Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Side 33

Eimreiðin - 01.05.1896, Side 33
Auðvitað efndi Sigvaldi orð sín við lækninn. Þau giptust um vorið, en dvelja hjá honurn á Hóli þangað til Sveinn fær hjeraðs- læknisumdæmi. Sigvaldi er farinn að leita hófanna með sölu á Hóli, því að hann ætlar að fara með þeim, hvert sem þau fara. Hann er orðinn töluvert breyttur. Reyndar hefur hann það til enn, að vera nokkuð uppstökkur — það verður hann víst meðan hann lifir — en rniklu sjaldnar koma þau köst að honum en áður. Og hann finnur, að veikindi dóttur hans, ásamt öllu því, sem þeim var samfara, hafa orðið honurn að brú til betra, rólegra, umburðar- lyndara og ósjerplægnara lífs. Brúin er enn ekki komin á ána, því að allt er hægfara hjer á landi, nema geðshræringarnar einstöku sinnum. En Sigvaldi greiðir fyrir því máli allt hvað hann getur — og það þykir sam- sýslungum hans kynleg veðrabrigði. Um verzlun íslands. Þingsvitni tekið í Eyjafjarðarsýslu 1753. Eins og alkunnugt er, ríkti hin rammasta einokun í vernlun á íslandi frá 1602 og þangað til hún var gefin laus með opnu brjefi 18. ágúst 1786. Á timabili þessu hafði verzlunin verið seld á leigu annaðhvort vissum stöðum, svo sem íbúum Kaupmannahafnar, Málmhauga og Helsingjaeyrar, eða þá ýmsum fjelögum, og stundum var verzlunin rekin á kostnað konungs sjálfs, en ávallt var þó sama markið á henni. Árið 1743 hafði hið svo nefnda hörmangarafjelag fengið verzlunina, og þótti þá heldur bregða til hins verra, þó illt væri undir. En skömmu eptir að þeir höfðu fengið verzlunina reis sá maður upp, er mest og bezt barðist gegn þessu ólagi, og mestan þátt átti í því, að verzlunin varð að lokum gefin frjáls, landfógeti Skúli Magnússon. Hann lenti fljótt í deilu við hörmangarana, og fylgdi sínu máli fram með einurð og drengskap, enda stóð hann þá í blóma aldurs sins; kom þar að lokum, að hann fjekk það áunnið, að skipað var að taka upp þingsvitni i öllum sýslum, sem kaupstaðir vóru í, um verzlun hörmangaranna. Hvernig þessi þingsvitni hafi gengið, hefi jeg hvergi sjeð, nema hvað Espólín segir (Árb. X, 38), að þingsvitnin hafi gengið kaupmönnum allþunglega. Jeg hef imyndað mjer, að mörgum mundi þykja fróðlegt, að sjá þessi þingsvitni, því þau hljóta að gefa nokkurn veginn sanna og áreiðanlega lýsingu á verzlun-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.