Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Page 18

Eimreiðin - 01.05.1896, Page 18
98 Rjett fyrir utan túnið á Hóli rann stór lækur, og á honum var fremur mjó og glerhál ísspöng. Þegar þangað var komið, bauðst læknirinn til að leiða Margrjeti yfir um. Hún þáði það. Pegar þau voru komin yfir lækinn, ætlaði hún að draga að sjer handlegginn og þakkaði undur lágt fyrir hjálpina. En hann hjelt handleggnum föstum og greikkaði sporið, svo bændurnir drógust dálítið aptur úr. Hann fór að tala um veðrið, hvað það væri yndislegt. — Ojá — jú — en nokkuð kalt, fannst henni, og var nokkuð dauf í bragði. Hann fann, að ekki lá vel á henni. Og hann spurði hana, hvort nokkuð gengi að henni. Nei, það gekk ekkert að henni. Hún var bara dálítið þreytt, og hafði átt nokkuð stríðsamt um daginn, og var ekki búin að hrista það af sjer, sagði hún. Hún hafði aldrei fyr ymprað við hann með einu orði á neinu viðvíkjandi heimilishögum sínum. En óánægjan frá deginum var enn svo rík i hug hennar, og þetta kom eins og ósjálfrátt. »Jeg býst við, að þjer hafið við margt að stríða,« sagði hann. »Og vinnukonurnar sjeu yður stundum nokkuð örðugar.« Hún sagði, að ekki væri trútt um það. Þær mundu nú líka hafa við margt að stríða, vesalingarnir, hjelt hann, og ekki von, að þær væru ævinnlega sem geðbeztar. Honum skildist sem ein þeirra hefði verið trúlofuð og unnustinn hefði farið til Ameríku og skilið við hana með barni, sem hún væri nú að vinna fyrir, og hún gæti ekki einu sinni haft það hjá sjer sjer til ánægju. Önnur fengi ekki að eiga efnaðan bóndason, sem henni þætti vænt um og þætti vænt um hana, af því að hún væri ekki annað en umkomulaus vinnukona. Og allar ættu þær sam- merkt að því, að eiga enga manneskju að í heiminum, sem þeim væri neitt lið í, og mega ef til vill eiga von á, að verða að brjót- ast svona áfram gegnum öræfi einstæðingsskaparins, þangað til þær yrðu fluttar ofan í kirkjugarðinn. Hann gat ekki að því gert — hann hugsaði sjer langoptast lif vinnukvenna hjer á landi eins og smárómana, meira og minna leiðinlega, sem færu eitthvað rauna- lega, og það enda þótt þeir enduðu stundum með giptingu. Hún fyrirgaf stúlkunum á augabragði. Hún fann, að hún hafði sjaldnast hugsað um þær frá þessari hlið. Og hvað það var fallegt af honum að taka málstað þeirra. »Hvaða bölvuð hlaup eru þetta í þjer, Manga!« sagði faðir

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.