Eimreiðin - 01.05.1896, Qupperneq 24
104
Margrjet fór tafarlaust í rúmið. Og eptir skanima stund leyndi
það sjer ekki fyrir neinum, að hún var altekin af veikindum. Faðir
hennar kom inn til hennar, var þá miklu mýkri í máli en frammi
í stofunni og spurði, hvort henni væri mikið illt.
Hún kvað svo vera. —- »Jeg vil, að læknirinn komi inn til
mín,« sagði hún svo.
»Læknirinn?«—Nei, það mátti hún ekki biðja um. Hann
vildi gera allt annað fyrir hana. Hann kvaðst skyldu senda tafar-
laust eptir homöopata, sem átti heima fáar bæjarleiðir þaðan.
»Það er ekki til neins, pabbi,« sagði hún.
»Ekki til neins? Hann hefur mörgum hjálpað, hann Sigurður.
Hann hjálpaði þjer, meira að segja, í sumar, þegar þú meiddir þig
í fætinum.«
»Það er ekki til neins, af því að jeg ætla ekki að láta hann
hjálpa mjer, þó að hann gæti. Þú getur auðvitað sótt hann, og
hann getur látið þig fá meðöl, en þú skalt rnega hella þeim ofan í
mig, ef þjer þykir það sæma.«
Margrjet hafði aldrei á ævi sinni talað jafn-einbeittlega við
föður sinn. Það var eins og nú kæmi fram í henni, þótt seint
væri, nokkuð af hans þráa. Sigvalda þótti fara að vandast málið.
Það var fremur óaðgengilegt að beita hörðu við dóttur sína, fár-
veika í rúminu. En að fara að sækja lækninn svo sem klukkutíma
eptir það, sem þeim hafði farið á milli — það var óbærilegt, það
náði engri átt.
Hann kvaðst vilja sækja hjeraðslækninn. Ain væri sjálfsagt
lögð, og hann gæti verið kominn fyrir kveldið.
»Það er ekki til neins, pabbi. Mjer stendur á sama, hvern
þú sækir, ef Sveinn má ekki korna til mín. Þú veizt það, að
jeg hef ekki niikið reynt að taka fram fyrir hendurnar á þjer
hingað til; þú hefur getað farið þinna ferða fyrir mjer. En í
þetta skipti ætla jeg að ráða yfir mjer sjálfri — ef þú leggur ekki
hendur á mig.«
Hvernig í ósköpunum átti hann að fara að þessu? Hann gat
ekki látið einkabarnið sitt liggja svona, og kannske deyja, hjálpar-
laust, jafn-auðvelt eins og var að ná í lækni. Hann gat ekki beitt
við hana ofbeldi, eins og hún var á sig komin; hann hryllti við
því sem hinni viðbjóðslegustu óhæfu. Og fram í stofuna gat
hann ekki leitað.—Jú, þangað varð hann nú einmitt að leita.
Frá því var sýnilega ekkert undanfæri. Svo hann sendi eina vinnu-