var þeim báðum fram eptir nóttunni. Handabandið brenndist inn í hug þeirra. Honum gramdist við sjálfan sig út af því, að hafa ekki sagt henni neitt annað og meira en þennan draumóra-þvætting, sem auk alls annars var ljótur. En óumræðilega glaður var hann að hinu leytinu út af því, að hún skyldi ekki hafa dregið að sjer höndina fyr en hún gerði. Hann rjeð af því, að sjer hefði verið

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.