Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Side 16

Eimreiðin - 01.05.1896, Side 16
9 6 óhætt að segja meira. Og hann lofaði sjálfum sjer því, að hann skyldi segja henni meira, segja henni allt, sem sjer byggi í brjósti, hvenær sem hann kæmist höndunum undir. En í huga hennar barðist óttinn og vonin. Hún haíði heyrt svo mikið urn það, hvað karlmenn væru óáreiðanlegir, og hvað þeim þætti gaman að leika sjer að ungum stúlkum og draga þær á tálar. En þegar hún var komin í rúmið sitt, rifjaði hún upp fyrir sjer næstum því hvert einasta orð, sem hann hafði við hana talað síðan hann kom, og næsturn því hverja einustu svipbreyting, sem hún hefði sjeð á andlitinu á honum. Og hún gat ekki trúað þvi, að hann væri einn af þessum vondu karlmönnum, sem allar stúlkur áttu að forðast. Og svo datt henni í hug, að það sama hefði auðvitað öllum stúlkum fundizt, sem orðið hefðu fyrir von- brigðum af karlmanna hálfu — annars hefðu þær varað sig. Og henni fannst, hún mundi ekki geta afborið það, ef þetta reyndist tál. Öttinn og fögnuðurinn hrifu hug hennar á víxl, þeyttu hon- um milli sín og vörpuðu honum ýmist inn í Eden ástarnautnar- innar eða niður í skuggaland einstæðingsskaparins og vonbrigð- anna. Þangað til þreytan lagði sína friðandi líknarhönd yfir sál hennar og hún var farin að gráta/áður en hún vissi nokkuð af. Faðir hennar hafði ekki verið heima um daginn, en komið heim, þegar þau læknirinn voru ný-skilin. Hann svaf í næsta rúmi við hana og tók eptir því, að hún var að byltast um í rúm- inu fram á rauða nótt. Loksins gat honum ekki betur heyrzt, en hún væri farin að gráta. »Hvers vegna ferðu ekki að sofa, Manga?« sagði hann þá. »Þú ert þó ekki að skæla? Hver þremillinn gengur að þjer?« »Skæla?« sagði hún og snýtti sjer. »Jeg fjekk bara svo vont kvef í dag. Jeg held jeg sofni nú bráðum.« IV. Næstu dagana átti læknirinn engan kost á að segja Margrjeti þetta »meira«, sem honum bjó í brjósti. Sigvaldi heyrði ávæning af því hjá vinnukonunum, að dóttir sín mundi vera farin að venja komur sinar fram í stofuna, og hafði vakandi auga á henni. Hann hafði staðráðið, að lækninum skyldi ekki verða kápan úr því klæð- inu. í raun og veru hafði hann aldrei getað sætt sig við þá hugsun,

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.