Eimreiðin - 01.05.1896, Side 45
125
smáæðarnar þenjast út, blóðstraumurinn að sárinu eykst; veffruml-
urnar vaxa og 'geta af sjer aðrar nýjar; út úr æðunum síast nokk-
uð af blóðvatninu og brátt taka hvítu blóðkornin að skríða út
með; að utan koma og bakteríurnar. Allt þetta veldur bólgunni;
hitinn og roðinn stafa frá vexti blóðstraumsins. Því illkynjaðri
sem bakteríurnar eru, þeim mun ákafari er bólgan.
Allt þetta hafa menn til skamms tíma skoðað sem hendingu
eina; nú skoðum vjer það sem fagra vörn frá dýrsins hálfu gegn
bakteríunum. Við það að blóðstraumurinn vex, fá frumlurnar meiri
næringu og geta því vaxið og fjölgað; þær safna liði. Hvítu kornin
ganga í lið með þeim og ráðast á óvinina og verður fall rnikið á
báðar hliðar; valurinn er það, sem vjer köllum ,gröpt’, og er hann
mestmegnis dauð, hvít blóðkorn, dauðar frumlur og dauðar og lif-
andi bakteríur, auk blóðvatns, eiturs o. fl. Þannig helzt baráttan,.
unz allar bakteriur eru af höndum reknar, þá hætta hvítu kornin
að skriða út, bólgan minnkar og sárið tekur að gróa. Sjeu bakt-
eríurnar illkynjaðar, getur eitur þeirra lent inn í blóðinu og spillt
því meira eða minna, en það er dýrinu verst gert, og getur þá
verið hætta búin. Þar eð gröpturinn inniheldur mikið af bakterium
og eitri, en hvítu kornin eru dauð og því til einkis gagns, liggur
það í augum uppi, að hann má ekki vera í sárinu, og skal því
sjeð um, að hann renni jafnóðum burt, ella er hætt við, að eitur-
efnin sogist inn i blóðið. — Þegar bakteríur eða eitur þeirra1 kemst
inn í blóð dýranna, fær það hitasótt (Feber), sem meðal annars
lýsir sjer í því, að líkamshitinn vex. Hitasóttina og bólguhitann
skoða menn líkt og aðgjörðir hvítu blóðkornanna, sem vopn eða
varnarmeðal gegn bakteríum og eitri þeirra. Eins og áður er getið,
er vöxtur og viðgangur bakteríanna mestur við ákveðið hita-stig
(líkamshita skepnunnar), en vaxi hitinn meira — eins og við hita-
sótt —, minnkar bæði lifsafl bakteríanna og eitur þeirra verður væg-
ara og áhrifaminna. Það er því ráðlegt, að nota heita eða volga
,bakstra’ við bólgu, er stafar frá bakteríum. Kulda má ekki hafa
við hana, bæði af þeirri ástæðu, er nefnd hefur verið, og svo af
því, að æðarnar þrengjast, en við það minnkar blóðmagnið og
frumlurnar fá minni næringu og veiklast. Hins vegar er kuldi
ágætur við bólgu, sem ekki er af völdum baktería (t. a. m. mar).
Af sömu ástæðu álíta menn nú ekki alltjend heppilegt, að gefa
hitasóttar-meðöl, ren af ýmsum öðrum ástæðum getur það opt verið
nauðsynlegt. — A hinum síðari árurn hafa menn og tekið eptir því,
að frumlurnar geta í baráttunni við bakteríurnar myndað ýms efni,
er þær hafa sjer að vopni og skal lítið eitt minnzt á það síðar.
Dýrið hefur þannig ýms meðöl, sem því eru gefin af náttúr-
unni, til þess að verjast óvinum sínum, og sláist ekkert í lið með
þeim, þá getur því batnað ,af sjálfu sjer’, en mjög opt þurfum vjer
þó að láta til vor taka og hjálpa, ef vel á að fara. Hjálp vora
getum vjer veitt á ýmsan hátt og með ýmsum meðölum, er öll
1 Auk þess geta mörg önnur efni valdið hitasótt; hægt er og að framleiða
hana með því, að stinga nál á ákveðinn stað í mænunni fyrir aptan heilann.