Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Page 21

Eimreiðin - 01.05.1896, Page 21
IOI irnar, sem skáldið hafði verið á, þegar sálmurinn var ortur. Og hún söng sálminn með, hátt, fullum rómi. En þegar prjedikunin byrjaði, rann trúarleiðslan af henni. Henni var með engu móti unnt að hlusta í neinu samanhengi á það, sem presturinn var að lesa. Hún sá, að unnusti hennar hafði ekki augun af henni. Og hún fór að hugsa um, hvílík unun það væri, að mega hugsa til að þurfa aldrei að skilja við hann alla sína ævi, mega allt af vera hjá honum, þegar hún vildi, ótrufluð, óhrædd, og geta látið hann segja sjer allt það marga og mikla, sem hann vissi og hún hafði enga hugmynd um. Það eitt, að mega hlusta á hann tala,. hvenær sem hana langaði til, fannst henni nægur fögnuður fyrir lífið. En hún hafði ekki frið til að gefa þessum ljúfu hugrenning- um lausan tauminn. Inn í þær fljettuðust hræðslutilfinningar, ástæðulausar — hún vissi það vel •—, en hún gat samt ekki að þeim gert. Skyldi ekki þetta allt saman loksins vera draumur? Eða skyldi ekki eitthvað geta komið fyrir, sem velti um koll öllum framtíðarvonum hennar? Og hún gat ekki að því gert, að henni datt í hug út úr því alveg ómerkilegt, einskisvert atvik frá barn- æsku sinni. Hún hafði sett bolla með mjólk í á annan endann á dálítilli fjöl á eldhússborðinu, var að bíða eptir að fá pönnuköku, sem henni hafði verið lofað með mjólkinni, og hlakkaði mjög til þess hvorstveggja, því að hún var bæði svöng og þyrst. Svo hafði hún dregið fjölina meira en til hálfs fram af borðinu, svo að lítið vantaði á, að hún sporðreistist. Móðir hennar hafði ekkert tekið eptir þessu prili, og kom við fjölina, svo bollinn kastaðist, ásamt fjölinni, fram á gólfið og brotnaði. Hún mundi glöggt, hvernig mjólkurlækirnir höfðu runnið um eldhússgólfið, og að bollinn brotnaði í fimm parta, fjóra hjer um bil jafn-stóra og einn lang- minnstan. Og svo varð henni litið á föður sinn, og þá fyrst fann hún til þess, að það var siður en ekki ástæðulaust fyrir hana að vera hrædd um, að loptkastalar hennar yltu um koll. Hún minntist þess, þegar faðir hennar hafði verið að kalla á eptir henni á leið- inni til kirkjunnar. Hún minntist þess, hvernig hann hafði haft vakandi auga á henni undanfarið, augsýnilega verið að stía þeim sundur, og hve kuldalega honum hafði legið orð til læknisins. Hún skildi ekki, hvernig samþykki föður hennar átti nokkurn

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.