Eimreiðin - 01.05.1896, Side 20
100
framt gleðinni út af undirtektunum varð hann gagntekinn af hennar
fögnuði. Svo hann lagði handlegginn um mittið á henni, og þau
dönsuðu yfir spegilsljett svellið, dönsuðu harðan galoppaðe, svo
harðan sem fæturnir gátu borið þau, því að gleðin, ung, sterk og
ofsafengin, Ijek danslagið í brjóstum þeirra.
Þegar Sigvaldi sá þessi kynlegu háttbrigði, nam hann allt í
einu staðar og stóð hreyfingarlaus eins og steinn. Hann gat í fyrstu
ekkert annað gert en horft, glápti með opinn munninn, og það
var líkast því, sem drættirnir i andliti hans þurkuðust út og hann
væri orðinn að glóp. Svo tók hann fast í handlegginn á förunaut
sínum og sagði í einlægnislegasta alvöruróm:
»Heldurðu, að hún Manga sje orðin brjáluð?«
»Ja-nei-nei,« sagði maðurinn. »Þetta er ungt og leikur sjer.
Það er víst ijörugur maður, þessi læknir ykkar.«
»Fjörugur!« sagði Sigvaldi, og nú var málrómurinn orðinn 1
meira lagi hrottalegur. »Hann er gláni. Guð forði ííijer og mín-
um frá hans fjöri!«
Svo gat maðurinn ekki haft eitt einasta orð út úr Sigvalda
það sem eptir var leiðarinnar að kirkjustaðnum, sem reyndar var
ekki langt.
Kirkjan var orðin rjett að segja full af fólki, þegar þau komu
inn í hana, og guðsþjónustan átti að fara að byrja. Ljósin voru
mörg og hátíðarsvipur á hverju andliti. Karlmennirnir fóru inn 1
kórinn, en Margrjet sat frammi í kirkjunni. Gott harmóníum var
í kirkjunni og söngurinn hófst með sálminum: ,Dýrð sje guði i
hæstum hæðum 1 ’ Margrjet varð þegar gagntekin af söngnum. Hún
var mjög trúarlítil. Það hafði aldrei verið sjerlegur guðræknisbragur
á heimili föður hennar, og sú ófullkomna trúarsannfæring, sem
presturinn hafði komið inn hjá henni, þegar hún gekk til spurn-
inga, hafði orðið mjög laus fyrir mótbárum þeim gegn kenningum
kirkjunnar, sem kornið höfðu fram á síðari árum og höfðu fest
sig í hug hennar. En nú var hugur hennar svo einkar gljúpur
eptir geðshræringuna; og hjá flestum mönnum verður hann miklu
móttækilegri fyrir trúaráhrifum utan að í gleði en í sorg, þó að
margir virðist ætla, að því sje annan veg varið. Því fór fjarri, að
hún hefði fasta vissu um, að trúaratriðin, sem sálmurinn er byggður
á, væru óyggjandi sannleikur. En á þessari stund trúði hún, trúði
afdráttarlaust, skynsemislaust, með tilfinningunni einni saman; söng-
urinn og organslátturinn sveifluðu hug hennar inn á sömu braut-