Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Page 28

Eimreiðin - 01.05.1896, Page 28
io8 »Já, þjer hafið beztu vonir — já, jeg vissi það.—Jú, jeg segi yður satt, hún er hraust, stálhraust, blessaður verið þjer. Hún er lík mjer með það eins og fleira. — Er það ekki undarlegt, að mönnum sýnist hún ekkert lík mjer? — Hún hefur heilsuna mína. Hún hefur aldrei legið neina legu, svo teljandi sje. Af hverju ætti hún svo sem að vera óhraust?« »Það er ekki gott að segja, af hverju það er. En maður gæti t. d. hugsað sjer bæinn hjerna eina orsökina. Hann er bæði kaldur og dimmur. Og svo hefur —•« »Og svo hefur hvað?« Læknirinn hafði verið rjett búinn að sleppa orðunum: »Og svo hefur hún ekki átt sem bezt atlæti.« En hann gat ekki fengið af sjer að særa karlinn með þeim í sorg hans, sem var svo ber- sýnileg. Svo hann sagði í þess stað: »Og svo varð henni kalt í gær og komst í geðshræring í morgun.« Sigvaldi þagði við ofurlitla stund og sagði svo: »Já, en hún er svo hraust,« —Hann var auðheyrt að streitast við að telja sjer trú um þetta, til þess að láta ekki hugfallast. — »En heyrið þjer — var mjög áríðandi meðalið, sem þjer senduð eptir?« »Já, það eru mikil likindi til, að það hefði dugað betur en nokkurt meðal, sem jeg hef. Mjer þykir mjög fyrir að svona skyldi fara. En ef til vill tekst að ná í það seinna. Bara það verði þá ekki um seinan. Nú hefði óneitanlega verið þægilegt að hafa brúna.« Brúin! brúin! Kom hún ekki þarna aptur! Það var eins og hún elti hann líkt og vofa í þessum raunum hans. Hann gat ekkert meira sagt, enda var einskis frekara að spyrja. Hann skildi það vel, að læknirinn gat ekki sagt neitt meira, en hann hafði sagt, og að dóttir hans lá fyrir dauðanum. Hann rölti því út úr stof- unni, nokkuð valtur á fótunum, og um leið og hann fór út úr dyrunum, heyrði læknirinn hann tauta fyrir munni sjer: »Hún er svo hraust.« Sigvaldi fór inn til dóttur sinnar, settist þar niður, studdi ol- bogunum á borð og tók báðum höndum fyrir andlit sjer. Hann hafði engan frið fyrir brúnni. Allt í einu hatði honum skilizt það, að hún væri annað en óþarfi og eyðsla, þegar hann var farinn að gera sjer í hugarlund, að hún kynni óbeinlínis að hafa getað orðið

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.